Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2002, Blaðsíða 20

Freyr - 01.06.2002, Blaðsíða 20
Á Geitagili í Örlygshöfn var einnig komið saman með hrúta frá nálægum bæjum. Sterkustu einstaklingamir þar voru hálfbræður undan Dal 97-838, annar í eigu Guðjóns Bjamasonar í Hænuvík og hinn í eigu Emmu Kristjánsdóttur í Effi-Tungu. Einnig má geta G-Dropa Kerans St. Ólasonar í Breiðuvík, gríðar- lega þroskamikill hrútur, jafn- byggður og gallalaus að gerð, en dálítið gulur. ÍSAFJARÐARSÝSLUR Sýningaþátttaka á svæðinu var áþekk og árið áður, samtals 66 hrútar sýndir. Af þeim vom 57 veturgamlir sem vom að jafnaði með léttustu hrútum veturgöml- um í einni sýslu haustið 2001 eða 76,8 kg að meðaltali, sem samt verður að teljast góður meðal- þungi. Af þessum hrútum fengu 48 I. verðlauna viðurkenningu. í Dýrafírði var komið saman með hrúta á Ketilseyri. Var þar efstur hymdu hrútanna Blámi 00- 227 Bergsveins Gíslasonar á Mýmm, undan Dropa 97-257, jafnvaxinn, gallalaus að gerð en aðeins ullargallaður. Annar af hymdu hrútunum var Mímir 00- 065 Ómars Dýra Sigurðssonar á Ketilseyri, undan Bút 98-400 á Kirkjubóli í Valþjófsdal, frekar léttur hrútur, lágvaxinn og stuttur, en samanrekinn og með galla- lausa ull. Af kollóttu hrútunum stóð efstur Sveppur, Guðbergs Kristjáns Gunnarssonar í Miðbæ, undan Legg, með 82 stig, jafn- byggð kind með góðan frampart, ágæt læri og gallalausa ull. Ann- ar af kollóttu hrútunum var Prins 00-143 frá Kirkjubólsbúinu með 81 stig, undan Bolta 97-138. í Önundarfirði var haldin sýn- ing í Ytri-Hjarðardal fyrir Ön- undarfjörð og Súgandaljörð. Vom þar efstu hrútar, bæði koll- óttu og hymdu, frá Guðmundi Steinari Björgmundssyni, Kirkju- bóli í Valþjófsdal. Afhymdu hrútunum stóð efstur Stúfur 00- 400, undan Vegg 97-400, með 83.5 stig. Hann hefði mátt hafa þykkara og breiðara bak, en malir og læri frábærlega vel fyllt og ullin góð. Örlitið reyndist hann snúinn á fæti. Næstir honum í röðun komu Bono 00- 551 Magnúsar Guðmundssonar á Hóli, undan Fróða 98-575, með 82.5 stig, gríðarlega vænn og jafn í alla staði. Þá komu tveir hrútar frá Ytri-Hjarðardal, Hringur 00- 372 og Funi 00-373, báðir undan Val 97-365, afar áþekkir hrútar að gerð, Funi þó eilítið gulur. Næstir í röðun vom svo tveir hrútar frá Stað, Kubbur 00-681 og Karri 00-680, Kubbur undan Bjarti 99-678 og Karri undan Val 97-365, fremur léttir hrútar en gallalausir að allri gerð. Afkoll- óttum hrútum stóð efstur Stubbur 00-401 undan Hækil 99-401, afar lágfættur samanrekinn í alla staði en ullin ekki gallalaus. I Bolungarvík var komið saman með fáeina hrúta og stóð þar efs- tur veturgömlu hrútanna Hringur 00-513 ffá Sigurgeir Jóhannssyni í Minni-Hlíð en hann er hymdur, undan Brodda 98-506. Af öðmm hrútum við ísafjarð- ardjúp má geta Hnokka 00-696, Jóhönnu Kristjánsdóttur í Svans- vik, undan Ask 97-835, fenginn frá Bassastöðum, lágvaxinn og holdþéttur einstaklingur. Strandasýsla Nokkm fleiri hrútar vom sýnd- ir í sýslunni en árið áður eða samtals 236, þar af 227 vetur- gamlir. Nokkuð vantaði á að vænleiki veturgömlu hrútanna væri jafn feikilega mikill og haustið áður en þeir vom samt 81,8 kg að jafnaði og fengu 214 af veturgömlu hrútunum I. verð- launa viðurkenningu. í Ámeshreppi var eins og oft á síðari ámm athyglisverðustu ein- staklingana að sjá á Melum. Jafh- besti hrúturinn stóð vel undir nafni því að það var Toppur 00- 147 hjá Kristjáni, en fæddur hjá Bimi. Faðir hans er Punktur 98- 061. Toppur er sívalvaxinn, jafn- vaxinn hrútur með feikilega öfl- uga vöðvafyllingu einkum í möl- um og lærum og góða ull, Kropp- ur 00-122 hjá Bimi er fenginn frá Bassastöðum, undan Stúfi 97- 854, mikill skrokkur með öfluga vöðvafyllingu í afturparti. Tals- verður hópur af mjög góðum hrútum undan Stúfí vom sýndir þama, tilkomnir eftir notkun hans í sveitinni árið áður, en ekki fer á milli mála að hann er mikil kyn- bótakind gagnvart gerð. Af norð- anfæddum sonum hans voru hvað öflugastir nafnamir, Muggamir, í Litlu-Ávík og Ámesi. Á Finn- bogastöðum vom nokkrir prýðis- góðir hrútar. Þeirra bestur Kubbur 00-141, þéttvaxinn, lág- fættur hrútur með öflug lærahold. Úlfúr 00-143, sonur Óróa 96- 017, er einnig mjög þéttvaxinn og vel gerður hrútur. Kjami 00-507 bar mjög af hrútunum í Hafnardal þetta haustið. Kjami hefúr feikilega miklar útlögur og mikla kjötfyll- ingu í baki og læmm og einstak- lega öflug lærahold. Hann skilaði mjög góðu kjötmati hjá slátur- lömbum í afkvæmarannsókn. Kjami er sonur Dals 97-838 og móðurfaðir hans Sólon 93-977, þannig að hann er miklu meira að I 20 - Freyr 5/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.