Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2002, Page 31

Freyr - 01.06.2002, Page 31
sonur Spóns 98-849, eru báðir mjög lágfættir og ræktarlegir hrútar með feikilega góð læra- hold og voru þeir í 7. og 8. sæti í sýslunni. Þá er ástæða til að nefna Lappa 00-162, sem er miklu minni kind en ffaman- greindir hrútar, en feikilega hold- þéttur og er hreinhvítur og sem slíkur mjög athygliverður en var einnig að skila verulega góðum niðurstöðum i afkvæmarannsókn. Af öðrum hrútum í sveitinni skal nefna Ask í Skarðshlíð, sem er sérlega jafnvaxinn og fríður hrút- ur með mikla kjötsöfnunareigin- leika en faðir hans, Gráni, var frá Ytri-Skógum. Bestu hrútamir í Vestur-Eyja- fjallahreppi vom á Efstu-Grund og minnisstæðastur er Spotti 00- 245 sem var feikilega útlögugóð- ur, með fádæma breitt og þykkt bak og mikil lærahold. Þessi hrútur er frá Ytri-Skógum, undan Hnykli 95-820, en í móðurætt nokkuð blandaður hymdu fé. I Fljótshlíðinni var eins og undangengin ár mikið hrútaval. Hrútamir á Kirkjulæk vom líkt og undangengin haust með ólík- indum vænir og þroskamiklir. Durgur er feikilega vel gerður, með gríðarþykkan bakvöðva og mikil lærahold en gallaða ull. Þessi hrútur var í 6. sæti hrúta í sýslunni en hann er undan Massa 95-841. Dreki ber nafn með réttu því að þessi hrútur var 111 kg að þyngd og gríðarlega bakþykkur. Hrútahópurinn í Teigi I var ein- staklega ræktarlegur. Naggur er Rektor í Kolsholti i Villingaholtshreppi. gríðarlega þéttholda og saman- rekin kjötsöfnunarkind, ákaflega lágfættur með mjög vel lagaðan lærvöðva. Hann er sonur Tappa 97-155 (Þéttissonur 91-931) og dóttursonur Búts 93-982. Naggur var í 10. sæti í röðun hrúta í sýsl- unni. Voði 00-157, sem er sonur Læks 97-843, er ákaflega vel gerð kind með gríðargóð læra- hold. Á Rangárvöllum vöktu mesta athygli kollóttu hrútamir á Hellu- vaði og er Fengur 00-257 þeirra eftirminnilegastur, ákaflega jafn- vaxinn og vel gerður. Hann er undan Glæ 97-861 og dótturson- ur Móra 87-947. I samkeppni hinna öflugu rækt- unarbúa í sýslunni var búið í Skarði vafalítið sigurvegarinn haustið 2001. Hrútahópurinn þar Abel á Ósabakka á Skeiðum. Freyr 5/2002 - 31 [

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.