Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.2002, Side 39

Freyr - 01.06.2002, Side 39
Á Klifmýri voru fjölmargir hrútar í rannsókn. Yfírburðir hjá Hring 00-403 voru ákaflega miklir en hann fékk 150 í heild- areinkunn með sérlega gott kjöt- mat bæði fyrir gerð og fítu. Þessi mikli toppur er sonur Mola 93- 986. Þá var Snær 99-494 með 122 í heildareinkunn þar sem yf- irburðir voru allir í ómsjármæl- ingum afkvæma með 155 í eink- unn í þeim hluta. Þessi hrútur er dóttursonur Bjarts 93-800. Á Kjarlaksvöllum stóð efstur hrútur 00-302 með 123 í heildar- einkunn og stórglæsilegar niður- stöður úr kjötmati. Hér fór einn ágætur sona Mola 92-986. Vestfirðir Þessi starfsemi er enn í sókn á Vestfjörðum þar sem rannsóknir voru á 22 búum og mjög um- gangsmiklar sumar því að 159 hópar voru dæmdir. I stórri rannsókn á Ingunnar- stöðum stóð efstur hrútur 99-170 með 120 í heildareinkunn en þessi hrútur er sonarsonur Bjarts 93-800. Á Grund stóð langefstur Tvist- ur 00-126 með 134 í heildareink- unn. Þessi öflugi hrútur er sonur Prúðs 94-834 og dóttursonur Kúnna 94-997. í Mávatúni var Slyngur 00-156 efstur með 132 í heildareinkunn en fítumat hjá lömbum undan honum var fádæma hagstætt. Þessi hrútur er undan Dal 97-838. Á Hamarlandi var efstur Moli 98-154 með 123 í heildareinkunn og voru yfírburðir verulegir í kjötmati. Þessi hrútur er sonur Bjálfa 95-802. í hrútamargri rannsókn á Stað stóð langefstur Mjaldur 98-551 með 131 í heildareinkunn, en yf- irburðir í kjötmati voru fádæma miklir en hann fékk 166 í eink- unn úr þeim þætti rannsóknarinn- ar. Þessi hrútur er frá Reykhólum (frá Ebeneser Jenssyni) og er sonur Hnoðra 95-801 og dóttur- sonur Hnykks 91-958. I Fremri-Gufúdal voru margir hrútar í rannsókn þar sem efstur stóð Aladín 00-450 með 119 í heildareinkunn og afburðagott kjötmat lamba en þessi hrútur, sem er tvílitur, er dóttursonur Brodda 85-902. Ein allra umfangsmesta rann- sókn haustsins 2001 var á Brjáns- læk þar sem i dóm komu 17 af- kvæmahópar. Þar voru nokkrir hrútar að sýna ákaflega athyglis- verðar niðurstöður. Greifi 99-203 skipaði efsta sætið með 136 í heildareinkunn, jafh á báðum þáttum rannsóknar. Þessi hrútur sýndi einnig mjög góða niður- stöður haustið áður en hann er sonur Hnúts 97-082 ffá Brimils- völlum sem sýnt hefúr glæsiút- komu undangengin ár en hefúr verið skákað af nokkrum öflug- um afkomendum. Garpur 99-206 var með 129 í heildareinkunn, en lömb undan honum höfðu feikn- gott kjötmat. Hrútur sá er frá Kambi sonur Kúts 98-437 sem reynst hefúr með miklum ágæt- um. Herkúles 00-216 var með 122 í heildareinkunn en hann er sonur Gorms 99-209 sem var frá Árbæ. Á Krossi voru tveir veturgamlir hrútar sem sýndu mjög athyglis- verðar niðurstöður, báðir með 127 í heildareinkunn. Amor 00- 126, undan Dal 97-838, skilaði lömbum með mjög góða útkomu bæði í mati lifandi lamba og slát- urlamba. Alur 00-129 er frá Steindal undan 97-133, sem reyndur er einn allra öflugasti kjötgæðahrútur landsins, en Alur gaf feikilega gott kjötmat slátur- lamba. Þessir afbragðshrútar eru því náskyldir, undan hálfbræðr- um. í Innri-Múla voru tveir hrútar sem báru mjög af; Mjaldur 00- 161 var með 121 í heildareink- unn og Kleifi 98-154 staðfesti yf- irburði sína frá fyrra ári, nú með 120 í heildareinkunn. Yfírburðir þessara hrúta beggja voru enn meiri við ómmælingar en hjá sláturlömbum þó að kostir væru miklir í báðum hópum. I rannsókn í Ytri-Múla bar Prúður 00-181 mjög af öðrum hrútum, með 130 í heildareink- unn. Hann gaf fitulítil vel gerð sláturlömb og líflömb undan hon- um mældust með mjög þykkan bakvöðva, en vænleiki lamba undan honum var ívíð minni en hjá öðrum hrútum í rannsókn. I Birkihlíð-Botni var efstur Flosi 98-632 með 122 í heildar- einkunn, en haustið 1999 hafði hann einnig sýnt góða útkomu í prófún en þessi hrútur er sonur Dropa 91-975. Naggur 00-733 fékk 121 í heildareinkunn þar sem kjötmat sláturlamba var gott, en lömb nokkru léttari en undan flestum öðrum hrútum í rann- sókn. Naggur er frá Kirkjubóli í Valþjófsdal. Strandasýsla Eins og áður var feikilega öfl- ugt starf á þessu sviði á svæðinu og jafnmargir afkvæmahópar metnir eða 237 eins og árið áður. Afkvæmarannsókn vegna sæð- ingastöðvanna var að þessu sinni í miðhólfínu í Strandasýslu, í Húsavík. Þangað voru fengnir til prófunar fímm úrvalshrútar af svæðinu, sem þar voru í rannsókn ásamt sjö heimahrútum. Ákveðið var síðan um sumarið að taka lömb til sumarslátrunar og var slátrun því í lok ágúst, en stærstur hluti lambanna undan hrútunum náðist þá til mats, mælinga og slátrunar. Þama gerð- ist það fyrsta sinni að völdu að- komuhrútamir náðu að raða sér í öll efstu sætin í rannsókninni. Toppurinn féll í hlut Sónars 97- Freyr 5/2002 - 39 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.