Freyr - 01.12.1999, Page 46
Skýrsluhaldið
í hrossarækt 1999
Þátttaka og umfang
Skýrsluhald í hrossarækt er í sí-
felldri endurskoðun með það að
leiðarljósi að safna upplýsingum á
traustum grunni, hrossaræktendum
til hagsbóta. Sífellt bætast fleiri
áhugasamir ræktendur við í hópinn
sem vilja nýta sér þessa þjónustu og
halda utan um upplýsingar um
hrossastóð sitt og er það vel. Mikil
vinna hefur farið í að safna örugg-
um heimildum um einstök hross og
ættboga þeirra, bæði af hálfu
hrossaræktenda sjálfra, starfs-
manna búnaðarsambanda og hjá
hrossaræktardeild Bændasamtak-
anna.
Nú við árþúsundamót eru
118.837 hross skráð í FENG sem
er hinn miðlægi gagnagrunnur í
hrossarækt eins og við kjósum að
nefna hann. Fjöldi hrossarækt-
enda, sem taka þátt í skýrsluhald-
inu, eru 1889 en síðan standa mun
fleiri einstaklingar þar á bak við
eða alls 4292 manns. Árlega fá all-
ir þessir hrossaræktendur sendar
útskriftir yfir hrossaeign sína. Á
árinu 1998 voru samtals 10.279
fangfærslur skráðar, 4042 folöld
bættust við, 491 hryssa var skráð
geld frá stóðhesti og 79 höfðu
misst fang. Þess ber þó að geta að
mismunandi er staðið að skráning-
um á fangi ef ekkert kemur undan.
Árið 1998 var skilað inn stóðhesta-
skýrslum fyrir rúmlega 200 stóð-
hesta.
Veruleg aukning hefur orðið á því
að menn auðkenni hross sín með
örmerkjum og má geta þess að nú
þegar hafa verið skráð 5080 ör-
merki í gagnabankann. Til saman-
burðar eru frostmerkt hross 15.201
frá upphafi skráningar. Á árinu
bættust við gagnasafnið 1154 kyn-
bótadómar sem var óvenju lítið
enda ár fyrir Landsmót. Árið 1998
eftir
Ágúst
Sigurðsson,
Guðlaugu
Hreinsdóttur
og
Hallveigu
Fróðadóttur,
Bænda-
samtökum
íslands
voru flutt úr landi 1996 hross en ár-
ið 1999 urðu þau alls 1955. Þá eru
upplýsingar um blóðpróf úr ís-
lenska hestinum einnig geymdar
hjá BÍ.
Gæðaskýrsluhald
Árið 1999 fæddust fyrstu folöld-
in inn í hið svonefnda gæðavottaða
skýrsluhald sem þýðir að þetta er
fyrsti árgangurinn sem á mögu-
leika á að hljóta slíka vottun á ætt-
ernisupplýsingar. Skýrsluhald með
gæðavottun eða gæðaskýrsluhald
er í sjálfu sér ekki flókið fyrirbæri
en það felst í því að þrenns konar
skýrslur eru fylltar út og sendar
inn til skráningar hjá hrossaræktar-
deild Bændasamtakanna í ákveð-
inni röð og fyrir ákveðinn tíma.
Rétt er að taka fram að þessi vott-
un hefur ekkert með það að gera
hvort um góð eða léleg hross er að
ræða heldur einvörðungu hvort
ætternisupplýsingar þær, sem
hrossinu fylgja, séu mjög ábyggi-
legar eða ekki.
Þrepin þrjú
Stóðhestaskýrsla
(sendist inn til BÍJýrir 31.12. árið
sem hryssan fékk).
Fyrsta stigið af þremur í gæða-
vottuninni er skýrsla sem umsjón-
armanni stóðhests er falið að fylla
út en þar koma fram allar þær
hryssur sem hjá hestinum voru það
tímabil sem um ræðir og upplýsing-
ar um ef hryssurnar voru sónaðar
og niðurstaða þeirrar skoðunar.
Hryssueigandi getur einnig farið þá
leið í framtíðinni að vera sjálfur
með hefti með sk. fangvottorðum,
sem hann fyllir út fyrir hverja
hryssu sem hann leiðir undir hest,
og fá þessi vottorð undirrituð af
umsjónarmönnum viðkomandi
stóðhesta. Heffi með fangvottorð-
um voru hönnuð í sumar og er hægt
að nálgast þau hjá Búnaðarsam-
böndum eða BÍ.
Fang- og folaldaskýrsla
(sendist inn til BIfyrir 31.12. árið
sem folaldið fœðist)
Þessa skýrslu kannast auðvitað
allir við sem hafa tekið þátt í
skýrsluhaldinu, en hér er um að
ræða þá hálfutfylltu skýrslu, sem
berst á haustin, þar sem listaðar eru
allar hryssur búsins. Hér þarf að
fylla inn hvort hryssa hefur kastað,
hvors kyns folaldið er, undan hvaða
hesti og einstaklingsnúmer þess.
Þegar þessi skýrsla hefur síðan bor-
ist til BÍ eru upplýsingar um föður
folaldsins samlesnar við stóðhesta-
skýrsluna (fangvottorðið) og ef það
stenst þá er öðru stigi í gæðavottun-
inni náð.
Skýrsla um einstaklingsmerkingu
(sendist inn til Blfyrir 1.3. árið
eftir að folaldið fœðist).
Lokastigið er síðan einstaklings-
merking folaldsins (frostmerking
46 - FREYR 13-14/99