Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1999, Page 5

Freyr - 01.12.1999, Page 5
Kristinn sat efstu hryssuna á fjórðungsmóti Austlendinga 1999, Þrumu frá Hofi í Örœfum. (Ljósm. Jens Einarsson). sinn þátt í að breiða hestinn út. Við þurfúm að reyna að útbreiða hesta- mennskuna eins og við getum. Ef íslenski hesturinn fer sigurfor um heiminn verður aldrei til nóg af honum og þá skiptir engu máli hvort íslendingar, Þjóðverjar eða Bandaríkjamenn rækta hann. Mér finnst það hins vegar vera að gerast í heiminum nú að íslensk ræktun, meðhöndlun og reið- mennska á íslenska hestinum er að sigra og ég held að útlendingar séu farnir að sjá það. Þjóðverjar breyttu reiðmennskunni hjá okkur mjög til batnaðar á sínum tíma en það var samt margt sem þeir komu með sem hentaði ekki íslenska hestin- um. Hann hefúr krait og fjölhæfni en þolir ekki of mikinn aga og þarf alltaf visst frelsi. íslendingum hefúr að mínu mati tekist betur en Þjóð- verjum að vinsa það besta úr þess- um eiginleikum. Þama erum við í fararbroddi og verðum að vera það áfram. Þá vegnar okkur vel.“ Nú undirritaði Félag hrossa- bænda nýlega samning við land- búnaðarráðuneytið. Ut á hvað gengur hann og hvaða þýðingu hef- ur hann fyrir hrossaræktina? „Samkvæmt þessum samningi fá- um við 15 milljónir króna á ári í fimm ár til hestamennsku og hrossaræktar. Að þessu standa auk Félags hrossabænda, Bændasamtök íslands, Félag tamningamanna og Landssamband hestamannafélaga en þessir fjármunir eiga þó ekki að fara í rekstur einstakra félaga. Ætl- unin er að leggja þá í að framfylgja þeim auknu gæðakröfúm sem ég minntist á í upphafi. Við munum fyrst athuga hvar við stöndum og skilgreina verksvið hvers félags og síðan munum við vinna að því að fá ísland viðurkennt sem upprunaland íslenska hestsins. Liður í því væri m.a. að ljúka vinnu við gagna- grunninn Feng. Það verður m.ö.o. reynt að nýta peningana til að auka gæði og fagmennsku. Við verðum að reyna að hugsa þessi mál til lengri tíma því við hljótum alltaf að stefna að því að arðsemin verði það mikil í hrossa- ræktinni að hún verði sjálfbær at- vinnugrein. Fimmtán milljónir króna á ári duga hins vegar ekki til að gera mjög stóra hluti en það verður hlutverk okkar að spila þannig úr þessum fjármunum að þeir nýtist okkur sem best.“ Nú er landsmót framundan árið 2000. Er eitthvað sérstakt við það? „Já, það má fyrst nefna að þetta er í fyrsta skiptið sem tvö ár líða á milli landsmóta. Þau hafa alltaf ver- ið haldin á fjögurra ára fresti en verða hér eftir annað hvert ár. Að auki er þetta fyrsta landsmótið sem haldið verður í þéttbýli en það fer fram í Reykjavík. Þetta landsmót hefur einnig sterkari grunn til kynningar en ver- ið hefur. Margir telja sig hafa hag að landsmótinu og hafa komið myndarlega að fjárstuðningi við það. Þetta þýðir að mótið hefur haft úr töluvert meiri fjármunum að spila til kynningar en önnur mót og ég vona að það skili sér. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta landsmót verður hvað varðar gæði hrossa það langsterkasta sem við höfum haldið. Þar munu gripir koma fram sem eru betri en við höf- um áður séð. Eins og ég sagði áðan er aðall ís- lenska hestsins fjölhæfni hans og kraftur. Fjölhæfnin er fólgin í fleiru en gangi, t.d. litum, en íslenski hesturinn hefúr yfir miklu breiðari litaflóru að ráða en nokkurt annað hestakyn. Á þessu landsmóti er stefnt að sýningu á hrossalitum sem útlendingar hafa mjög mikinn áhuga á. Þannig að í heild bind ég mikla vonir við landsmótið.“ Nú voru gerðar breytingar á k)>n- bótadómum í sumar. Hverjar voru þær og hvernig hafa þœr gefist? FREYR 13-14/99 - 5

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.