Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.2002, Side 36

Freyr - 01.06.2002, Side 36
Það er einnig ljóst að ef fyrir hendi er verulegur kerfísbundinn munur á milli einstakra af- kvæmahópa, t.d. vegna þátta sem nefndir eru í málsgreininni hér á undan er um leið hætt við að nið- urstöður rannsóknar verði að sama skapi ónákvæmar. Aldrei verður lögð of mikil áhersla á að til að geta fengið óbjagaðar nið- urstöður verða hrútamir, sem í rannsókn eru, að hafa jafna möguleika. A litlum fjárbúum verður slíku oft tæpast komið við t.d. vegna skyldleika innan fjár- hópsins. Valpörun, sem þannig verður, er vafalítið oft umfangs- mikil í íslenskri sauðfjárrækt og fyrir henni verður ekki leiðrétt á réttan hátt fyrr en til kemur upp- gjör sem tekur tillit til þess ( BLUP uppgjör). Það er löngu þekkt að samræmi á milli þeirra tveggja meginþátta, sem rannsóknin byggir á, ómsjár- mælinga og kjötmatsins, er ekki sérlega hátt. Það reynist eins og áður ekki vera nema rúm 30%. A það er um leið rétt að minna að ómsjármælingamar em lang- nákvæmasta aðferð sem okkur er tiltæk í íslenskri sauðfjárrækt til að leggja mat á kjötsöfnunareig- inleika hjá lifandi fé. Sæðingarstöðvarhrútar ÁBERANDI í AFKVÆMA- RANNSÓKNUM I afkvæmarannsóknunum em synir sæðingarstöðvahrúta að vonum mjög áberandi. Þess vegna er forvitnilegt að skoða ögn nánar hvað lesa má úr niður- stöðum fyrir einstaka stóra bræðrahópa sem þama koma fyr- ir. Hrútar á sæðingastöðvunum em fleiri frá fjárræktarbúinu á Hesti en nokkm öðru búi. Undan eldri hrútunum þaðan er mjög farinn að grisjast hrútahópurinn og þeim, eins og öðmm eldri | 36 - Freyr 5/2002 hrútum, er það sammerkt, að vera ekki að sýna sérlega burðugar niðurstöður. Hörvi 92-972 er elst- ur Hesthrútanna, sem enn á nokk- um hóp sona í prófun, en þeir em rúmlega tugur að þessu sinni. Líkt og á síðasta ári er niðurstaða þeirra ekki góð, meðaltal í eink- unn aðeins 93. Bútur 93-982 á 15 syni í prófun og fá þeir að meðal- tali 104 í einkunn en em heldur sterkari á ómsjárhluta rannsóknar þar sem meðaltalið fyrir kjöt- matshluta er 102 hjá þessum hrútum. Kúnni 94-997 og Svaði 94- 998 eiga hvor um sig hátt á annan tug sona í rannsóknum að þessu sinni og koma út um með- altal, Kúnnasynir sækja styrk fremur í ómsjármælingar en Svaðasynimir í kjötmatið. Bjálfí 95- 802 á rúmlega 50 syni í rann- sóknum sem sýna að jafnaði jákvæðar niðurstöður eða 101 að meðaltali og 104 í kjötmatshluta. Margir synir hans hafi til viðbót- ar þann kost að gefa mjög þroskamikil lömb. Sónn 95-842 á tæpan tug af veturgömlum sonum í rannsókn og sýna þeir einhvem mesta breytileika i niðurstöðum, því að í heild liggja þeir á meðal- tali, en fá aðeins 88 úr kjötmats- hluta en 112 í ómsjárhlutanum í rannsókninni. Sekkur 97-836 er síðan nýjasta vopnið úr þessum herbúðum. Hann á tæpa tvo tugi sona, sem fá hagstæða niður- stöðu, eða 105 að meðaltali, en styrk sækja þeir meira í ómsjár- mælingar því að meðaltal úr kjöt- matshluta er 102 hjá þessum hrútum. Aðrir stöðvarhrútar af Vestur- landi, sem eiga stóra sonahópa í rannsóknum, em Dropi 91-975 sem á á annan tug sona með 96 að jafnaði og styrk fyrst og fremst úr kjötmati, Bjartur 93- 800 á á fímmta tug sona, sem sýna eins og áður jákvæða mynd eða 103 að jafnaði og ívíð betri hluta í kjötmati, en sumir þessara hrúta em samt að gefa til baga feit lömb, Möttull 94-827 á rúm- lega 20 syni sem fá að meðaltali 105 í heildareinkunn, en 109 úr kjötmatsþætti, en líkt og hjá Bjartssonum er fítusöfnun stund- um óþarflega mikil hjá lömbum undan þessum hrúmm. Hnoðri 95-801 á tvo tugi sona sem liggja á meðaltali í einkunn. Ljóri 95-828 á 14 syni sem sýna ágætar niðurstöður eða 107 að meðaltali. Mikilsvert er að kostir Ljóra til skertrar fítusöfn- unar nýtist sem best í fjárræktinni á næstu ámm. Norðurþingeysku hrútamir hafa oft verið fýrirferðarmeiri í rækt- unarstarfínu en nú um stundir. Njóli 93-826 á 16 syni sem liggja heldur undir meðaltali. Bambi 95-829, sem að vísu er af talsvert öðm sauðahúsi, á rúman tug sona sem ekki auka honum lof því að meðaltal þeirra er aðeins 84. Sunni 96-830 á einnig á annan tug sona og þeir fá 105 að meðal- tali en em að sækja styrk sinn í ómsjármælingar eins og hann á kyn til því að kjötmatshluti rann- sóknar hjá þessum hrútum hefúr 100 sem meðaltal. Freyshólahrútar, sem nokkrir vom á stöðvunum fyrir nokkmm árum, eiga yfírleitt fáa syni, sem ekki em að sýna burðugar niður- stöður. Austri 98-831 á 18 syni sem að jafnaði em aðeins undir meðaltali, en nokkrir synir hans eru samt að skila ákaflega athygl- isverðum niðurstöðum eins og lesa má um síðar í þessum texta. Hrútar úr Austur-Skaftafells- sýslu hafa verið nokkuð í notkun á stövunum síðustu árin og gætir þar mest hrúta sem em afkom- endur Garps 92-808. Synir hans em að vísu ekki margir í rann- sókn vegna þess að þar sem þeir em flestir er þátttaka í þessu starfí minni en skyldi en útkoma þeirra

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.