Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2002, Síða 11

Freyr - 01.06.2002, Síða 11
byggðunum. Áætlun þessi nær til ársins 2006. Þó geta ekki allir fengið styrki og peningamir em takmarkaðir í pottinum. I fram- tíðinni er líklegt að slíkar leiðir verði áfram fjölbreyttar í kjölfar þess að ESB dregur úr beinum markaðs styrkj um. Umræða innan Alþjóða VIÐSKIPTASTOFNUNARINNAR Markmið Alþjóða viðskipta- stofnunarinnar er að gera heims- viðskipti samkeppnishæfari og aðgengilegri öllum. Þetta gæti þýtt meiri innflutning matvæla til landa Evrópusambandsins en ennfremur aukin tækifæri fyrir útflutning matvæla frá löndun- um. Fyrir vikið verður að horfa á landbúnaðinn í víðara samhen- gi í framtiðinni, ekki aðeins at- vinnuveg sem framleiðir mat. Þessar hugmyndir ýta enn undir það að landbúnaður í hinum strjálli byggðum skipti miklu meira máli fyrir samfélagið en að vera einungis fæða og þráður. Aukin samkeppni - FLEIRI TÆKIFÆRI Þegar horft er til ffamtíðar munu koma inn lönd sem búa við aðrar og ódýrari framleiðsluað- stæður en þær sem þekktar eru í Bretlandi. Á alþjóðlegum mark- aði, þar sem styrkir hafa ekki áhrif, er nauta- op kindakjöt frá löndum eins og Ástralíu og Nýja Sjálandi selt fyrir þriðjung eða helming þess verðs sem fæst innan Evrópusambandsins. Við slíkar framleiðsluaðstæður er þéttleiki dýra mikill i uppeldinu. Fleiri lönd munu hafa áhrif á kjötmarkaðinn, s.s. Tæland í fúglakjötsffamleiðslunni og Bandaríkin og Brasilía í svína- kjötsframleiðslunni, en aukin samkeppni frá slíkum löndum er ógnun fýrir breska bændur. Vemdun breskrar framleiðslu kæmi aðeins í gegnum umhverf- istengda styrki í staðinn fýrir beina framleiðslustyrki eins og verið hefur. Þá má ekki gleymast að eftirspum eftir kjöti getur auk- ist með stækkun markaðarins. Á heimamarkaði felst samkeppnin í því að hafa fjölbreyttar vömteg- undir á boðstólum og á erlendum markaði verður að leggja áherslu á sérvörumarkaðinn, t.d. sérvalið, velskt lambakjöt. Á sama tíma er hröð þróun á kjötmarkaðnum í tengslum við úrbeiningu og hlut- un og viðbót einhverra slíkra stykkja getur orðið æskilegri en önnur. ÞRÓUN f BRESKU KJÖTKEÐJUNNI - VERSLUNIN, VINNSLAN OG UPPBOÐIN Þeim heimilum fjölgar sem kaupa kjöt æ minna hjá sérvöm- verslunum, s.s. hjá slátrara, og hefúr breytingin á því orðið mikil undanfarið. Fyrir 10 ámm keyptu 30% heimila kjötvömr hjá slátrara, nú 12%. Aukningin er mikil í verslanakeðjunum og 75% breskra heimila gera kjöt- kaup sín þar. Fimm stærstu verslanakeðjur Bretlands em með 60% hlutdeild sölunnar miðað við magn. Með því að auka hlut- deild þessara verslana verður að hafa í huga þarfír neytenda sem að mestu ákveða síðan þarfir stórmarkaðanna. Neytendumir em meðvitaðir um rekjanleika vömnnar, velferð, umhverfis- og vemdunarsjónar- mið, auk verðs og gæða. Neyt- andinn vill versla á einfaldan hátt og fá það sem hann vill - strax. Þetta teygir sig áfram eftir allri keðjunni til úrvinnsluaðilanna og bændanna. Þannig hafa orðið til kröfur um vörumerkingu með tölvuskráningu og að framleiðsl- an verði aðlöguð HACCP (GÁMES) gæðastaðli. Það er mjög mikilvægt að bændur komi til móts við þessar þarfir og séu tilbúnir með þá vöm, sem óskað er eftir, og að hún sé til í nægjan- legu magni. Þó svo slátmmm hafi fækkað verða þeir enn til og frekar á jaðarsvæðunum. Tilvera þeirra er reyndar háð búsetu- Fé af velska, hvíta fjallakyninu á góðu haustbeitilandi. Ærnar eru kollóttar og hrútarnir hyrndir (kynbundnar hornaerfðir). Þetta fé er mjög harðgert, smávaxnara en flest önnur bresk fjárkyn og bæði kjöt og ullargæði eru með ágætum. Freyr 5/2002-11 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.