Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Qupperneq 20

Litli Bergþór - 01.12.1988, Qupperneq 20
hann frá því að stjóm Umf. Bisk. hefði pantað trjáplöntur, dálítið af birki og 1000 stk. furuplöntur frá Skógræktarstöðinni á Tumastöðum, með það í huga að planta þeim í skógarreit félagsins. Hákon Bjamason skógræktarstjóri, hafði boðið stjórn Umf. Bisk. þá nýlega upp að Ha- ukadal, til þess að sjá vinnubrögð við plöntun og árangur af plöntun barrviðartegunda þar s.l. ár og áður. Skógræktarstjóri afhenti Umf. Bisk. að gjöf við þetta tækifæri 300 stk. furuplöntur, 150 stk. rauðgreni og 50 stk. sitkagreni, með þeim ummælum að þeim skyldi plantað í skógarreit félagsins á þessu vori. 27. maí komu 12 félagar saman við skógarreitinn kl. 9 að kvöldi. Þá var unnið að rjóðurfellingu í 5-6 tíma. En 2. júní 1950 kl. 9 að kvöldi, komu svo 45 félagar Umf. Bisk. til vinnu við endurbætur á girðingu, rjóðurfellingu og plöntun (segir í ársskýrslu). Eftir 6 tíma kappsamlega vinnu, var lokið við að planta 1500 barrplöntum, gera við girðinguna og rjóðurfella nægilega stóra spildu fyrir þessarplöntur.Að lokum fékk hver félagi sem þátt tók í vinnunni 3 stk. birkiplöntur heim með sér. Auk þess keyptu nokkrir félagar allmargar birkiplöntur. Skógræktarstjóri hafði lánað nokkra plöntuhaka, en annars voru notuð ýmis verkfæri. Og ennfremur segir, að “næstum allir sem þama unnu að plöntun, voru óvanir því verki áður.”. Verkstjóri var Helgi Kr. Einarsson. Á aðalfundi Umf. Bisk. 1951 er samþykkt tillaga frá H.Kr.E. um að félagið útvegi greniplöntur til þess að planta með sama fyrirkomulagi og árið áður. Þaðkomstnúeigiíframkvæmd. En á aðalfundi 2.júní 1952 er skógræktarmál á dagskrá. Málshefjandi Ketill Kristjánsson, þáverandi formaður. Hvatti hann til áhuga og umræðna. Sveinn Skúlason Bræðratungu upplýsti að félagið hefði fengið 2000 barrplöntur, til þess að planta í reit félagsins þ. 5.júní n.k. Þar kæmu til móts við heimamenn norskt skógræktarfólk, sem væri hérlendis á vegum Skógræktarfélags Ámesinga og að einhverju leyti Skógrækt ríkisins. Á fundinum var kosin móttökunefnd lil þess að taka á móti norska fólkinu: Helgi Kr. Einarsson, Sveinn Skúlason og Sigurður Þorsteinsson. Á tilsettum tíma var plantað í Skógarreitinn. Bætt inn í þar sem ekki hafði lifað eftir fyrri plöntun og svo aukið við. Á aðalfundinum 1952, skýrði Helgi 1....*..................... Kr. Einarsson frá því að Hákon Bjamason skógræktarstjóri byðist til að láta Umf. Bisk. í té nægar trjáplöntur endur- gjaldslaust, ef félagið vildi vinna að plöntun í sjálíboðavinnu í Haukadal íeinn dag, enda bauðst hann til að leiðbeina fólki við verkið. Engar umræður urðu um þetta mál á fundinum, né í framkvæmd. Á þessum árum var Skógræktarfélag Árnesinga að fara af stað. Ungmennafélög sýslunnar gerðust sum aðilar að því. í janúar 1953 var haldinn fundur í Umf. Bisk. Aðalmálið á dagskrá var skógrækt. Málshefjandi var Ólafur Jónsson á Selfossi, formaður Skógræktarfélags Ámessýslu. Lýsti hann starfsemi þess, en það væri svo aftur á móti deild í Skógræktarfélagi íslands. „Þriðji gesturfundarins var Garðar Jónsson, skógarvörður á Tuma- stöðum. Hann œtlaði að sýna kvikmynd um skógrœkt. Enafþvígat ekki orðið, því mótor sá