Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.2002, Side 35

Freyr - 01.06.2002, Side 35
Afkvæmarannsóknlr á hrútum haustlð 2001 Afkvæmarannsóknir þar sem samþættar eru niður- stöður úr ómsjármælingum og kjötmati hafa nú fest sig í sessi. Haustið 2001 var fjórða árið sem þessar rannsóknir eru unnar á vegum búnaðarsam- bandanna í landinu. Þessi starf- semi hefur notið frá upphafl mikils skilnings Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins sem veitt hefur styrki til framkvæmdar á þessum rannsóknum. Eins og skýrt kemur fram hér á eftir má þegar greina ótrúlega mik- inn og skýran árangur af þessu starfi og tvímælalaust meiri en nokkur gerði sér vonir um í upphafi. Margt bendir því til að þetta verkefni hafi þegar sannað sig sem eitthvert hið árangurríkasta sem skipulega hefur verið staðið að á vegum búnaðarsambandanna. Umfang þessarar starfsemi var meira haustið 2001 en áður hefúr verið en tafla 1 gefúr yfirlit um starfsemina eftir landsvæðum. Nú voru rannsóknir unnar á samtals 285 fjárbúum og komu þar í dóm hópar undan samtals 1808 hrú- tum. Örfá dæmi munu finnast um að sami hrútur sé í prófún á tveimur búum en þau eru vart fleiri en það sem telja má á fingr- um annarrar handar. í hliðstæðum greinum á undan- fömum ámm hefur verið nokkuð fjallað um ýmsa þætti sem snúa að framkvæmd rannsóknanna og túlkun á niðurstöðum. Það skal ekki endurtekið hér en aðeins minnt á örfáa þætti. Þessar rannsóknir em einvörð- ungu ætlaðar til mats á hrútunum með tilliti til þess hve öflugir þeir séu sem lambafeður með tilliti til kjötgæða. Við endanlegt mat á hrútunum sem lambafeðrum þá skiptir að sjálfsögðu einnig vem- legu máli hve vænum lömbum þeir em að skila. Hins vegar þyrftu afkvæmarannsóknir, sem reyndu að leggja mat á þann þátt, jafnhliða að vera mun umfangs- meiri og nákvæmar skipulagðar eins og fjallað er um í grein í sauðfjárblaði Freys á síðastliðnu hausti. Slíkar afkvæmarannsóknir var búið að vinna á vegum fjár- ræktarfélaganna í landinu í þrjá áratugi án þess að þær næðu nokkm sinni nokkm teljandi um- fangi. Þegar horft er til árangurs þeirra rannsókna, sem ég tel mig þekkja nokkuð, þá blasir víða við mjög umtalsverður árangur í auknum kjötgæðum, bæði í bættri gerð, sem sést mjög skýrt á mörgum þeirra búa, sem þátt tóku i því starfi, og einnig víða í minnkandi fitusöfnun eftir að sá þáttur kom með í ræktunarstarf- inu af fullum þunga. Dæmin um hrúta sem vom hins vegar að skila miklum og skýmm þunga- áhrifúm hjá afkvæmum sínum og haldist hafa í ffamræktun hygg ég að séu sárafá. Full ástæða er samt til að hvetja menn til að vera á varð- bergi gagnvart hrútum sem em að fá hagstæðar niðurstöður úr rann- sóknunum en em jafnframt með lambahópa, sem em greinilega talsvert undir meðaltali búsins í þunga. Brýnt er að ganga úr skugga um að léttari lömb undan þessum hrútum eigi sér skýringar í hærra hlutfalli tvílembinga eða marglembinga, en undan öðmm hrútum, yngri lömbum eða að lömbin séu undan yngri ám. Ef slíkar skýringar em ekki fyrir hendi er fúll ástæða til að ætla að viðkomandi hrútar eigi lítið er- indi sem lamafeður í dilkakjöts- framleiðslu á komandi ámm. Tafla 1. Umfang afkvæmarannsókna haustið 2001 Svæði Fjöldi búa Fjöldi hópa Kjósarsýsla 1 5 Vesturland 47 325 Vestfirðir 23 172 Strandasýsla 35 237 V-Húnavatnssýsla 27 180 A-Húnavatnssýsla 14 76 Skagafjörður 37 216 Eyjafjörður 13 68 S-Þingeyjarsýsla 16 86 N-Þingeyjarsýsla 22 153 Múlasýslur 19 103 A-Skaftafellssýsla 6 33 Suðurland 25 154 Samtals á landinu 285 1808 Freyr 5/2002-35 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.