Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2002, Page 34

Freyr - 01.06.2002, Page 34
aðeins gulkuskotin. Snær er fædd- ur hjá Agústi Jóhannssyni á Sel- fossi og faðir hans, Þumall, var í eigu Hjalta Gestssonar. Sómi skipaði annað sæti hrúta í sýsl- unni. Straumur á Kílhrauni er mjög glæsilegur sonur Læks 97- 843, fæddur á Stóru-Reykjum. Þessi hrútur er feikilega holdþétt- ur og vel vöðvaður og ræktarleg- ur. Hann skipaði 7. sæti í sýsl- unni. Orri í Reykjahlíð er feiki- lega þroskamikill, fádæma bol- langur og vel gerður hrútur og hreinhvítur. Þessi hrútur er sonur Eirs 96-840 og besti kollótti hrút- ur í sýslunni og skipaði 9. sæti allra hrúta. Eins og oft áður var besti hrút- urinn í Hrunamannahreppi hjá Magnúsi á Miðfelli og var það Loki. Þar fer enn einn glæsisona Einnota svefnpokar ÚR PAPPÍR Hafin er framleiðsla á svefn- pokum í Svíþjóð, sem að mestu leyti eru búnir til úr pappír, þ.e. 85% svefnpokans eru sellólósa- þræðir en afgangurinn poly- propylen. Framleiðslukostnað- urinn er um 25 skr. Hugmyndin er að bjóða pok- ann fram til stofnana sem annast hjálparstarf þegar nátt- úruhamfarir geisa eða stríðsátök. Pokinn á að duga vel allt niður í 8 stiga frost, að sögn uppfinningamannsins, Anders Eriksson. Það má láta sér detta i hug að poki sem þessi komi sér vel fyrir fólk sem sækir útihátíðir hér á landi og sinnir illa um viðlegubúnaö sinn. (Unnið upp úr Landsbygdens Folk, nr. 22/2002). Læks 97-843. Loki er fádæma ræktarleg kind með gríðarlega öflug lærahold, en fótstaða aðeins gölluð. Loki var 4. í röð hrúta í sýslunni. Heilmikið hrútaval var í sveitinni og skal nefna Smára og Fannar i Miðfelli sem eru synir topphrútsins Dreka 98-055, Prúð í Hrepphólum sem ber nafn með réttu, undan Læk 97-843, hálfbróðir hans Skurður í Lang- holtskoti og Sprettur 00-325, undan Massa 95-841, og Hemí 00-324, sonur Stubbs 95-815, báðir í Sólheimum eru stórgóðir einstaklingar. Þór í Bræðratungu er gjörvuleg kind sem samsvarar sér mjög vel. Þessi hrútur sem er sonur Læks 97-843 var í 10. Sæti í Ámessýslu. Amor 00-221 á Þóroddsstöðum í Grímsnesi er mjög vel gerður einstaklingur með frábær læra- hold, en hann er sonur topphrúts- ins Brútusar, sem efstur stóð fyrir tveimur árum. Neisti 00-704 í Vogsósum II er ákaflega fögur kind, með mjög góðar útlögur, mikla og þykka vöðva og að auki hreinhvítur með góða ull. Neisti er sonur Læks 97-843. Tenór 00-702 er feikilega þroskamikill og föngu- legur, sonur Bassa 95-821. Eins og víða kemur fram í texta eru toppamir, sem fram vom að koma, yfirleitt engir til- viljunargripir heldur árangur markvissrar áralangrar ræktunar. Þar gætir mjög mikið áhrifa margra hrúta sem vermt hafa bekkinn á sæðingarstöðvunum á undangengnum ámm. Mjög stóm hluti hrútanna em tilkomnir við sæðingar og eins og undangeng- inn ár lýkur umfjöllun um sýn- ingamar á lista um þá af stöðvar- hrútum sem eiga 20 syni eða fleiri feðraða á meðal I. verð- launa hrútanna veturgömlu. Moli 93-986 slær sín fyrri met með því að eiga 131 einn son í þessum hópi. Líklega má fúllyrða að áhrif hans í ræktunarstarfmu em orðin meiri en nokkurs annrs stöðvarhrúts fyrr og síðar og mun hann þar hafa náð að slá út stór- stimin Þokka 59-803, Gám 74- 891 og Kokk 85-870. Þá kemur fram alveg ótrúlegur hópur hrúta undan Læk 97-843 og er mér til efs að áður hafi komið fram hrút- ur sem strax hafi skilið eftir sig jafh stóran hóp alveg úrtöku- góðra hrúta. Mjög margir af hrút- unum, sem nú eiga sinn fyrsta ár- gang, sýna gífúrlega sterka mynd og skal þar nefha, auk Læks, hálfbróður hans Prúð 94-834, Massa 95-841, Ask 97-835, Sekk 97-836 og hálfbræðuma kollóttu ffá Heydalsá; Dal 97-838 og Klæng 97-839. Listinn lítur þannig út; Faðir Fjöldi sona Moli 93-986 . . . . 131 Lækur 97-843 . . 112 Massi 95-841 . . . 75 Askur 97-835 . . . 74 Prúður 94-834 . . . 69 Sekkur 97-836 . . . 68 Dalur 97-838 . . . . 67 Klængur 97-839 , 55 Mjaldur 93-985 . . 40 Stubbur 95-815 ., 35 Mjölnir 94-833 . . 34 Bjálfi 95-802 . . . . 29 Bassi 95-821 . . . , 29 Eir 96-840 28 Sunni 96-830 . . . 27 Sveppur 94-807 . , 26 Sónn 95-842 . . . 25 Hnoðri 96-837 .. .24 Njóli 93-826 . . . 22 | 34 - Freyr 5/2002

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.