Freyr - 01.03.2001, Qupperneq 12
RÁÐUNAUTAFUNDUR 2001
Um siðfræði
búfj árframleiðslu
Siðfræði er sá hluti heim-
spekinnar sem fæst við
spurningar um mannlega
hegðun og hvernig við
veljum milli réttra og rangra at-
hafna. Gangstætt því sem margir, er
ekki hafa kynnt sér siðfræði, halda
er hér ekki endilega um að ræða
botnlausar vangaveltur um ýmiss
konar huglæg málefni og því síður
er siðfræðin órökrétt kenningablað-
ur. Hornsteinn flestra siðfræði-
kenninga er rökfræðin; samhengið
milli forsenda og ályktana og listin
að vera sjálfum sér samkvæmur.
Þótt flestar siðfræðikenningar miði
að því að skilgreina hvað sé rétt og
rangt, geta þær verið nokkuð á
skjön við það sem almenningur á
hverjum tíma telur „göfugt“. Til að
mynda eru til siðfræðingar sem
hafa komist að þeirri niðurstöðu að
ekkert athugavert sé við að kryfja
lifandi dýr eða drepa gamalt og
veikt fólk, svo að dæmi séu tekin
(Rachels 1993).
Rithöfundurinn Femando Sava-
ter (1994) lýsti eitt sinn siðfræðinni
á eftirfarandi hátt:
Siðfrœðin fjallar ekki um
hvernig maður aflar sér fœðu,
verndar sig mót kulda eða
hvernig maður kemitr sér yfir
fljót án þess að drukkna, allt
saman eitthvað sem áreiðanlega
er mjög mikilvœgt þegar maður
þatf að komast af undir vissum
kringumstœðum. En það sem
siðfræðin hefur áhuga á, og það
sem er hennar sérgrein, er
Itvernig maður eignast gott líf
sem manneskja meðal annarra
manneskja.
Þannig hefur sérhver siðfræði-
kenning ákveðna grunnsetningu
sem skilgreinir æskilega hegðun
okkar, eða er forsenda æskilegrar
Torfi
Jóhannessort,
Landbúnaðar-
háskólanum
á Hvanneyri
hegðunar. Ég hef valið að taka tvær
þess háttar grunnsetningar til skoð-
unar, og velta því upp hvor þeirra
henti betur til að lýsa því sem kalla
má siðfrœði búfjárframleiðsht á Is-
landi. Þessar tvær kenningar eru
egóismi og nytjasiðfræði.
Egóismi
Samkvæmt egóismanum ber
okkur einungis að taka tillit til ann-
arra, sjálfs okkar vegna (Rachels
1993). „Ég klóra þér og þú klórar
mér“. Þannig er eðlilegt fyrir bónd-
ann að sinna umhverfisvernd svo
lengi sem hann græðir sjálfur á því,
og eins ber honum að taka tillit til
velferðar dýranna ef hann græðir á
því, en að öðrum kosti ekki.
Það er margt í nútímasamfélagi
okkar - ekki síst í því hvernig við
umgöngumst dýr - sem fær mann
til að trúa á þessa kenningu. Þannig
er fólk yfirleitt mjög upptekið af
velferð gæludýra, enda er vellíðan
þeirra forsenda þess að við njótum
þess að vera með þeim. Á sama
tíma eru önnur dýr - svokölluð
meindýr - réttdræp hvar sem til
þeirra næst og í raun með hvaða að-
ferðum sem gefast, þar sem þau
valda okkttr ama. Þetta þykir eðli-
legt, jafnvel þótt í sumum tilfellum
sé um sömu dýrategundir að ræða
(t.d. mýs).
Vandamálið við að viðurkenna
egóismann sem heppilega samfé-
lagssiðfræði er að á honum eru
ákveðnir gallar. I fyrsta lagi felst í
því mótsögn að vera fylgismaður
egóismans. Sem slíkur telur maður
sína eigin hagsmuni æðri öllum öðr-
um. En á sama tíma vill maður að
nágranni manns sé líka egóisti. Það
þýðir að maður óskar þess að hann
sniðgangi okkar óskir...sem er jú ná-
kvæmlega það sem maður vill ekki!
En kenningin leiðir okkur einnig
fljótt í hagnýt vandamál. Hvemig
eigum við að meðhöndla gamalt
fólk, fatlaða og veika, sem óneitan-
lega getur verið byrði á okkur sjálf-
um og samfélaginu sem heild? Egó-
isminn segir okkur að hagsmunir
þessara hópa komi okkur ekki við.
Egóisminn hefur fleiri galla, sem
gera það að verkum að fæstir hefðu
í alvöru áhuga á búa í samfélagi
sem byggðist á kenningunni. Okk-
ur finnst flestum að það sé eðlilegt
að allir þegnar samfélagsins hafi
lágmarks réttindi og að tekið sé til-
lit til þessara réttinda. Það er hér
sem nytjasiðfræðin kemur til sög-
unnar.
Nytjasiðfræði
Nytjasiðfræðin er ein áhrifa-
mesta siðfræðikenning seinni tíma,
en hornsteinninn að henni var lagð-
ur í Bretlandi á seinni hluta 18. ald-
ar og fyrri hluta þeirrar 19. (sjá t.d.
Bentham 1970 og Mill 1957). Sam-
kvæmt henni skal sá sem á val milli
tveggja eða fleiri athafna, velja þá
athöfn sem hámarkar samanlögð
„nyt“ allra þeirra sem athöfnin
snertir. Þannig gilda hagsmunir
allra hlutaðeigandi jafnt, óháð því
hvort þeir standa okkur nær eða
fjær. En hver eru þessi ”nyt”? Mis-
munandi útgáfur nytjasiðfræðinnar
skilgreina þau á mismunandi hátt,
en í grófum dráttum má segja að
„nyt“ sé það sama og „hamingja“
eða ”góð líðan”.
12 - pR€VR 2/2001