Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2002, Qupperneq 36

Freyr - 01.05.2002, Qupperneq 36
3. tafla. Helstu niðurstöður úr fóðurtilraun á Stóra-Ármóti veturinn 2000-2001. + ORKA - ORKA Mism + PROT. - PROT. Mism. BYGG MAÍS Mism Prótein %, kvöld 3,14 3,06 0,08 3,18 3,04 0,13 ** 3,11 3,16 -0,05 Prótein %, morgun 3,04 3,01 0,03 3,10 2,97 0,13 ** 3,04 3,05 -0,01 Prótein %, 24 klst 3,08 3,03 0,05 3,13 3,00 0,13 ** 3,07 3,09 -0,02 Prótein g, 24 klst 590 557 33 * 601 556 44 ** 583 596 -13 Fita %, kvöld 4,38 4,20 0,18 4,36 4,29 0,08 4,47 4,30 0,16 Fita %, morgun 3,47 3,50 -0,03 3,34 3,62 -0,27 ** 3,53 3,41 0,12 Fita %, 24 klst 3,86 3,79 0,07 3,77 3,90 -0,14 * 3,92 3,79 0,12 Fita g, 24 klst 738 700 37 ** 722 729 -7 744 731 13 Nyt kg, 24 klst 19,18 18,50 0,68 * 19,24 18,67 0,57 * 19,06 19,30 -0,25 OLM kg, 24 klst 18,34 17,51 0,83 ** 18,23 17,90 0,33 18,33 18,36 -0,03 Prótein-fituhlutfall 0,804 0,807 -0,002 0,837 0,773 0,064 ** 0,788 0,821 -0,033 * Urea mM/l, kvöld 3,96 3,91 0,05 4,71 3,18 1,53 ** 4,41 3,51 0,90 * Urea mM/l, morqun 2,23 2,59 -0,37 3,09 1,60 1,49 ** 2,73 1,72 1,01** OLM: orkuleiörétt mjólk **P<0,01 * P<0,05 Bæði prótein- og orkustyrkur í fóðri höfðu marktæk áhrif á nyt- hæð. Skýr áhrif af próteinstyrk í fóðri komu fram á próteinhlut- falli í mjólk. Orkustyrkur í fóðri hafði minni áhrif, og ekki töl- fræðilega marktæk, á próteinhlutfall í mjólk. Bæði prótein og orkustyrkur í fóðri höfðu áhrif á heildarframleiðslu mjólkurpróteins á sólarhring, orkustyrkurinn aðallega vegna aukinnar nytar. Próteinstyrkur i fóðri hafði áhrif til lækkunar á fituhlutfalli í mjólk í morgun- málið og þar af leiðandi lækkað fituhlutfall í heild á sólarhring sem gerði það að verkum að heildarfituframleiðsla á sólar- hring jókst ekki þrátt fyrir hærri nyt. Orkustyrkur í fóðri hafði lítil áhrif á fituhlutfall í mjólk en vegna aukningar í nyt jókst fítu- framleiðsla á sólarhring og myndun á orkuleiðréttri mjólk. Vegna áhrifa próteinstyrks í fóðri til hækkunar á próteinhlutfalli og lækkunar á fituhlutfalli í mjólk varð prótein-fitu hlutfall mun hærra (0,84 á móti 0,77). Orku- styrkur í fóðri hafði hins vegar engin áhrif á prótein-fitu hlutfall í mjólk. Próteinstyrkur í fóðri hafði áhrif á styrk þvagefnis í mjólk en orkustyrkur ekki. Samanburður á maís og byggi sýnir tölffæðilega marktækan mun á prótein-fitu hlutfalli maísnum i vil (0,82 á móti 0,79). Þetta stafar af því að maísfóðrun- in leiðir til hærra próteinhlutfalls og lægra fituhlutfalls í mjólk, þó að ekki séu þessi áhrif tölfræðile- ga marktæk hvor um sig. Sömu- leiðis er minna þvagefni í mjólk við fóðrun á maís, sem bendir til betri próteinnýtingar. Það hefur verið algeng skoðun að orkustyrkur sé mikilvægari en próteinstyrkur í fóðri fyrir mjólk- urkýr. Þess ber hins vegar að geta að í mörgum tilraunum er aukinn orkustyrkur til kominn vegna hærra kjamfóður-gróffóður hlut- falls og ekki hægt að aðskilja þessa þætti. Það hefur áhrif bæði á gerjunamiynstur í vömb og glú- kósabúskap kýrinnar (sjá yfirlits- grein Bragi Líndal Ólafsson o.fl. 2000) og gefúr þess vegna ekki rétta mynd. I þessari tilraun var orkustyrkur í fóðrinu ekki háður kjamfóður-gróffóðurhlutfallinu þar sem því var haldið föstu. Munur í orkustyrk, sem var til kominn vegna sláttutímaáhrifa á meltanleika og orkugildi heyja, nægði ekki til að hafa marktæk áhrif á próteinhlutfall í mjólk. Þessi munur var um 10% eða jafngildi 1,5 mjólkurfóðureininga við 25 kg OLM. Munur í prótein- styrk í fóðri, um 15%, sem hafði afgerandi áhrif á próteinhlutfall í mjólk, var kominn til að hluta vegna þurrkstigs heyja og að hluta vegna meiri próteinstyrks í kjamfóðri sem náð var með fiski- mjöli. Þessi munur var reiknaður í grömmum af AAT. Þessir út- reikningar taka ekki tillit til hag- stæðara amínósýruhlutfalls í upp- soguðu AAT þar sem fiskimjöl er gefið. Það er því ekki hægt að segja til um það hvort þama er að einhverju leyti um sérstök áhrif fiskimjöls að ræða. Hitt er vist að útslagið á próteinhlutfalli í mjólk, 0,13 prósentustig, vegna áhrifa próteinstyrks í fóðri er af svipaðri stærðargráðu og sú lækkun á pró- teinhlutfalli í innveginni mjólk sem rætt er um að hafi átt sér stað á undanfömum ámm. Eins og verðlagningu á mjólk er hátt- að í dag skiptir próteinhlutfall í mjólk afar miklu máli fyrir verg- ar tekjur bóndans. Mjög mikilvægar niðurstöður þessarar tilraunar em áhrif pró- teinstyrks í fóðri á prótein-fitu- hlutfallið í mjólk, sem er mikil- vægur mælikvarði á nýtingu og verðmæti mjólkur til vinnslu. Niðurstöður þessarar tilraunar | 36 - Freyr 4/2002

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.