Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Side 9

Litli Bergþór - 01.12.1988, Side 9
Ur 2. fundargerðarbók 6. fundur 10. ár Laugardaginn 3. nóvember 1917, var haldinn fundur í Umf. Bisk. að Vatnsleysu. Mættir 22 félagar og nokkrir utanfélagsmenn. Rigning var mikil og biðu menn því alllengi fram eftir deginum, ef fleiri kynnu að koma og dönsuðuámeðan. Þegarugglaustþóttiað fleiri komu eigi, var fundur settur af for- manni félagsins. I. Varsungiö II. Lesin fundargerö síöasta fundar og samþykkt. III. Lesiö bréf frá fjóröungs- stjórninni og áætlun fyrirlestrarmanns. IV. Umræður. Framsögunefnd mætti eigi, en í þess stað var dregið um spurningar, tólf að tölu, er formaður kom með. Var öllum svarað samstundis. Þær voru þessar: 1. Hvað getur vel heimskur maður rúmað mikið afvitleysu? Þorsteinn Sigurðsson svaraði: Álít að mestu vitleysu væri oft að finna hjá gáfumönnum, sem kallaðir voru. Hjá þeim mönnum, sem misskildu sjálfa sig og köllun sína. Þeir menn sem taldir voru heimskir, hugsuðu venjulega svo lítið af viti og óviti og hefðu svo lítil skilyrði til að rúma mikið af vitleysu. Meira var eigi rætt um þessa. 2. Hvernig er hægast að koma mönnum til að bera virðingu fyrir sér? Guðni Þórar- insson svaraði: Talaði allmikið um þetta. Sýndi fram á, að fyrir þeim mönnum væri ævinlega borin mest virðing er voru ábyggilegir í orðum. Tók sem dæmi hina takmarkalausu virðingu, sem borin hafði verið fyrir Njáli á Bergþórshvoli og henn- ar hafði hann aflað sér með hinum frábæra áreiðanleika í orðum. Eigi rætt meira. 3. Er fégirnin sjúkdómur? Þórður Litli Bergþór Þorsteinn Þórarinsson, formaður félagsins um árabil.frá 1909 -1917 og 1919 -1933. Þórðarson svaraði: Taldi það eigi sjúkdóm að afla þess, sem þörfin krefur. Kvað þó vísindin telja sumar greinar fégiminnar sjúkdóm, t.d. þjófnað. Sagði sögu því til sönnunar. Talaði alllangt mál. Þorsteinn Sigurðsson talaði nokkur orð. Fleiri eigi. 4. Hvaða auður er bestur? Margrét Þórmóðsdóttir svaraði: Heilbrigð sál og lífsgleði taldi hún hinn besta auð. 5. Hvað er kurteisi? Ingiberður Sigurðardóttir svaraði: Látlaus og háttprúð framkoma til orða og verks, taldi hún kurteisi. Fór um það nokkrum fleiri orðum. Þórður Þórðarson Hrauntúni talaði nokkur orð um þetta. 6: Er hver sinnar lukkusmiður? Einar Einarsson Hrauntúni svaraði: Kvað skiptar skoðanir um þetta. Áleit að hver væri sinnar gæfusmiður. Sagðisteigi vera forlagatrúarmaður. Þorsteinn Sigurðsson mótmælti eindregið sumum atriðum. Taldi að vísu að menn gætu að nokkru leyti átt þátt í því að auka lífshamingju sína. En að öllu leyti væru menn eigi einráðir í þessu efni. Þar gripi oft fram fyrir hendur manna ófyrirsjáanleg atvik og orsakir eða einhver hulinn kraftur. 7. Eigum vér að gera meira en skylda vor býður? Dóroþea Gísladóttir svaraði: Kvað eigi gott að svara vel slíkri spumingu. Það sannaðist oftast nær að ein skyldan býður annari heim. Misjafnt hvað menn telduskyldu sína. Sittálit væri að hver og einn ætti að beita kröftum, viti og vilja til sigurs hverju góðu málefni. Þorsteinn Þórarinsson þakkaði fyrir gott svar. Fátt hefði sér sámað meira en sérhlífni og sjálfselska sem svo víðakomi fram í flestum félagsskap. Og hvað margir vildu miða allt við lagalegu skylduna. Benti á að lesa “Aktaskrift” eftir Guðmund Finnbogason, sem einmitt væri um þetta efni. Þorsteinn Sigurðsson kvað sér vel kunnugt um það að á því strandaði margur góður félagsskapur, að enginn vildi vinna meira í þarfir hans, en það sem þeir sæju sér eigi fært að skorast undan Iaganna vegna. Kvaðst alltaf hafa þá von að ungmennafélagamir verði feðrum sínum framar að ryðja nýjar brau- tir hverjum góðum félagsskap. 8. Hvað ermœlska? ÁsgerðurEiríksdóttir svaraði. Kvað þá að jafnaði talda mælska er hefðu liðugt málfæri, væm fljótir að hugsa og hugsuðu skipulega. Þórður Þórðarson Hrauntúni kvað nú mælskuna vera margs konar svo sem menn þekktu. Talaði nokkuð frekar og sýndi með fáum dráttum hverjum hæfileikum menn þyrftu að vera búnir til þess að teljast mælskumenn. 9. Er vonin nauðsynleg? Guðlaug Sæmundsdóttir svaraði: Áleit manninn dauðan án vonarinnar. Fleiri töluðu eigi um þetta. lOAf hverju vill fólkið ekki vera í sveit- 9

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.