Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 26
Minningar úr félagsstarfi Stefán Sigurðsson Það fer ekki á milli mála hvílík lyftistöng stofnun ungmennafélaganna var íslensku þjóðlífi á fyrstu áratugum þessarar aldar. Á síðustu áratugum 19. aldar var vissulega vor í lofti, þrátt fyrir bágborið veðurfar. Þá voru búnaðarskólar stofnaðir í landsfjórðungunum. Og ýmislegt var þá á döfinni, sem til framfara horfði. En upp úr aldamótum voraði fyrir alvöru. Þá flyst stjórnin að nokkru leyti inn í landið með íslenskum ráðherra búsettum í landinu sjálfu. Var þá þegar séð, að ekki yrði staðar numið fyrr en ísland yrði ffjálst og fullvalda ríki. Þá var akurinn plægður, og nú vantaði vinnufúsar hendur til að sá og uppskera. Og þær voru til og létu ekki á sér standa. Vinnufúsar hendur framsækinna æskumanna vissu að “höndin ein og ein” nægði ekki, allir þurftu að leggja saman. Og ungmennafélögin risu upp og settu markið hátt. Félögin fengu góða gjöf, kvæði Guðmundar Guðmundssonar. Skyldi nokkur annar nýstofnaður félagsskapur hafa fengið betri gjöf. Tvö tónskáld, Jón Friðfinnsson og ísólfur Pálsson heiðruðu félögin með því að semja lög við þetta dýrmæta kvæði. Það sýnir, hvem hug bestu menn þjóðarinnar báru til hinna nýstofnuðu félaga og hvers af þeim var vænst. En mér er ekki grunlaust, að þetta kvæði skáldsins sé farið að gleymast ungmennafélögum, og það finnst mér ekki gott. Það ætti að vera sungið á hverri einustu ungmennafélagssamkomu og ekki bara fyrsta erindið heldur allt kvæðið, ekkert má missa sig. Mætti gjaman vera inntökuskilyrði að kunna þetta kvæði. Athyglisvert í stefnuskrá félaganna var meðal annars bindindisheitið. Æskan á þeim dögum vissi, að Bakkus er ekki góður förunautur. Ef menn halda, að æskumenn þeirra tíma hafi ekki getað skemmt sér án hans, þá er það herfilegur misskilningur. Mennskemmtuséráþeim dögum ekki síður en nú, þó að Bakkus væri víðs fjærri. Félagamir komu ekki til mannfunda eða framkvæmda timbraðir ............................ Stefán Sigurðsson. eða með Svartadauða í vasanum. En í þessu efni seig á ógæfuhlið, þegar fram liðu stundir. Bindindisheitið var illa haldið og loks afnumið. Hefðu ungmennafélögin haldið áfram að berjast gegn ómennskunni og voðanum, sem drykkjuskapurinn hefur í för með sér, þá hefði kannski verið öðru vísi um að litast nú í þessu efni. Og nú er Ungmennafélag Biskups- tungna 80 ára gamalt. Það er býsna hár aldur, þó að það fari auðvitað eftir því við hvað er miðað. Vonandi á það og önnur ungmennafélög eftir að lifa langa ævi og vinna gagn landi og lýð. Og Umf. Bisk. hefur lifað alla sína ævi, kannski með eitthvað misjöfnu lífi eins og gengur og gerist um flest, sem lífsanda dregur. En víst er um það, að snauðara hefði menningarlíf í sveitinni orðið, hefði félagsins ekki notið við. Félagið hefur haldið uppi skemmtanalífi í sveitinni og á þann hátt, að til menningar hefur horft að meira eða minna leyti. Það var ekki venja að efna til samkomuhalds með eintómum dansi, þó að ég hafi ekki nema gott um hann að segja út af fyrir sig, heldur var alltaf fleira um að ræða svo sem leiksýningar, fræðandi fyrirlestrar, kórsöngur o.s.frv. Á mínum ungu dögum skemmtu bæði ungir og gamlir sér við að dansa eftir einni harmóniku, jafnvel einfaldri, og kannski skemmtu menn sérþá miklu betur en unga fólkið gerir nú, þó að rándýr hljómsveit skafi innan hlustimar. En til svona einfaldra og jafnframt heilsusam- legri hátta væri ekki hægt að hverfa nú. Hljóðfæraleikarar nútímans banna það beint og óbeint. Og þó að þeir geri áheyrendur sína hálf- eða alheymarlausa, þá heldur það ekki fyrir þeim vöku. Þetta er víst eitt af frelsinu, sem við búum við núna. Árið 1917 buðu ungmennafélögin skáldinu Stefáni G. Stefánssyni til íslands, sem kunnugt er. Hann heimsótti auðvitað Biskupstungur og ungmennafélagar tóku á móti honum og vora með honum heilan dag. Þetta var 12 ámmáðurenégkomíBiskupstungur. En Þorsteinn á Vatnsleysu sagði mér, að skáldið hefði tekið til þess, hvað ungdómur Biskupstungna kynni vel að skemmta sér. Ég hef ekki trú á því, að skáldinu hefði fundist mikið til um, ef allt hefði verið tómur hégómi, sem fram fór. Leiklist hefur alltaf verið mikill þáttur í starfsemi Umf. Bisk. Ég hika ekki við að segja leiklist, því Biskupstungur hafa alið marga góða leikara, þó að ólærðir væru.Ég kynntist því þau ár, sem ég var þar. Eins heyrði ég talað ýmislegt, sem fram hafði farið í því efni áður. Einkum man ég eftir, að mér var sagt frá tveimur leikritum, sem höfðu verið æfð og leikin. Það voru Tengdamamma eftir Kristínu Sigfúsdóttur og Galdra-Loftur eftir Jóhann Sigurjónsson. Á þeim árum, sem ég var í Biskup- stungum, voru að sjálfsögðu mörg leikrit sýnd. Þau voru held ég ekki mörg tilþrifamikil nema Skugga-Sveinn. Jóhannes í Ásakoti leik höfuðpaurinn. Ég man best eftir, þegar við lékum kafla úr Manni og konu. Það var gaman. Þor- steinn á Vatnsleysu lék séra Sigvalda, Erlendur á Vatnsleysu lék Bjama á Leiti og tók hrausdega til matar síns. Lýður Sæmundsson lék Grím meðhjálpara og ég tók að mérEgil Grímsson. Ég hafði leikið hann austur í Lóni og á Höfn. Þá fékk ég þann vitnisburð, að ég hefði verið meis- taralega heimskulegur, en það hefur 26 Litli Bergþór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.