Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1999, Page 24

Freyr - 01.05.1999, Page 24
feikilega samanrekinn, holþéttur og lágfættur hrútur. Örn 97-320 og Spói 97-321 í Leirhöfn eru einnig báðir mjög vel gerðir og álitlegir ein- staklingar. í Þistilfirði hafa að lík- indum aldrei áður verið sýndir jafn margir og jafn góðir veturgamlir hrútar á einni sýningu. Til efs er að nokkru sinni hafí verið sýndur jafnstór hópur eins glæsilegra einstakl- inga frá einu búi eins og veturgömlu hrútarnir í Holti i haust. í hópi glæsihrúta á sýningunni var Asa 97-734 í Haga- landi dæmt efsta sætið en hann er feikilega jafnvax- inn með ákaflega þétt hold. Asi er sonur Galsa 93-963. Hrútahópurinn í Holti var ótrúlega jafn og mest smekksatriði að mismuna bestu einstakl- ingunum þar, sem voru Peli 97-719, sonur Hnykks 91-958, Torfi 97- 716, sonur Galsa 93-963, og Torfi 97-716, og Varpi 97-717, báðir synir Kúnna 94-997, en öllum þessum hrútum var sam- merkt mjög góður þroski og gerð og glæsileiki á velli. Bambi 97-756 á Gunnarsstöðum er ákaf- lega holdþéttur og vel gerður hrútur. Fjölmargir fleiri úrvalsgóðir ein- staklingar voru þarna sýndir. Austurland Múlasýslur Vegna sameiningar sveitarfélaga á þessu svæði hafa eldri skil á milli norður og suður- sýslunnar ruglast, þann- ig að íjallað er um þær báðar hér í einni heild. Samtals voru sýndir 262 hrútar í sýslunum báð- um. Af þeim voru 25 úr hópi eldri hrúta. Vetur- gömlu hrútarnir 237 voru að meðaltali 81,7 kg að þyngd og fengu 200 þeirra eða 84,4% I. verðlaun. Dómar á hrútum á Vopnafirði fóru ekki fram fyrr en í vetrarbyrj- un en þar var Dolli 97- 122 á Ytra-Nýpi dæmd- ur bestur hrúta, jafn að gerð með sterka aftur- byggingu, en hann er sonur Dropa 91-975. Einstaklega álitlegir hrútar undan Gný 91- 967 komu til sýninga og skal þar fremsta telja þá Skær 97-176 og Amor 97-178 á Jökulsá í Borgarfirði og Skolla 97-743 á Hauksstöðum á Jökuldal. Alla þessa hrúta prýðir framúr- skarandi bygging, ekki síst malir og læri, en Skær er með afbragðs- ull og Amor mjög bol- langur. Mjög efnilegir hrútar komu einnig fram á sýn- ingum undan Mjaldri 93-985 þar sem af báru hrútar á Grund í Borgar- firði, en þar fór Roði fremstur í flokki, og á Eyrarlandi á Fljótsdal þar sem Toppur 97-132 bar af í hópi þriggja af- bragðsgóðra hálf- bræðra. Þessir Mjald- urssynir eru með allra kostamestu kindum að allri gerð. Bjarmi 97-008 í Möðrudal er hrútur sem sameinar afbragsull, góða byggingu og glæsi- leika en hann er sonur Njarðar 92-994. I Lundi á Völlum var öflugur hrútahópur þar sem af bar Glampi 97- 137, sem er sonur Glampa 93-984, en hrútur þessi er með eindæma út- lögur og góða afturbygg- ingu. í Fáskrúðsfirði voru tveir afbragðsgóðir hrút- ar. Smári 97-021 í Þernunesi er sonarsonur Gosa 91-945 en Ábóti 97-277 í Hafranesi er kollóttur hrútur frá Ár- bæ í Reykhólasveit en hann hefur einkar góð bak- og lærahold. 1 Bessastaðagerði á Fljótsdal komu fram tveir mjög álitlegir fjár- kaupahrútar, kollóttir úr Árneshreppi 97-124 og 97-125, sérstaklega sá fyrrnefndi, sem er frá Melum, er fádæma vel gerður einstaklingur en hinn er frá Bæ og mikil hörkukind. Þá er ógetið einhvers glæsilegasta einstakl- ings á Austurlandi sem er Sómi 97-180 á Gils- árvöllum í Borgarfirði. Þessi hrútur var feiki- lega þroskamikill yfir 100 kg. Hann er mjög bollangur með gríð- arlega miklar útlögur, svellþykkt bak og mjög góða holdfyllingu. Austur- Skaftafellssýsla Sýndir voru í sýslunni 130 hrútar og af þeim voru sex úr hópi eldri hrúta. Veturgömlu hrút- arnir voru 77,5 kg að meðaltali eða nokkru þyngri en jafnaldrar þeirra haustið áður. Af veturgömlu hrútunum fengu 105 eða 84,7% I. verðlaun en það er betri flokkun en árið áður. Sýningar voru í öllum sveitum sýslunnar. 1 Lóni voru eins og áður bestu hrútarnir á Brekku en þar var bestur Miði 97-528 sem er sonur Fláa 95-505, sem hefur reynst afbragðsvel í fénu á Brekku. Miði er mjög jafnvaxinn hrútur með sérlega góð mala- og lærahold. Hrútur 97- 616, sem er sonur Þéttis 91-931, hefur erft hin miklu lærahold föður síns en er einnig ágæt- lega bollangur. Augi 97- 525 á Brekku er fádæma lágfættur og þéttholda eins og margir synir Búts 93-982. I Nesjum voru bestu hrútar frá Bjarnanesi. Efstur stóð Bónus 97- 057, sem er frá Brekku í Lóni sonur Búts 93-982. Þessi hrútur er mikil holdakind með frábær mala- og lærahold. Gegnir 97017, sem er sonur Mola 93-986, er útlögumikill með fram- úrskarandi bakhold. Á Mýrum bar af hrút- um Prúður 97-080 í Við- borðsseli en hann er frá Lækjarhúsum í Suður- sveit, sonur Garps 92- 24- FREYR 5-6/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.