Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2002, Page 4

Freyr - 01.06.2002, Page 4
Ráðunautafundur 2002 Evrópskl sauðflármarkað- urlnn - tækltærl og ðgnlr Yfirlit yfir sauðfé í Evrópu Þegar skoðaður er fjáríjöldi einstakra landa í Evrópu eru Bretland og Spánn efst á blaði með um átján og hálf milljón áa, heldur meira á Bretlandi. Italía fylgir þar á eftir með rúmlega átta milljónir, Frakkland með 7,3 milljónir og Grikkland um mill- jón færra (des. 2000). Þetta er nokkuð í samræmi við neysluna sem er 391 þúsund tonn í Bret- landi, 303 þúsund tonn í Frakk- landi, 240 þúsund tonn á Spáni og 140 þúsund tonn í Grikklandi, skv. upplýsingum frá 1999. A árinu 1997 voru nettótekjur í geit- og sauðfjárrækt um 20% lægri en í öðrum búgreinum. Þetta var breytilegt milli landa en ástandið var verra í löndum Norð- ur-Evrópu. Neysla lambakjöts náði hámarki í Evrópu árið 1995 og fór niður í rúm 200 þúsund tonn árið 1998. Innflutningur til Frakklands hefúr alltaf verið mikill en hefúr verið á undanhaldi síðus- tu árin. Bretland hefúr fúndið fyrir því og sérstaklega dróst saman útflutningur Breta til Frakklands í kjölfar gin- og klaufaveikinnar sem kom upp í ársbyijun 2001. Mikilvægi franska MARKAÐARINS Af löndum ESB er Frakkland með stærsta hlut innflutnings sauðfjár, bæði lifandi og kjöta- fúrða. Um 60% allrar neyslunnar þar eru flutt inn. Þróunin hefúr orðið sú að kjötinnflutningur hef- ur aukist síðustu 10 árin á kostn- að innflutnings lifandi fjár. A þessu tímabili hefúr Holland haldið hlut sínum í útflutningi lif- andi fjár til Frakklands, sem er í Fjölskylduuppbygging breytist Oheföbundnar/óformlegar máltíðir aukast Fleiri útivinnandi konur Aukin tækni ---Verðgildi peninganna Oftar borðað úti Minna eldað í skólum Heilsa Dýravelferð Fleiri hallast að/ grænmetisáti ' Meiru eytt í frítíma, minna í mat Verslunin, hvað hefur hún að bjóða? Aukin samkeppni milli verslana Tíska og tískustraumar Mynd 1. Hinir ýmsu þættir sem hafa áhrif á hvað neytandinn kaupir sér í matinn. eftir David Croston, forstöðumann sauðfjársviðs hjá Kjöt- og búfjárræktar- ráðinu MLC, í Bretlandi kringum fjögur hundruð þúsund fjár ár hvert. Breski útflutningur- inn hefúr hins vegar hrunið, eink- um ffá árinu 1997. Árið 1990 var hann 472 þúsund, 1995 411 þús- und en einungis 129 þúsund árið 2000. Á sama tíma hefúr Spánn aukið hlutdeild sína, úr 57 þús- undum fjár árið 1990 upp í 140 þúsundir árið 2000. Raddir frá Evrópusambandinu verða æ há- værari um að takmarka flutning lifandi fjár langar leiðir með dýra- velferðarsjónarmið í huga. Vegna þessa mun verða enn minna um fjárflutninga í ffamtíðinni. VlÐHORF NEYTENDA GAGNVART KJÖTI Margir þættir hafa áhrif á val neytandans, sumir veigameiri en aðrir, en allir eiga þeir þátt í þeirri endanlegu ákvörðun hvað neytandinn kaupir í matinn. Á myndinni má sjá þá þætti sem eiga hlut að máli. Einn af þessum þáttum er hlut- deild kvenna á vinnumarkaði. I Bretlandi eru um 46% kvenna úti á vinnumarkaðnum, eða rúmlega 26 milljónir kvenna. Það hefúr | 4 - Freyr 5/2002

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.