Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2002, Síða 45

Freyr - 01.05.2002, Síða 45
Búskaparhættlr kúabanda í Interbull löndunum r IUppsölum í Svíþjóð starfar stofnunin Interbull (Inter- national Bull Evaluation Ser- vice), sem hefur það verk með höndum að gera kynbótamat á nautgripum í 24 löndum, sem eru leiðandi á sviði mjólkur- framleiðslu í heiminum. Hefur þetta fjölþjóða kynbótamat verið framkvæmt síðan 1994. Vitað er að búskaparhættir eru býsna frábrugðnir milli og inn- an þessara landa, en þessi mun- ur getur orsakað víxlverkunar- áhrif milli arfgerða og um- hverfís. Þeim má lýsa þannig að ef til eru arfgerðir A og B og umhverfi C og D, arfgerð A reynist vel (afurðamikið) í um- hverfi C en illa í D, B reynist vel í D en illa í umhverfi C, þá er sagt að víxlhrif séu milli arf- gerðar og umhverfis. Mikill munur innan landanna Fyrir nokkru birtist grein í vís- indatímaritinu Joumal of Dairy Science þar sem greint er frá niðurstöðum rannsókna á víxl- verkunum (e. interaction) milli arfgerðar nautgripa og umhverf- isþátta í 17 af aðildarlöndum Interbull. I inngangi greinarinnar er greint frá því að í áðumefndu kynbótamati Interbull er gert ráð fyrir að þessi víxlhrif séu ekki fyrir hendi innan landa, heldur aðeins á milli þeirra. Höfundar benda þó á það að gríðarlega mikill munur sé á hirðingu og fóðrun gripa innan stærstu mjólk- urframleiðslulandanna, t.d. Bandarikjanna. Vart sé hægt að bera saman 40 kúa hjörð í Ver- mont, sem er á beit talsverðan hluta ársins, og 5000 kúa hjörð í Arizona, sem er á “húsi” árið um kring. A móti má svo segja að ekki sé mikill munur á aðstæðum í Hollandi og Belgíu. Því má segja að ekki sé alls kostar rétt að flokka hjarðir eftir löndum ein- göngu, þegar reiknað er fjölþjóða kynbótamat. Efniviður og aðferðir I rannsókninni voru notuð gögn ffá 17 löndum sem em í Evrópu, N-Ameríku, Asíu, Eyjaálfu og Afríku. Efniviður hennar var rúmlega 130 milljónir eins dags mælingar (test day records) á 16,4 milljónum 1. kálfs Holstein Friesian (HF) gripa sem voru á tæplega 234 þúsund búum, á tímabilinu 1. janúar 1990 til 31. desember 1997. Þrettán stærðir voru reiknaðar til að gefa mynd af mismun milli búa varðandi fóðrun og hirðingu, umhverfi og arfgerð. Hœsta dagsnyt, reiknuð sem meðaltal hæstu dagsnytar allra gripa á búinu. Mikill breytileiki var á þessari stærð, sem sýnir vel mismun í fóðrun og hirðingu milli búa. Dagar til hæstu dagsnytar, reiknuð sem fjöldi daga frá burði þar til toppi í dagsnyt er náð. Þessari stærð er ætlað sýna mis- mun á hirðingu og heilsufari kúa í geldstöðu og um burð. Mjólkurþol (e. persistency), hversu vel kýmar halda á sér. Reiknuð sem nyt við u.þ.b. 240 daga frá burði, deilt með nyt við u.þ.b. 60 daga eftir burð. Bústærð, skilgreind sem íjöldi burða 1. kálfs HF kvígna innan búsins. Bústærðin getur gefið óbeina mynd af framleiðsluað- stæðum milli búa, básafjós era t.d. almennt miklu minni en lausagönguljós í þessum löndum. Burðardagur. Burðardagur var skilgreindur sem breyta sem að- greinir framleiðslukerfí sem byggir nær eingöngu á beit, þar sem flestar (allar) kýmar bera á stuttu tímabili (e. seasonal calv- ing), frá framleiðslukerfí þar sem kýmar bera árið um kring. Staðalfrávik nytar. Nokkur munur er á lengd mjaltaskeiðs kúnna í löndunum sem um ræðir. Því var miðað við 270 daga mjaltaskeið á Nýja-Sjálandi, 290 daga í Ástralíu, írlandi og Suður- Freyr 4/2002 - 45 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.