Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 49

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 49
Danir selja mjókurafurðir sínar til fjöimargra landa. Bandaríkjunum um 90 kýr en þar er feikilegur munur á bústærð milli einstakra ríkja innan. Tekjur mjólkurframleiðenda í LÖNDUM ESB A vegum yfirstjómar ESB er árlega unnið yfírlit um stöðu framleiðslunnar í hverju landi sambandsins. Þetta er unnið á gmnni úrtaka úr búreikningum og gerður er samanburður fyrir mismunandi rekstarfyrirkomulag. Það gefur góðan grunn að saman- burði milli landa á tekjumögu- leikum og kostnaðarþáttum. Síðasta yfírlit, fyrir árið 1999, sýnir að dönsku búin er stærst innan ESB, ásamt búum í Bret- landi og Hollandi. Danir em í fjórða sæti með afurðir á grip. Mælt í nyt kúnna em Hollending- ar, Svíar og Finnar þeim fremri. Stærð ræktunarlands á hverja kú í Danmörku er að jafnaði rúmur einn hektari. Þannig metið er framleiðni í Danmörku með því mesta innan sambandsins. A dönskum kúabúum er vinnu- framlag fjölskyldunnar að jafnaði um 1,2 ársverk, en sú stærð er á bilinu 1,5 til 2,0 í flestum hinna landanna. Hins vegar er meira um aðkeypt vinnuafl í ffamleiðsl- unni í Danmörku en í öðmm löndum sambandsins. I öllum löndunum nema Aust- urríki kemur á milli 80-90% af tekjum búanna frá mjólk og nautakjöti. Því er um mjög sér- hæfða framleiðslu að ræða í öll- um löndum sambandsins nema ef til vill í Austurríki. Danskir bændur bera meira úr býtum en aðrir áður en kemur til greiðslu fýrir aðkeypt vinnuafl og fjár- magnsliði. Hærri vaxtagreiðslur, vegna meiri lántöku í rekstri en í öðmm löndum, leiðir til þess að nettó niðurstaða hjá dönskum bændum verður um meðaltal inn- an ESB. Fjárfestingar em mestar í Dan- mörku og nokkuð álíka í Hol- landi og Bretlandi og hefur í þeim samanburði verið tekið tillit til mismunar í bústærð. Það er vísbending um að öðm fremur sé það í þessum löndum, sem endur- nýjun og uppbygging á sér stað, og þau séu því betur í stakk búin til að takast á við framleiðsluna í framtíðinni. Samkeppnisstaða MJÓLKURFRAMLEIÐSLUNNAR í ALÞJÓÐASAMHENGI Til em samtök vísindamanna og ráðunauta frá fjölda landa sem heita Intemational Farm Com- parison Network. A vegum þeirra em unnin yfírlit fyrir 1 -3 módel- bú í hverju landi. Á þeim gmnni er mögulegt að bera saman kostnað við mjólkurframleiðslu í einstökum löndum. Á þann hátt, með hliðsjón af búreikningum, verður mögulegt að meta fram- leiðslu í hverju landi án áhrifa frá öðmm 'oúgreinum. Þama er mögulegt að gera samanburð við lönd utan ESB. Samanburður á þessum gmnni sýnir að dönsk mjólkurfram- leiðsla hefur einhverja mestu framleiðni, sem fínnst, metið sem mjólkurmagn á vinnustund. Á móti er reksturinn fjármagn- skrefjandi sem leiðir til þess að framleiðni, metin sem framleiðsla á einingu lánsQármagns, er slök. Kostnaður við mjólkurfram- leiðslu í mismunandi löndum endurspeglar mjólkurverðið til bænda. Þannig er framleiðslu- kostnaður greinilega hærri í Dan- mörku og öðmm löndum ESB en í Austur-Evrópu. Nýja-Sjálandi og Suður-Ameríku. Samhengi framleiðslukostnaðar og fram- leiðendaverðs milli landa er nokkuð skýrt. (Jón Viðar Jónmundsson endursagði). Freyr 4/2002 - 49 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.