Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2002, Síða 40

Freyr - 01.05.2002, Síða 40
Tafla 1. Ýmis áhrif mismunandi fóðrunar á átog afurðir fyrstakálfs kvígna og eldri kúa. A B C Meðaltal Át Rýgresi, kg þe. 2,6 2,8 2,3 2,6 Rúlluhey, kg þe. 4,8 4,8 4,0 4,5 Þurrhey, kg þe. 2,1 2,1 2,8 2,0 Kjarnfóður kg þe. 6,3 6,3 7,0 6,5 Alls át, kg þe. 15,7 15,9 15,0 15,6 Alls át, FEm/kg þe. 14,7 14,9 14,4 14,7 Orkujafnvægi FEm/dag 1,3 1,4 1,0 1,2 Afurðir Mjólk, kg/dag 22,1 22,2 22,1 22,1 Fita, % 3,49 3,50 3,43 3,47 Prótein, % 3,16 3,17 3,14 3,16 Úrefni mmól/l 4,41 4,42 4,26 4,40 eldri kýr á fyrri hluta mjalta- skeiðs. I upphafi tilraunar voru að meðaltali liðnir 29 dagar frá burði hjá kvígunum en 60 dagar hjá kúnum. Þrjár fóðrunaraðferð- ir voru prófaðar: A: Gróffóður gefið aðskilið og ósaxað, hver tegund einu sinni á dag. B: Gróffóðrið saxað og tegundun- um blandað saman, gefíð tvis- var á dag. C: Gróffóðrið saxað, tegundunum blandað saman og kjamfóðr- inu blandað þar saman við, gefið tvisvar á dag. Dagsskammti kjamfóðurs var skipt upp og hann gefinn fjórum sinnum á dag í A og B-liðum. Þegar um var að ræða hányta kýr í C-lið var þeim gefið kjamfóður til viðbótar því sem var í heil- fóðrinu og því skipt upp á fjórar gjafir yfir daginn. Allar kýr próf- uðu alla fóðmnarmáta og var horft til átgetu, nytar, þunga og efnasamsetningar mjólkur. Hráefnið og meðhöndlun þess Gróffóðurgerðimar vom þurr- hey, rúlluhey og sumar- og vetr- arrýgresi, verkað í ferböggum. Um 70% vallarfoxgrass var í heyinu og þurrefnisinnihald þess þurra var 89% en rúllnanna 35%. Fóðurgildi þurrheysins var 0,76 FEm/kg þe. og rúlluheysins 0,80 FEm/kg þe. Þurrefhi rýgresisins reyndist vera 21% og fóðurgildi þess 0,88 FEm/kg þe. Með gróf- fóðrinu var gefin kjamfóður- blandan K20 (alhliða blanda) frá Fóðurblöndunni hf. með 90% þurrefnisinnihald og 1,12 FEm/kg þe. Við heilfóðran er talið æskilegt að um 80% gróffóðursins fái blað- og strálengd á bilinu 3-7 cm. Lengdin er háð því hversu lengi söxunin í fóðurvagninum er látin ganga og heilfóðurvagninn Dual mix frá Lydersens Maskin- fabrik A/S gekk í 20 mínútur til söxunar og blöndunar á tilrauna- gróffóðrinu. Þannig náðist fín- leikinn að jafnaði niður í 5 cm. I lið C, þar sem kjamfóðrinu var bætt út í gróffóðrið, var það gert að loknum þessum 20 mínútum og vagninn látinn ganga þrjár mínútur til viðbótar að því loknu. Blandað var fyrir tvo daga í einu í tilrauninni. Gripir í lið A fengu þurrhey að morgni, rýgresi í hádeginu og rúlluhey að kvöldi. Gripir í lið B og C fengu saxaða og blandaða fóðrið kvölds og morgna. Magn, sem hver gripur fékk, miðaðist við 10-15% leifar en hlutfall fóður- gerða við blöndun var metin út frá þurrefnisprósentu fóðurgerðanna. Gróffóðrið hélst nokkuð jafnt á tilraunatímabilinu en helst var meltanleiki rýgresisins breytileg- ur. Þá kom það fyrir að rýgresið væri moldarmengað. Niðurstöður Hjá mjólkurkúnum var hlutfall hinna ýmsu fóðurgerða í heildar- skammtinum var svipað í A og B en hlutfall kjamfóðurs reyndist hærra á kostnað hinna fóðurgerð- anna í C. Fyrir vikið mældist marktækur munur á kjamfóður- magni þar sem mjólkandi gripir í C fengu meira kjamfóður og inn- byrtu jafnframt örlítið meiri orku í samanburði við A og B. í töflu 1 má sjá hin ýmsu áhrif fóðranarað- ferðanna á át og afúrðir hins ýmsu atriði hjá fyrsta kálfs kvíg- unum og eldri kúnum. At og nyt haldast í hendur þar sem kýmar éta eðlilega meira en fyrsta kálfs kvígumar og mjólka einnig meira. Ekki var munur á heildaráti milli fóðranaraðferða en gripimir vora að éta frá 15,0-15,9 kg af þe. á dag. Það er gott, miðað við það hversu snemma þeir era á mjalta- skeiðinu. Átið var yfir þörfúnum fyrir orku og próteini og gott bet- ur. Fyrstakálfs kvígumar og eldri kýmar bættu við þyngd sína á til- raunatímabilinu, óháð hvaða fóðran var viðhöfð. Miðað við hversu snemma fyrsta kálfs kvíg- umar era á mjaltaskeiðinu hefði mátt búast við því að þær mjólk- uðu af sér. Sú varð ekki raunin en innbyrt fóður var líka mikið og vel yfir þörfúm, bæði hjá kvígunum og kúnum. Ekki var heldur munur á nyt og efnainni- haldi mjólkur milli fóðranarað- ferðanna. j 40 - Freyr 4/2002

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.