Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Síða 30

Litli Bergþór - 01.12.1988, Síða 30
F erðaþankar Jón H. Sigurðsson Þegar ég sem þetta rita var beðinn um að skrifa um þau ferðalög sem ég hef tekið þátt í hjá Umf. Bisk., hélt ég að það væri auðvelt mál. Ég kemst fljótt að því að svo er ekki. Það er svo með minni manna að því er oft illa að treysta vikur eða mánuði aftur í tímann, hvað þá tvo - þrjá áratugi. Ég ætla því ekki að vera að eltast við ártöl á þeim ferðum sem ég nefni, né taka fram fjölda þátttakenda upp á mann. Til þess vantar mig heimildir og treysti ekki á minni. Ég ætla því aðeins að skýra frá hvert var farið og hvemig ég upplifði þessar ferðir. Fyrsta ferð sem ég man eftir var ferð á hestum í Brúarárskörð upp úr 1950. Þá var ég of lítill til að vera þátttakandi en horfði á fjöldann fara inn Götur og þótti mikið til koma. Gísli Bjamason festi þá ferð á filmu og er hún nú ómetanleg heim- ild um skemmtiferð Ungmennafélagsins. Það er dálítið merkilegt að það er eina ferðin sem til er kvikmynd af. Margar seinni ferðir geta tæpast státað af ljósmynd hvað þá meira. Fyrsta ferðin sem ég var þátttakandi í var farin vestur í Borgarfjörð laust eftir 1960. Þátttakendur voru á að giska 20-30. Lagt var af stað snemma á laugardegi og ekið sem leið lá niður Grímsnes, út á Þingvöll umUxahryggi íLundareykjadal. Guðmundur Ingimundarson var leiðsögumaður og var nánast sama hvar ferðast var, hann kunni örnefni, bæjamöfn og sögur allsstaðar. Fyrri daginn var ekið upp að Hraunfossum, snúið þar við og gist í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal. Um kvöldið var farið á ball í Brún í Bæjarsveit. Seinni daginn var ekið vestur í Mýrarsýslu allt vestur í Bifröst, þar sem matur var snæddur. Gengum á Brábrók og skoðuðum fossa í Norðurá. Síðan haldið heim. Ólafur Ketilsson keyrði rútuna sjálfur og hélt margan fyrirlesturinn um vegagerð og man ég ekki úl að nokkurs staðar væri vegaspotti á allri leiðinni sem hlyti hrós og keyrði hann eftir því. í endurminningunni er mér þessi ferð stórkostleg. Ég hafði heyrt og lesið um Jón H. Sigurðson. mörg ömefni og staði á þessari leið og þarna gafst tækifæri til að berja þá augum og fá heildarmynd af þessu fallega svæði undir góðri leiðsögn. Þessi ferð jók svo sannarlega við þekkingu mína. Næsta ferð var farin í Landmanna- laugar. Þátttakendur vom nú miklu fleiri en í þá fyrri og var farið á tveimur rútum. Ekið var austur í Holt, upp Land og farin nyrðri brautin inn í Laugar. Engar virkjanaframkvæmdir voru þá hafnar á Þjórsársvæðinu og voru því vegir mjög ógreiðfærir. Þoka og rigningarsuddi juku enn á auðnina sem er alveg nóg þama fyrir. Skyggni því lítið. Það var komið kvöld þegar tjaldað var í Landmannalaug- um. Kristinn á Brautarhóli var leiðsögumaður og fór á kostum eins og hans var von og vísa. Ég stend enn í þeirri trú að þær Landmannalaugar sem við heimsóltum þama séu allt aðrar Land- mannalaugar en ég hef komið í síðan. Bæði er að þær vora svo langt í burtu og ekki síður hitt að þær snéru alveg öfugt. Ég upplifði þama í fyrsta sinn að verða áttavillturogsvovarmeðokkurflest. Um morguninn sá til sólar og þá hófust deilur um áttir á þessum stað og ekki bar öllum saman. Kristinn var látinn skera úr og þá sagði einhver maður í hópnum með efasemdatón: “Er þá suður þama fyrir norðan sólina?” Fyrir hádegi var gengið um svæðið og skoðuð öll sú fjölbreytta litadýrð sem náttúran hefur sett þar saman í aldanna rás. Andstæðurnar eru miklar, skaflar í giljum annars vegar, kraumandi leirpyttir hins vegar. Eldar, ís, vinjar með háfjallagróðri, auðnir. Á heimleiðinni var ekin Dómadalsleið. Þar var skárri vegur, meiri gróður, en á nyrðri leiðinni og sauðfé víða á beit en það fannst okkur stritbændum ómissandi til að lífga upp á náttúrana. Áð var við Landmannahelli, þaðan ekið í byggð og niður Rangárvelli í Gunnarsholt og Keldur og margt skoðað. Þetta var ágæt ferð og stækkaði sjóndeildarhringurinn til muna. Ýmsir í Umf. Bisk., fyrst og fremst þeir sem sátu heima, höfðu fengið þá skoðun að þessar tveggja daga ferðir væru drykkju og slarkferðir. Auk þess gætu ekki allir sem vildu farið í tveggja daga ferð. Því var næsta ferð eins dagsferð og nú var farið í Surtshelli. Ein rúta fylltistaf fólki eða um 40 manns tóku þátt í ferðinni. Ekið var um Gjábakkahraun, Þingvöll og Kaldadal í Kalmannstungu. Þar var áð og m.a. gömlu heyin skoðuð. Ekki var neinn með í ferðinni vel kunnugur þessu svæði svo það varð á ráði að reyna að fá Guðmund Pálsson á Húsafelli sem leiðsögumann og varð hann góðfúslega við þeirri bón. Það var ómetanlegt fyrir okkur að fá hans lýsingu á ömefnum á svæðinu og sögu Surtshellis. Hann lóðsaði okkur yfir urð og grjót í munn- anum og inn í leyndustu afkima hellisins þar sem útilegumenn höfðust við fyrrum og beinahrúgur bera nú vitni um. Við höfðum haft kyndla með okkur og nú komu þeir í góðar þarfir. Af þeim var nægilegt ljós til að rata um hellinn en það kom bræla af þeim sem var til óþæginda. Einnig fór Guðmundur með okkur í Stefánshelli, sem er alveg hjá Surtshelli, og x jarðfræðilegum skilningi eru þeir einn og sami hellirinn. Stefánshellir er frekar vandfundinn, opið lítið og oft hamlar ís og snjór för inn í hann. Hann ermiklu sléttari að innan en í honum eru margir ranghalar og því verra að rata um hann en Surtshelli. Eftir hellaskoðunina var farið í Húsafell og afl reynt við Kvíahellu Snorra prests. Hellan er um 180 kg á þyngd og erfitt að ná taki á henni. Það eru því aðeins heljarmenni sem ná henni ffá jörðu. Margirreyndu að ná henni á loft án árang- urs, en Guðni Lýðsson hóf hana upp fyrir beltisstað. Á heimleiðinni var ekið um grösugar sveitir Borgarfjarðar, sem komu okkur, sem þátt tóku í fyrri ferðinni, kunn- uglega fyrir sjónir. Þama sá ég hve mik- inn fróðleik ferðir sem þessar geta veitt manni. Öllum fannst þessi ferð heppnast hið besta. 30 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.