Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Page 7

Litli Bergþór - 01.12.1988, Page 7
Fyrstu lög Ungmennafélags Biskupstungna l.Gr. Félagið heitir Ungmennafélag Biskups- tungna og nær yfir allan Biskupstungna- hrepp. 1. Um tilgang og hvernig hon- um skal náð. 2. Gr. Tilgangur félagsins er: 1. Að temja félögum sínum að starfa af áhuga og ósérplægni, bæði í félagi og utan félags og að hlýða réttum fundarreglum. 2. Að leggja stund á að útrýma hinum verstu meinum alls félagslífs hér á landi, sem eru tortryggni og síngimi og leitast við að koma æskumönnum í skilning um að samheldni og samtök eru farsælustu vopnin í framfarabaráttunni. 3. Að kappkosta að gera félaga sína hófsama og sparsama menn, er kunni að meta og virða þessar dygðir í fari sínu og annara. 4. Að gera allt sem hægt er til að vekja ást á landinu og sveitinni sinni, hjá félagsmönnum og trú á framtíð lands og þjóðar og benda þeim á að sanna farsæld er ekki síður að finna í sveitum en kaupstöðum - ekki síður hér á landi en annars staðar. 5. Að vekja áhuga æskulýðsins á fegrun tungu vorrar og öðru því sem er sanníslenskt og hollt fyrir þjóðlíf vort, og yfir höfuð styðja eftir megni allt, sem miðar að því að gera einstaklinginn nýtari mann í þjóðfélaginu og íslensku þjóðina efnalega og andlega sjálfstæða. 3. Gr. Tilgangi sínum leitast félagið við að ná með því sem nú skal greina: 1. Að halda fundi, þar sem fram fari samræður, upplestur, söngur, fyrirlestrar (ef fært er) og íþróttir, einnig aðrar skemmtanir, ef þess erþörf, og yfir höfuð styðja og iðka allt það sem að líkamlegri og andlegri eflingu og atgerfi lýtur. 2. Að stjóm og starfsmenn félagsins séu fyrirmynd annarra félagsstjóma í því að vinna kauplaust í þarfir félagsins af einum saman áhuga fyrir góðu málefni. 3. Að allir félagsmenn séu í vínbindindi. Félagið vill einnig vinna að útrýmingu tóbaksnautnar og peningsspila. 4. Að velja umræðuefni og fyrirlestraefni helst þannig að meðferð þess veki áhuga fyrir velferð og framförum lands og þjóðar, ást á sveitinni, virðingu fyrir vinn- unni, tilfinningu og réttan skilning á fögrum dæmum og fyrirmyndum í sögu vorri og auki þekkingu á tungu landsins. II. Um stjórn og fyrirkom- ulag. 4. Gr. Félagi getur hver sá orðið, karl eða kona, sem byggir lífsstarf sitt á kristilegum grundvelli og er fullra 14 ára að aldri. 5. Gr. Reglulegur ársfélagi telst hver sá, sem borgar 55 aura á ári til félagsins, fram að 17 ára aldri og úr því 1 krónu á ári hverju, skrifar undir skuldbindingarskrá félagsins og sækir eigi minna en helming hinna lögskipuðu ársfunda. Óreglulegur félagi telst hver sá, sem ekki getur verið árlangt í félaginu, svo sem aðkomnir verkamenn. Þessir óreglulegu félagar hafa sömu réttindi og sömu skyldur sem ársfélagar á meðan þeir eru í félaginu, með þeirri breytingu að þeir borga 25 aura fyrir hvem mánuð sem þeir em í félaginu; þó skulu þeir aldrei borga meira en hver einn reglulegur ársfélagi greiðir. 6. Gr. Fundir skulu haldnir minnst 6 á ári hverju. Fyrsti vetrarfundur ár hvert telst aðalfundur. Á aðalfundi skal kosin stjóm og varastjóm félagsins fyrir næsta ár, borguð tillög fyrir komandi félagsár og tekin ákvörðun með hvemig verja skuli félagssjóði og rætt um annað það er fyrirkomulag og framtíð félagsins varðar. Einungis má breyta lögum félagsins á aðalfundi ; þá skulu og úrskurðaðir reikningar félagsins. 7. Gr. Stjóm félagsins skipa 3 menn;formaður, skrifari og féhirðir. Enginn félagi er skyldur að taka við kosningu í stjóm félagsins lengur en 2 ár í senn og aftur endurkosningu eftir að hann hefir verið utan stjómar í 2 ár. Formaður stjómar fundum félagsins og hefir í öllu aðaleftirlit og framkvæmd fyrir félagsins hönd. Skrifari bókar úrdrátt úr öllu því sem gerist á fundum félagsins í sérstaka bók, í hana skal og rita reikninga félagsins og árlega skýrslu um starfsemi þess. Féhirðir hefir venjuleg féhirðisstörf í hendi. í öllu þessu og öðru er stjómin í samvinnu. 8. Gr. Stjóm félagsins ákveður hvenær fundir skulu haldnir og tilkynna það félagsmönnum með nægum fyrirvara. Hún útvegar húsrúm til fundarhalda og sér um framkvæmdir á þeim samþykktum, er fundir félagsins kunna að gera. Til aðstoðar sér við ýmis tækifæri gctur stjórnin nefnt einn eða fleiri af félagsmönnum. 9. Gr. í lok hvers fundar nefnir fundarstjóri 3 menn til að sjá um umræðuefni til næsta fundar. Hve lengi samræðufundir standa yfir í hvert sinn ákveður hver fundur. 10. Gr. Við atkvæðagreiðslu á fundum félagsins ræður afl atkvæða, nema þegar um lagabreytingar eða fyrirkomulag félagsins er að ræða, þá þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða með því, til þess að það öðlist gildi. í stjóm félagsins og aðrar nefndir sem kosnar kunna að verða skal kjósa skriflega. III. Almenn ákvæði. 11. Gr. Allir reglulegir félagsmenn skulu þúast. 12. Gr. Inntöku í félagið getur hver fcngið er hann vill, en úrsögn ársfélaga verður ekki tekin gild nema þeir hafi úlkynnt hana stjóm félagsins í síðasta lagi á aðalfundi ár hvert. Tímafélagar geta farið úr félaginu er þeir vilja, en tilkynna verða þeirþað formanni félagsins. 13. Gr. Verði félagið rofið skal síðasti aðalfundur ráðstafa eignum þess. Litli Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.