sem knýja átti kvikmyndavélina neitaði aðfara í gang. En þá var bara slegið upp í félagsvist “sem spiluð var við glaum og gleði” eins og segir ífundargerð." Hann kynnti tillögu sem fulltrúar Skógræktarfélags Árnessýslu höfðu borið upp á aðalfundi Skógræktarfélags íslands á Akureyri; “tillögu um að allir piltar á landinu, það ár sem þeir verða 15 ára, skuli vinna að skógræktarstörfum í þegnskylduvinnu. Vinnutími 40 dagar, ef verkefni reynast næg. Piltar fái fæði frítt og húsnæði, vinnuföt og ferðir að og frá vinnustað greiddar. Unnið sé á svæðum sem af fagmönnum séu talin vel fallin til ræktunar nytjaskóga.”. Þessi tillaga var ekki samþykkt á Akureyrarfundinum. En nú var Ólafur að ferðast milli félagsdeilda og kynna hana. Þeir sem tóku til máls í umræðum á eftir, voru hlynntirþessu máli íeinhverri mynd. Eftirfarandi tillaga var samþykkt: “Fund- ur haldinn í Umf. Bisk. 22. janúar 1953, lýsir stuðningi sínum við þá hugmynd sem felst í tillögu þeirri um þegnskylduvinnu við skógræktarstörf, sem borin var fram af fulltrúum Ámesinga á aðalfundi Skógræktarfélags íslands á s.l. vori.”. Á aðalfundi 1953 er getið um að fráfarandi stjóm hafi pantað 500 stk. greniplöntur til þess að bæta í blettinn í hlíðinni í staðinn fyrir það sem dáið hafi út. Framsögumaður (H.Kr.E.) “talar um að félagið þurfi að fara að huga að framtíðarskipan skógræktarmála. Búiðsé að planta í blettinn í hlíðinni. Tímabært sé að líta í kringum sig eftir landsvæði til þess aðplantaáíframtíðinni.”. Áþessum fundi var samþykkt tillaga “um að fela væntanlegri stjóm að sjá um að gera við girðinguna umhverfis skógarblettinn og sjá um plöntun þar á þessu vori.”. í byrjun apríl 1955 er haldinn sérstakur fundur um skógræktarmál. Gestir fundarins eru Klemens Kristjánsson, tilraunastjóri Sámsstöðum. Hann talaði um skjólbeltarækt. Ólafur Jónsson Selfossi. Hann talaði um ræktun nytjaskóga. í umræðunni á eftir erindum þessum var gerður góður rómur að þes- sum málefnum. Þriðji gestur fundarins var Garðar Jónsson, skógarvörður á Tumastöðum. Hann ætlaði að sýna kvikmynd um skógrækt. En af því gat ekki orðið, því mótor sá sem knýja átti kvikmyndavélina neitaði að fara í gang. En þá var bara slegið upp í félagsvist “sem spiluð var við glaum og gleði” eins og segir í fundar- gerð. Á næstu tveim árum er talað um að senda flokk félaga til gróðursetningar á Snæfoksstöðum í landi Skógræktarfélags Ámessýslu. Enn fremur er rætt um að lagfæra girðingu umhverfis Skógarreitinn í hlíðinni. Að tilmælum Hákonar Bjamasonar skógræktarstjóra, voru norskir skógræktarmenn reiddir á hestum á vegum Umf. Bisk. frá Haukadal að Brúará með Hlíðum og þar tekinn annar hópur norskra, sem höfðu starfað að Laugarvatni og þeir reiddir að Haukadal. “Norðmenn ánægðir” segir til skýringa. Á aðalfundi 1956 er formaður, Einar G. Þorsteinsson, málshefjandi um skógræktarmál. Telur hann ekki vænlegt að brydda upp á nýjum viðfangsefnum í þeirri grein á félagsgrundvelli. Sín persónulega skoðun sé: “Skrúðgarður á hverju heimili í sveitinni.” Fundarmenn tóku í sama streng. Um þetta leyti er Umf.B að einbeita sér að byggingu félagsheimilis, sem varð aðalvið- fangsefni næstu ára. 20 Litli Bergþór
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.