Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.2002, Side 9

Freyr - 01.06.2002, Side 9
kenndar en toppur nýrrar sveiflu hefiir ekki náð toppi þeirrar á undan. Nettótekjur sauðíjár- og nautgripabænda á erfiðari land- búnaðarsvæðunum (aðallega fjalla- og hálendisbyggðunum) hafa farið niður á við allt frá ára- mótunum 1977/1978 og náðu lágmarki um áramótin 2000/2001. Breytingar í breskum LANDBÚNAÐI Landbúnaður í Evrópu stendur ffammi fyrir breytingum og verður að svara þeim þrýstingi sem kem- ur ffá bæði heima- og heimsmark- aði. Evrópusambandið telur hið flókna styrkjakerfi landbúnaðarins hafa haft ákveðin vandamál í fbr með sér. Vemdun landbúnaðar með opinbemm styrkjum hefúr ekki komið á eðlilegri þróun, háðri markaðsaðstæðum, og óhjá- kvæmilegar breytingar hafa í för með sér sársaukafúllar aðgerðir. Þróun síðustu ára er sú að bændum og búum fækkar og þau sem eftir eru stækka. Breyting- amar snerta ekki aðeins bænd- uma sjálfa því að síðastliðin tvö ár hefúr störfúm innan landbún- aðarins fækkað um 40.000 í Bret- landi. Þróunin getur orðið til þess að upp komi tvenns konar bú, annars vegar stór, tæknivædd bú sem keppast við að vera með sem lægstan framleiðslukostnað og mikla afkastagetu. Hins vegar lítil sérstæð bú sem leggja mikla áherslu á gæði og sérstöðu fram- leiðslu sinnar (einmenningsbú, hlutastarfsbú, tómstundabú), jafn- vel í lífrænni ræktun eða með einstakar búfjártegundir. Þegar er farið að kræla á síðamefndu búunum sums staðar á Englandi í efnuðum hémðum til sveita. Margir bændur þar taka sér eitt- hvað allt annað, ótengt landbún- aði, fyrir hendur. Keðjuverkandi áhrif OG MEIRI KOSTNAÐUR Þrýstingur frá neytendum er varðar fæðuöryggi hefúr aukist jafnt og þétt frá árinu 1996 þegar umræða um sjúkdómana varð há- vær í þjóðfélaginu. Fyrir vikið hefúr eftirlit með framleiðslunni aukist til muna, öryggiskröfumar hertar og gæðahandbækur notað- ar. Frá því kúariðan kom upp hefur eftirlitið enn verið hert, auk þess sem nýting á aukaafurðum minnkar. Þannig fást minni tekj- ur fyrir afúrðimar og aukinn kostnaður við eftirlit hefur étið upp þá lækkun sem varð vegna hagræðingar síðustu ára. Þrýstihópar krefjast BREYTINGA Það em einkum fjórir mismun- andi þættir sem hafa mikil áhrif á hvemig afúrðum sauðfjárfram- leiðslunnar reiðir af. Kröfur neyt- enda skipta þar miklu máli og jafnffamt þær neyslubreytingar sem eiga sér stað í tímans rás. Þá hafa styrkjakerfísbreytingar, auk alheimsviðhorfa til framleiðslunn- ar, mikil áhrif og einnig hvemig til tekst með vömþróun og sam- spil þeirra aðila sem að koma. Neytendakröfur Um 98% bresku þjóðarinnar tengist ekki landbúnaðinum en hafa ákveðin viðhorf til vörunnar sem í boði er. Verðið ber þar hæst, auk þess sem neytandinn lætur sig æ meira varða fram- leiðsluaðferðina - horfir til dýravelferðar og afleiðinga fram- leiðslunnar á umhverfið. Því til viðbótar má nefna fæðuöryggi, niðurgreiðslur og annað, s.s. bragð, útlit og hversu langan tíma tekur að matreiða vömna. Stórar keðjur smásöluverslana hafa mikil áhrif á neytendur og ffamleiðendur verða að bjóða upp á fjölbreytta vöm, hvað gæði og verð varðar. Þá er sífellt meira um það að fólk borði úti og rauða kjötið er á undanhaldi miðað við það hvita. Heildarkjötneysla Breta hefúr aukist um 15% síð- ustu 20 árin og fúglakjötið á þar langmesta hlutdeild. A sama tíma hafa áhugamál fólks breyst þar sem margir hugsa meira um heil- su sína, gæði matarins og mat- reiðslumáta. Þróun nautgripa- og kindakjöts hefur orðið sú að nú er meira boðið upp á fínni, dýrari vöðva og svo unnar vömr sem fljótlegt er að matreiða. Efnahagur neytenda Þegar horft er til framtíðar eru ýmis atriði að breytast og eiga eftir að hafa mikil áhrif á fæðu- val. Helst er þar að nefna auknar tekjur heimilanna, einstaklings- heimilin verða fleiri, þjóðin eldri, fleiri konur sækja vinnu utan heimilis, tæknin eykst, líftími matar í umbúðum lengist, auk þess sem vitund neytandans um heilsu, mataræði og framleiðslu- aðferðir verður áfram fyrir hendi. Allt þetta hefur áhrif á hvað neyt- andinn kaupir og matreiðir, við- horf hans til vömnnar og hvort hann borðar heima eða úti. Ferskvöru- og VINNSLUVÖRUMARKAÐUR Með breyttum lífsstíl má ætla að skipta megi kjötvömmarkaðn- um upp í tvennt; annars vegar lít- ið unnar vömr sem krefjast tíma til matreiðslu og hins vegar unnar vörur sem fljótlegt og auðvelt er að matbúa. í fyrmefnda hópnum koma fram miklar kröfur neyt- enda til vömnnar um gæði en val er óháð verði, meiru skiptir við- horf kaupandans til framleiðslu vömnnar. Gæðin byggja meira á sjálfúm úrvinnsluaðila vömnnar sem leitar eftir hráefni á sam- keppnismarkaði. í þessum flokki er lambakjötið. Freyr 5/2002 - 9

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.