Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 17

Skátablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 17
10 mílna göngu, 18000 sinnum stígurðu skref. Ef þú ert útskeifur bætist auka áreynsla á vöðvana við hvert skref. Ef fæt- urnir ganga sinn í hvorri línunni í stað þess að ganga hver á eftir öðrum, verðurðu að eyða auka krafti 18000 sinnum til að halda þér í jafnvægi. A ósléttu landi er það enn verra. Þar hrasarðu miklu frekar en félagi þinn vegna göngulagsins, og í hvert skipti sem þú dettur og ríst upp aftur, hef- urðu eytt jafn miklum krafti og fer í fimm- tíu örugg skref félaga þíns. Jæja, ertu nri hissa á því, að þú stynjir og blásir og verð- ir fljótt þreyttur? Þó þú sért útskeifur, skaltu samt ekki halda, að þú sért skapaður þannig og getir þess vegna ekki breytt því. Nei, það geturðu nefnilega. Það kostar aðeins, að þú verður að ganga með hugan- um um stund jafnframt fótunum. Þú verð- ur að æfa þig alltaf, þegar þú gengur, og á eftirfarandi hátt: Þti sveiflar mjöðmunum lítilsháttar fram á við. Setur annan fótinn fram, vísandi beint í þá átt. Færir þungann smám saman áfram yfir á hann. Stígur síðan í allan fótinn. Lætur hnéð vera fjaðurmagnað á meðan. Tekur jafnt og taktfast skref. Gengur áfram á þennan hátt. Það mun ekki líða á löngu þar til þú ert farinn að ganga sæmilega, og ef þér finnast gönguferðir ekki helmingi skemmtilegri, og þér líður ekki tíu sinnum betur eftir þær þá, mun ég að minnsta kosti verða mjög undrandi. Á heiðum og fjöllum skiptir réttur gang- ur öllu máli, hvað viðkemur ánægjunni a£ deginum. Fjaðurmagn hnjánna er sér- staklega mikilvægt, einnig taktföst skref og það að horfa alltaf fram á við. Fjalla- menn horfa ósjálfrátt alltaf allmarga metra fram fyrir sig, og það sem augað sér, berst SKÁTABLAÐIÐ 99

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.