Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2002, Síða 32

Freyr - 01.06.2002, Síða 32
Snær á Hlemmiskeiðum á Skeiðum. var ótrúlegur. Austri bar samt af í þessum stóra hópi. Þessi hrútur er ákaflega þéttvaxinn, hann er ffek- ar smávaxinn, feikilega lágfættur með mjög góðar útlögur, frábæra holdfyllingu á baki og í mölum og lærahold með því allra mesta sem finna má hjá fé hér á landi. Ullin gæti óneitanlega verið gæðameiri. Austri skipaði með glæsibrag efsta sæti hrúta í sýsl- unni. Austri er eins og stór hópur topphrútanna á Suðurlandi undan Læk 97-843 þó að óneitanlega hafi hann verið toppurinn í þeim glæsilega hópi. Alex er feikilega vænn, gríðarlega bollangur með frábæra malafyllingu og mjög þétt hold að öðru leyti. Hann skipaði annað sæti i sýslunni. Alex er undan Eir 96-840. Næstur þeim í röð hrúta í sýslunni var Andri. Hann er feikilega fönguleg kind með frábæra holdfýllingu og nánast alveg gallalaus kind. Straumur í Raftholti var enn einn hinna glæsilegu sona Læks 97-843 sem bar öll hin sterku ræktunareinkenni þessara hrúta, auk þess að vera hreinhvítur. Hann skipaði 9. sæti hrúta í sýslunni. Bakki á sama búi, sem er Straumi samfeðra, er einnig þrælgóður hrú- tur. Sólon í Köldukinn undan HörvaPenna í Skarði er feikilega bakþykkur og vel gerður hrútur. Árnessýsla Aðeins fleiri hrútar voru sýndir en haustið áður eða samtals 229 og voru 212 þeirra veturgamlir. Af veturgömlu hrútunum fengu 195 I. verðlauna viðurkenningu. Sauðfjárbúskapur í Ámessýslu er talsvert frábrugðinn því sem gerist austar á Suðurlandi. Stór fjárbú em fá, uppistaðan em frek- ar litlar hjarðir en margar hins vegar þaulræktaðar, ræktunar- áhugi víða feikilega mikill og ræktunarárangur einnig góður mjög víða. Sómi í Effi-Gegnishólum ber nafnið vel, þetta er feikilega rækt- arleg kind, bollangur og gróinn í holdum. Hann er frá Tóftum. Fjarki í Tóftum vakti verð- skuldaði athygli. Þessi hrútur var 70 kg að þyng, en með alveg með fádæmum þykka og mikla vöðva og gerðin eins og best ger- ist. Hann skipaði 8. sæti hrúta í sýslunni. Féð í Tóftum er orðið þaulræktað með mjög sterkri íblöndun af Hestfé í gegnum sæðingar til fjölda ára. Á sýningu í Stokkseyrarhreppi var besti hrútur Glaðnir 00-015 í Tóftum. Hann var ágætlega jafhvaxinn með mikla bakvöðvaþykkt og Orri í Reykjahlið á Skeiðum. | 32 - Freyr 5/2002

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.