Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1999, Page 19

Freyr - 01.05.1999, Page 19
Víkingur 97-484 er mjög jafnvaxinn, holdþéttur og lágfættur en hann er sonur Vals 90-934. Hrútur nr. 97-067 á Á á Skarðsströnd var einn allra besti einstaklingur sem sýndur var á Vestur- landi. Hrútur þessi, sem er sonarsonur Kráks 87- 920, er samræmisgóður, útlögumikill og með feikna góðan og harð- holda afturpart. Baröastrandar- sýslur I sýslunni voru nú sýnd- ir 102 hrútar og voru tveir þeirra í hópi eldri hrút- anna. Veturgömlu hrút- amir em umtalsvert fleiri en haustið áður og er sú aukning öll í Vesturbyggð en þar var stór hópur af aðfengnum veturgömlum hrútum. Veturgömlu hrútamir vom að meðaltali 82 kg að þyngd og fengu 72 þeirra I. verðlaun. í Reykhólahreppi var bestur hrúta Púki 97-320 i Neðri-Gufúdal en hann er aðfenginn úr Hafnardal við Djúp. Þessi hrútur er lágfættur, jafnvaxinn og samanrekinn holdahnaus með góða ull. Jömndur 97-323 á sama bæ er einn- ig úrvalshrútur þó að ekki séu hann jafnoki Púka að læraholdum. Kútur 97- 037 í Árbæ er mjög vænn, bollangur með feikna bak- og lærahold. Depill 97- 106 í Gautsdal er frá Árbæ undan Hnykli 95-820. Þessi hrútur er ákaflega jafnvaxinn og feikna hold- ugur hvar sem á hann er litið og em læraholdin frábær, ullin kostamikil en veikleiki í fótum. Besti hrúturinn í Vest- urbyggð var Hnoðri í Kvígindisdal frá Kambi í Reykhólahreppi. Þessi kollótti hrútur er mjög jafnvaxinn og vel gerð holdakind með góða ull. Stebbi 97-003 í Innri- Múla stóð honum næstur en hann er ffá Broddanesi á Ströndum, einnig mikil kostakind og gefur Hnoðra lítið eftir. Fjöl- margir fleiri góðir kollótt- ir aðkomuhrútar voru þama. Af hymdum hrút- um var Jói á Hamri best- ur, mjög útlögugóður og vel gerður hrútur aðfeng- inn frá Brjánslæk. ísafjarðarsýslur Þó að ekki væm sýn- ingar á öllu svæðinu vom sýndir álíka margir hrútar og árið áður. Einn eldri hrútur og 52 veturgamlir vom skráðir á sýningu. Veturgömlu hrútarnir vom 77,8 kg að þyngd að jafnaði og fengu 43 þeirra, eða 83,7%, I. verð- laun sem er verulega betri flokkun en árið áður. Af hymdum hrútum stóð efstur Veggur 97-400 á Kirkjubóli í Valþjófsdal, ákaflega mikil kostakind að allri gerð með frábæra holdfyllingu en þessi öðlingskind er sonur Dropa 91-975. Valur í Ytri-Hjarðardal var í öðm sæti með feikilega góða holdfyllingu i afturhluta en ull ekki nema í meðallagi að gæðum. Valur er sonur Galsa 93-963 og næstur honum stóð hálfbróðir hans Stapi 97-142 á Kirkjubóli í Dýrafirði. Besti kollótti hrúturinn var einnig í Kirkjubóli í Valþjófsdal en það var Hnykill 97-402, bollangur, jafnvaxinn með þykkan vöðva en ull í meðallagi að gæðum. Þessi hrútur er sonur Hnykils 90-976 og albróðir hans Hnoðri 97- 401 var einnig mjög vel gerð kind. Næstur Hnykli í röð af kollunum stóð Gnýr 97-628 í Botni í Súganda- firði, mikil kind á velli með mjög góða gerð og góða ull. Hann ber nafh föður síns nr 91-967. Strandasýsla Þátttaka í sýningarhaldi eins og öllum þáttum ræktunarstarfsins var al- menn og góð í Stranda- sýslu. Sýndir vom sam- tals 234 hrútar og vom 14 þeirra úr hópi eldri hrúta. Veturgömlu hrútarnir vom 220 og voru þeir 82,9 kg að meðaltali, jafnþungir jafnöldmm sínum í Borgarfirði, en í þessum tveimur sýslum vom veturgamlir hrútar jafhvænstir haustið 1998. Af veturgömlu hrútunum voru 195 með I. verð- launa viðurkenningu, eða 89%, sem er talsvert betri flokkun en haustið áður. í Ámeshreppi voru ekki einstaklingar sem skör- uðu áberandi fram úr, en hrútastofninn að vanda ákaflega vel gerður og holþéttur, en hrútar léttir í samanburði við aðrar sveitir sýslunnar. Boði 97-310 á Bassa- stöðum bar af hrútum í Kaldrananeshreppi, ákaf- lega holdgróinn, sérstak- lega í mölum, og læmm, en þessi holdaköggull er sonur Nökkva ffá Melum. Glæsilegur hrútahópur var í Hafnardal við Djúp, en þar bám af Dindill 97- 536 sem er sonur Byls 94- 803, kattlágfættur, útlögu- mikill holdaköggull, og Prins 97-539 sem er þroskamikill, jafhvaxinn og ákaflega vel gerður hrútur, en hann er sonur Hamars 93-515. Hjá Nönnu Magnúsdóttur á Hólmavík varNasi 97-387 ákaflega fagur einstakl- ingur með vel hvíta ull, en sá hrútur er ffá Heydalsá sonur Kölska 96-481. í Kirkjubólshreppi bám hrútar á Smáhömmm og Heydalsá af í stórum hópi athyglisverðra hrúta. Sónar 97-507 á Smáhömmm er feikilega mikil kjötkind, lágfættur og vöðvaþykkur, en hann er sonur Eirs 96- 466, Sindri 97-505 er einn- ig mjög glæsilegur ein- staklingur af sömu hrúta- línu, sonur Kóps 95-825. Hjá Braga á Heydalsá bar af Hreinn 97-511 sem er hymdur hrútur sonur Hnoðra 95-801. Þessi hrútur er feikilega þroska- mikill, sterkbyggður og gróinn í holdum, Trix 97- 510 ffá Broddanesi, sonur Atrix 94-824, er mjög jafn- vaxinn og vel gerður hrút- ur. 1 hrútahópi Halldóm á Heydalsá stóð fremstur Arður 97-520 sem er ákaf- lega glæsilegur einstakling- ur, jafnvaxinn, feikilega út- lögugóður og allur gróinn í holdum, en hann er sonur Bjarts 96-480. Gauti 97- 527 á Gestsstöðum er ágæt- lega gerður hrútur með góða ull en hann er ffá Gautsdal í Geiradal. I Broddaneshreppi var mikið hrútaval. Hjá Jóni í FREYR 5-6/99 - 19

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.