Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1999, Side 32

Freyr - 01.12.1999, Side 32
sambandi að hafa í liuga að sæði, sem tekið hefur verið úr stóðhesti og djúpfryst, er aldrei jafn frjósamt og ferskt eða náttúrlegt sæði, þann- ig að sá sem notar slikt sæði í hryssur þarf að vanda verulega til vinnubragða við tímasetningu á egglosi hryssunnar og sæðingu. Sem þumalfingurregla gildir að ef náttúrlegt sæði (þ.e.a.s. venjuleg pörun) gefur fyljunarprósentuna 76% (niðurstöður Isteka á rúmlega 2000 hryssum í u.þ.b. 100 mismun- andi hópum hryssna og graðhesta undanfarin 4 ár), þá gefur sæðing með fersku sæði okkur fyljunar- prósentuna 60-75% (rúmlega 73% hjá Sæðingastöðinni í Gunnarholti vorið 1999) og sæðing með frystu sæði gæti gefið okkur fyljunar- prósentu upp á 40-60%, eftir þvi hversu vel er unnið og sæðisgæðin öflug (erlendar tölur liggja á bilinu 45-55% ). Það er deginum ljósara að nýting- armöguleiki stóðhestanna með sæðistöku og sæðisdjúpfrystingu er miklu meiri en einungis notkun á náttúrulegan máta, þannig að segja rná að möguleikinn á mun strangara úrvali feðranna sé raunhæfur kostur ef ræktunarstefnan vill taka þá ákvörðun. Kostirnir við sæðistöku úr stóð- hestum og sæðingar á hryssum eru ótvíræðir: Hestarnir: 1. Fjölgunarmöguleiki bestu hest- anna er miklu meiri en tíðkaður hefur verið. 2. Hraðari erfðaframfarir (rækt- un!). Framhald á bls. 45 Hesta- menn ársins! r Inóvember sl. héldu hestamenn sína árlegu uppskeruhátíð og nú í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Hátíðin var um leið 50 ára afmælisfagnaður Landssam- bands hestamannafélaga. Út- nefndur var knapi ársins og rækt- unarmaður ársins. Á efri myndinni má sjá Eirík Jónsson afhenda Sig- urbirni Bárðarsyni viðurkenningu fyrir að hafa verið útnefndur knapi ársins en það er starfsmaður Bændasamtakanna, Hallveig Fróðadóttir, sem bíður tilbúin með blómvöndinn. í pontu stendur Valdimar Kristinsson, hestablaða- maður Morgunblaðsins. Hér til hliðar má sjá hjónin Kristbjörgu Eyvindsdóttur og Gunnar Arnars- son sem saman deila titlinum ræktunarmaður ársins. Þess skal getið að það er Fagráð í hrossa- rækt sem velur ræktunarmanninn en hestafréttamenn völdu knap- ann. 32 - FREYR 13-14/99

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.