Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 58

Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 58
Tafla 3. Flokkun arfgerða með tilliti til riöunæmis Flokkur Arfgerð 1 AHQ/AHQ 2 AHQ/ARQ 3 ARQ/ARQ 4 AHQ/VRQ 5 ARQ/VRQ 6 VRQ/VRQ Arfgerðir príongens íslensks sauðfjár flokkaðar með tilliti til riðunæmis þannig að áhættan eykst eftir því sem númer flokks hækkar. Hver arfgerð samanstendur af upplýsingum um breytileika á sitt hvorum litningi hvers einstaklings. Skýringar á flokkum: 1. Mjög litlar líkur á riðu. Afar sjaldgæf arfgerð. Hefur ekki fundist í riðufé. 2. Litlar líkur á riðu. Hefur ekki fundist í riðufé á íslandi. 3. Einhver hætta á riðu. Algengasta arfgerðin í íslensku fé. 4. Hefur ekki fundist í riðufé, en ber að forðast vegna áhættuarfgerðar. Helmingur afkvæma erfir áhættu- arfgerð. 5. Mikil hætta á riðu. Finnst marktækt oftar í riðufé en heilbrigðu fé. Helm- ingur afkvæma erfir áhættuarfgerð. 6. Mjög mikil hætta á riðu. Hefur aðal- lega fundist í riðufé. Allir afkom- endur erfa áhættuarfgerð. Hinn breytileikinn fannst í seti 151 í príongeninu (C/R), og er þar einnig um alvarlega breytingu á amínósýru að ræða, cysteine kemur í stað arginine. Þessi breytileiki hefur ekki fundist í riðufé, en fannst í litlum mæli (0,3-5%) í viðmiðun- arhópunum og gæti hugsanlega skipt máli í sambandi við næmi gagnvart riðusjúkdómnum. Leit að einkenna- lausum smitberum Einn hluti rannsóknanna er að at- huga hvort samhengi sé milli sýndar smásærra einkenna sem fylgja riðu- sjúkdómnum, svo sem myndun safa- bóla og uppsöfnun príonpróteinsins á umbreyttu formi (PrP“) í heila, og mismunandi arfgerða príon- próteinsins í einstaklingum. Þetta er nokkurs konar leit að einkenna- lausum smitberum, því að ef nýta á upplýsingar um arfgerðir príon- próteinsins í kynbótaskyni er mikil- vægt að ganga úr skugga um að þeir sem beri arfgerðir með litla áhættu hafi ekki tilhneigingu til að bera smit án þess að fá einkenni sjálfir. Tekin voru heilasýni úr heilli riðu- hjörð (65 kindur), þar sem sjúkdóm- urinn hafði líklega heijað á hjörðina í nokkur ár áður en hún var felld. Auk PrP arfgerðagreiningar voru sýnin skoðuð með tilliti til vefja- skemmda sem geta gefið vísbend- ingu um sýkingu. Einnig var gerð sértæk litun fyrir uppsöfhuðu smit- efni (PrP“) og þær niðurstöður bom- ar saman við arfgerðir. Þær fimm kindur sem greindust með ytri (klínísk) einkenni riðu sýndu einnig einkennandi vefjaskemmdir (safa- bólur) í heila og jákvæða svömn við litun á príonpróteininu. Fjórar þeirra (80%) báru áhættuarfgerð príon- próteinsins (VRQ). Af þeim sem höfðu ekki nein ytri einkenni (60 kindur), vom fjórtán sem sýndu væg einkenni vefjaskemmda sem gætu bent til byrjunarstigs riðusjúkdóms- ins. Þær vom allar hvort arfhreinar eða arfblendnar hvað varðar áhættu- arfgerðina VRQ. Tíðni VRQ arf- gerðarinnar var mun hærri í þessari tilteknu hjörð en í íslensku sauðfé yfirleitt, sem hefur væntanlega valdið auknu næmi hjarðarinnar fyrir riðuveiki. Athyglisvert er að engin af þeim kindum sem höfðu ytri einkenni riðu eða eingöngu ótvíræðar eða gmnsamlegar velja- breytingar bám arfgerðina AHQ, sem er talin valda lágu næmi fyrir riðusmiti. Þessar niðurstöður styðja því ekki þá tilgátu að fé með arfgerðir með lága smitáhættu séu heilbrigðir smitberar riðu. Nýting niðurstaðna Riða er enn landlæg í nokkmm landshlutum, þrátt fyrir stórfelldan niðurskurð og hreinsunaraðgerðir síðasta áratug. Undanfarin ár hafa komið upp 3-12 tilfelli á ári og oft er um að ræða endurtekna riðu, þ.e. bæi þar sem skorið hefur verið nið- ur fé vegna riðu nokkmm ámm áð- ur. Það gæti því verið full ástæða fyrir sauðfjárræktendur að huga að nýjum baráttuaðferðum gegn riðu til viðbótar við þær sem fyrir era. Þar gæti komið til uppbygging sauðQárstofns sem hefði minna næmi fýrir riðusmiti en nú er. Þann- ig væri e.t.v. hægt að minnka lík- umar á að riðuveiki kæmi upp í hjörð sem hefði orðið útsett fyrir smiti. Upplýsingar um arfgerð fjár með tilliti til næmis fyrir riðusmiti má nota við kynbætur á sauðfé á þann hátt að velja ekki fé með áhættuarfgerðir til undaneldis, en reyna þess í stað að fjölga því fé sem er ekki eins næmt fyrir smiti. Þar sem hrútamir hafa yfirleitt áhrif á erfðamengi fleiri afkvæma en æmar, þá væri æskilegt að byrja á því að athuga arfgerðir þeirra. Þeg- ar hefur verið nefnt dæmi um riðu- bæ, þar sem hjörðin var orðin sér- staklega viðkvæm fyrir riðu vegna þess að flestir þeirra hrúta, sem not- aðir höfðu verið til undaneldis á bænum, bám áhættuarfgerð. Til að fyrirbyggja allan misskiln- ing þá skal tekið ffam að með PrP arfgerðagreiningu er ekki verið að athuga hvort dýrið hafi riðu, heldur rannsaka móttækileika þess fyrir riðu, verði það fyrir smiti. Það má hins vegar ekki reikna með að út- rýming áhættuarfgerða sé einhvers konar „erfðaffæðileg bólusetning", því að fé sem ber hlutlausari arfgerð- ir getur einnig smitast, þó að það séu minni líkur á því. Að sjálfsögðu er ekki verið að leggja til að nota einvörðungu þessar upplýsingar við val á fé til undaneldis. En ef valið stendur á milli tveggja hrúta sem em nokkuð jafnir hvað varðar ýmsa æskilega eiginleika, svo sem ffjó- semi, byggingalag og vöðvahlutfall, en bera mismunandi arfgerðir í príongeninu, þá væri skynsamlegt að velja ekki þann hrút sem gæti gefið afkvæmum sínum áhættuarfgerð hvað varðar riðunæmi. Einnig mætti 58- FREYR 5-6/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.