Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.2001, Side 34

Freyr - 01.03.2001, Side 34
Fljótlega var hafist handa við byggingu húss á Hvanneyri fyrir Mjólkurskólann. Það stóð tilbúið fyrir jólin 1901. A tilgátumyndinni má sjá gafl þess til vinstri á myndinni. Aðeins tæpum tveimur árum síðar brann það til ösku eftir að kviknað hafði í húsi Búnaðarskólans sem stóð skammt undan. sem eftir starfanum hafði leitað. Böggild hafði verið prófdómari er Grönfeldt lauk framhaldsnám- skeiði í Ladelund sem mjólkur- fræðingur í marslok 1900, þá 27 ára gamall. Þá sendi Böggild uppdrátt að húsi fyrir mjólkurskólann og gaf rækileg ráð um það hvernig skipu- lag byggingarinnar og fyrirkomu- lag skyldi vera. Lagði hann áherslu á ríkulegan aðgang að neysluvatni, gott frárennsli, góða loftræstingu og stóra glugga til vestur og aust- urs; smjörklefinn skyldi hins vegar aðeins hafa glugga til norðurs. Ráðinn starfsmaður - „danskur vinnupiltur" Og Hans Grönfeldt Jepsen var ráðinn til starfa. Hann var "... en velvoxen Vestjyde med et net Ydre og meget afholdt paa Ladelund Landboskole...”, skrifaði Böggild. Auk þess að hafa lokið mjólkur- fræðinámi hafði hann ungur verið fjósamaður á mörgum bæjum og unnið sem mjólkurfræðingur í 5-6 ár. Herskyldu hafði hann lokið í sjó- hemum. Skyldi Grönfeldt nota tím- ann fram að Islandssiglingu til þess að undirbúa sig sem best til starfans. Hinn 22. júní árið 1900 steig Grönfeldt um borð í Botníu sem stefndi til Islands. A bryggjunni í Reykjavík hinn 30. júní tóku á móti honum þeir Sigurður Sigurðsson ráðunautur og Halldór Kr. Friðriks- son formaður Búnaðarfélags Is- lands. Fyrsta hlutverk Grönfeldts var að fara austur fyrir fjall til þess að leiðbeina sunnlenskum bændum um meðferð mjólkur. Þar með hafði hinn ungi mjólkurfræðingur fengið fullar hendur viðfangsefna. Fróðlegt er að rýna í starfsskýrslu Grönfeldts þar sem hann m.a. lýsir fyrstu kynnum sínum af íslenskri mjólkurframleiðslu: “...Það sem aðallega stakk í augun, ú þessari ferð og sem seinna liefir komið skýrarar í Ijós annarstaðar er fyrst og fremst hin lélegu Inísakynni, og þá einkum kjallaramir, sem notaðir eru fyrir mjólkurbúr. I slíkum húsum er oft- ast mjög erfitt, ef eigi ómögidegt, að hafa hreint loft eða nœga birtu. Fyrir þá sök verður hreinsun og rœsting, svo í lagi sé, ill möguleg, auk þess, sem bœði hreint loft og góð birta gera það gagn að eyða gerlum og myglusveppum. Annað er það, að bœjarhúsin eru mjög reyksœl, en það er mjög skaðlegt fyrir smjörverkunina, og gengur nœst hreinlœtisvöntuninni. I þriðja lagi hcettir mörgum til, sem nota skilvindu, að skilja rjómann of þykkan (8-9%), en það hefir þau álirif, að mjólkin skilst lakar, og úr þessum þykka rjóma fœst þannig lagað smjör, sem eftir strokkunina líkist meirfeiti en smjöri... ” Ekki voru allir á eitt sáttir um ráðningu hins danska mjólkurfræð- ings. I blaðinu Plógur var sagt frá stofnun Mjólkurskólans. Þar sagði m.a.: „...En hver verður þar kennari? - Danskur vinnupiltur frá Jótlandi 27. ára að aldri. Hefur verið á mjólkurbúi í eina 5 mánuði. Það er öll hans mentun í þessu ... Alþing liefir kveðið þann dóm upp yfir sinni eigin þjóð, að enginn meðal hennar geti neitt á við Danskinn. Það var alþing vort, sem vildi ekki leggjafé til mjólkurkenslu nema að Danskurinn sœi um liana ... Það er meira en smá lítilþœgni af ísl.jendingumj að þiggja þessa sendingu frá Dönum... “ Ritstjóri Plógs og ábyrgðarmaður var Sigurður Þórólfsson sem sjálfur hafði nokkra menntun á sviði mjólkurmála; kenndi m.a. hina svo- nefndu Hegelunds-mjaltaaðferð. Skrifunum svaraði stjórnarmaður Búnaðarfélags Islands, og er ekki vitað um fleiri óánægjuraddir vegna ráðningar Grönfeldts. Undirbúrtingur á Hvanneyri - Grönfeldt kemur til starfa Mjólkurskólanum var valinn staður á Hvanneyri, eins og Sigurð- ur Sigurðsson hafði lagt til. Að ýmsu leyti var staðurinn vel fallinn til þess að taka við skólanum: Þar var þegar stórt kúabú, nýbyggt fjós (1895), mjólk meiri en á flestum öðrum bæjum og vísir að nútíma mjólkurvinnslu. Nokkuð þóf varð hins vegar um það, hvernig að framkvæmdum skyldi. staðið. Komu þar við sögu stjórn Búnaðar- félags Islands, sem ráðstafa átti tjárveitingu Alþingis til mjólkur- 34 - FR€YR 2/2001

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.