Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Síða 15

Litli Bergþór - 01.12.1988, Síða 15
Baldur og Bergþór Á öðru starfsári Ungmennafélagsins er farið að bollaleggja um útgáfu blað. Sumarliði Grímsson vekur máls áþessu á fundi 25.júlí 1909. Fyrsta blaðið kemur svo í ársbyrjun 1911. Það er nefnt Baldur, var handskrifað í bók og lesið upp á fund- um. Venjulega voru þrír félagar kjömir í ritnefnd fyrir hvem fund og munu þeir yfirleitt hafa skrifað blaðið sjálfir, en stundum var þýtt efni í því. Fyrstu 20. árgangar Baldurs hafa ekki fundist, en með síðasta blaði 22. árgangs er efnisyfirlit fyrri árganga. Þar er efnið flokkað á ýmsan hátt, greint frá höfundum o.fl. ÞettaergertafÞorsteiniÞórarinssyni síðlaárs 1932. Hannskrifargreiníblaðið, sem efnisyfirlitið fylgir, er hann nefnir Afmæli “Baldurs”. Hún hefst á þessa leið: “ Á næsta nýári verður “Baldur” 22 ára gamall. Fyrsta blaðið var skrifað í janúar 1911. Síðan hefur það nokkum veginn fylgt fundum félagsins. Og hefir frá fyrstu verið svo, að hafi út af því brugðið, að nýtt blað kæmi á hvem fund þá hefir þótt mikils vant. Svo sterkur þáttur var blaðið í starfsemi félagsins, að sumir sögðust verða að fara á fundina, til að heyra blaðið. Það mun líka vera svo, að af öllum þeim margháttuðu störfum, sem félagið hefir haft með höndum frá fyrstu, þá hefir “Baldur” best fullnægt tilgangi allar götur fram á þennan dag.” Hann fer síðan nokkrum orðum um efni blaðsins og kveður það “undarlega jafnt E að gæðum og gildi.” Niðurlagið er á þessa leið: “ Um Baldur hinn norræna var það mælt “að frá honum mætti gott eitt segja.” Um “Baldur” Ungmennafélagsins held ég að mætti hafa sömu orð. Það ætti vissu- lega að vera efsta og æðsta mark félags- manna allra, að hið sama mætti um hvem þeirra segja.” Eftir þessari skrá er unnt að sjá að efni, sem fundist hefur annars staðar hefur narfornu þjóðsagnar- hetju úr Bláfelli, sem sagan segir að hafi lagt leið sína um sveitina, er hannfór til mjölkaupa á Eyrar- bakka." verið í Baldri. Baldursbrávísur fundust í blöðum Þórðar Kárasonar á Litla-Fljóti. Þær munu hafa verið í 1. tölublaði 10. árgangs. Næstu fjögur ár eftir þetta koma út eitt til þrjú tölublöð á ári. Síðan falla úr tvö ár (1937 og 1938), 1939 kemur eitt blað, ekkert 1940 en fimm 1941, ekkert 1942 og eitt hvort ár 1943 og 1944. Oftast eru nokkrar greinar í hverju blaði en stundum bara ein. Nokkur ljóð eru þar einnig. Greinamar eru ekki allar merktar höfundum og ritnefndir ekki alltaf til- greindar. Efnið er af ýmsum toga; hugleiðingar, hvatningarræður og frásagnir, m.a. úr félagsstarfinu eins og ferðasaga Sveins A. Sæmundssonar úr 4. tölublaði 29. árgangs (1941) sem birtist hér með. Síðasta blaðið frá þessu tímabili er frá april 1944. í því er bara ein grein, sem nefnist “Landið kallar”. Hún er ómerkt en virðist með rithönd Þorsteins á Vatnsleysu. Upphaf hennar sýnir tilefnið: “Að þrem vikum liðnum verða allir fullveðja íslendingar kallaðir saman, hver í sinni byggð og bæ, til þess að greiða atkvæði um það hvort ísland skuli verða alfrjálst lýðveldi, óháð erlendu ríki og erlendum þjóðhöfðingja.” Niðurlagið er á þessa leið: “Fyrir tæpum 40 árum fékk íslensk æska þá köllun að safnast saman í félagsheildir, sem nefnd voru ungmennafélög. Þávoraðivelí íslensku þjóðlífi, þá var gróðurilmur í lofti enda má með sanni segja að íslenskt þjóðlíf beri þess merki á margan hátt. Ég held að óhætt sé að segja, að ef sá hugsjónalegi, fómfúsi félagsandi væri yfirleittríkjandi í þjóðlífi okkar eins og hann var bestur í ungmennafélögunum og er reyndar víða ennþá, sé framtíð íslands borgið.” Enginn Baldur er til frá næstu átta ámm, en árið 1953 koma út 2 tölublöð og fjögur önnur eru í sömu bók, og er það síðasta frá 1960. Þetta mun vera síðasta tilraun, sem gerð hefur verið til að en- durvekja Baldur. Á Ungmennafélagsfundi í nóvember 1962 er samþykkt “að kjósa þriggja manna nefnd til að undirbúa útgáfu fjölritaðs sveitarblaðs”. Þetta leiðir til þess að í aprfl 1963 kemur út prentað blað, sem nefnist Bergþór. Ritnefnd fylgir því úr hlaði með dálitlum pistli. Kafli úr honum er á þessa leið: “Við höfum valið þessu blaði nafn hinnar fornu þjóðsagnarhetju úr Bláfelli, sem sagan segir að hafi lagt leið sína um sveitina, er hann fór til mjölkaupa á Eyrarbakka. En Bergþórþarfaðfánokkumbeina. Einsog hann bað fyrr um sýru til drykkjar á Bergstöðum þarfnast hann nú efnis úl að geta haldið áfram göngu sinni um sveitina og ef til vill víðar. Bergþór hefur þegar knúið dyra hjá nokkrum mönnum og beðið þá að ljá sér fróðleikskom og annað þaðefni.erhannflyturykkurnú. Vonandi á hann eftir að koma við hjá fleirum sömu erinda á komandi árum og þiggja þar eitthvað er orðið gæti öðrum til fróðleiks og skemmtunar”. Annað tölublað kemur út síðla árs 1963, eitt 1966 og það síðasta á sumardaginn fyrsta 1968. Er það helgað 60 ára afmæli Ungmennafélagsins. A.K. Litli Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.