Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 33

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 33
Mjólkurskólinn á Hvanneyri og Hvítárvöllum - hundrað ára minning, síðari hluti 2. Stofnað til mjólkurskóla Það var árið 1899. Forystumenn Búnaðarfélags íslands, sem stofnað hafði verið á aðalfundi Búnaðarfé- lags Suðuramtsins hinn 5. júlí þetta ár, notuðu haustið til þess að móta starf hins nýja félags. Réðu meðal annars Sigurð Sigurðsson til ráðu- nautsstarfa. Allnokkur spenningur var á Hvanneyri fyrir hugmyndinni um stofnun mjólkurskóla þar. Fyrir lá loforð landsstjómarinnar staðfest af konungi um fjármagn til þess að hefja kennslu í mjólkurmeðferð. Æ fleiri hugleiddu og ræddu stofnun mjólkurbúa til smjörvinnslu. „...dóttir dönsku smjörgjörðarinnar... “ Skilyrði Alþingis um kunnáttu- mann frá Danmörku var vel að skapi Búnaðarfélagsmanna því „...ekkert getur betur opnað mark- aðinn ú Englandi en það, að smjör- gjörðin islenzka sje dóttir dönsku smjörgjörðarinnar, “ skrifaði sr. Þórhallur Bjarnarson stjórnar- nefndarmaður Búnaðarfélags ís- lands. Hinn 10. febrúar árið 1900 ritaði svo formaður Búnaðarfélagsins, Halldór Kr. Friðriksson, bréf til dönsku systursamtakanna (Det kgl. danske Landhusholdnings Sel- skab). Erindi hans var að biðja þau að útvega „...en dertil egnet Mand, der maatte vœre villig til at give Under- visning i Mœlkeribrug heri Landet, idetmindste i 2 Aar... Endvidere... at hjælpe os med at anskajfe en Tegn- ing tii et Hus, der maatte afgive passende Lokale, til at der kunde gives Undervisning i Behandling af Mœlk af30-40 Köer... “. Bjarni Guðmundsson, Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri Búnaðarfélagið danska vék er- indinu til Bemhards Böggild, sem þá var mjólkurfræðiráðunautur fé- lagsins. Böggild átti síðar eftir að verða dyggur bakhjarl ntjólkur- fræðikennslunnar á íslandi, eins og nánar verður vikið að. Böggild var ekki með öllu ókunnur íslenskum aðstæðum; hafði rætt þær við Sigurð Sigurðs- son og fleiri, svo sem skólastjóra og kennara við Búnaðarskólann í Ladelund. I svari sínu taldi Böggild að á Islandi væri ekki aðeins þörf á hagnýtri kennslu í smjörgerð held- ur líka meðferð mjólkur almennt, fóðmn kúnna en frekast þó fræðslu um hreinlæti í fjósum og við mjólk- urvinnsluna. Því þyrfti vel verk- kunnandi mjólkurfræðing til starf- ans. Böggild ráðunautur mælti ein- dregið með Hans Grönfeldt Jepsen, Þegar Grönfeldt kom að Hvanneyri sumarið 1900 ríkti mikil óvissa um hvorf og þá hvernig koma ætti mjólkurmeðferðarkennslunni fyrir þar á skótastaðnum (tiigátumynd). f R€VR 2/2001 - 33

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.