Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Side 35

Litli Bergþór - 01.12.1988, Side 35
Breyttir tímar Ingigerður Einarsdóttir Þegar ég lít til baka til þeirra ára, er ég starfaði með Ungmennafélaginu, kemur oft upp í hugann sú aðstaða sem þá var til að koma saman, hvort sem var verið að æfa leikrit, fara á félagsfund, á íþróttaæfingu eða hvað sem gera þurfti. Þó að vegir væru komnir um sveitina að nokkru leyti, voru bflar svo fáir, að oftast varð að notast við postulahestana, a.m.k. að vetrinum. Mér er minnisstætt eitt sinn haustið 1939. Þá var ég um tíma að vinna við Geysi, við íþróttaskólann. Mig minnir í veikindaforföllum. Þetta var um mánaðamótin nóv.-des. Áður var ég búin að lofa að taka þátt í leiksýningu, sem vera átti á jólaskemmtuninni á Vatnsleysu. Eitthvað þurftum við að æfa fyrir sýninguna og ég fór gangandi frá Geysi fram að Vatnsleysu og svo uppeftir aftur um kvöldið eftir æfingu. Þetta eru um 12 kflómetrar. Ekkimanégeftiraðmérþætti þetta nokkurt tiltökumál. Ég var búin að lofa þessu og við það varð að standa, þó að gönguleiðin væri lengri frá Geysi en Holtakotum. Mér er minnisstætt hve veðrið var gott um kvöldið, þegar ég fór uppeftir. Tunglskin varsvoekki varmjög dimmt. Mér er líka minnisstæð góðsemi hjónanna við Geysi. Þau höfðu engin orð um það þó að ég eyddi þama miklum hluta úr degi ífá annrfld því, sem hjá þeim var svo oft. Þeirra hjóna, Sigrúnar og Sigurðar, minnist ég ætið með þökk og Ingigerður Einarsdóttir. virðingu. Þau eru í mínum huga þær mætustu manneskjur sem ég hef kynnst. En þetta var nú útúrdúr. Annað er það ferðalag sem ég vil rifja upp. Það sýnir vel hve mikið var lagt á sig til að takaþátt í starfi Ungmennafélagsins. Það hefur líklega verið vorið 1940 eða 1941 að íþróttamót Skarphéðins var haldið að Brautarholti á Skeiðum. Eitthvað af Tungnafólki átti að taka þátt í íþróttum og glímu, svo vorum við lflca nokkur sem fórum bara til að skemmta okkur. Þá var ekki komin brúin hjá Iðu og vegurinn frá Spóastöðum að ferjustaðnum var slæmur. Fyrir sunnan ána var enginn vegur fyrir bfla lengra en upp að Reykjum á Skeiðum. Við fórum af stað frá Holtakotum kl. 7 um morguninn í boddí-bílnum hans Eiríks í Fellskoti. Við vorum, að mig minnir 12 saman þegar allir voru komnir. í boddíinu hristumst við eins og leið lá niður að ferjustaðnum við Iðu. Loftur flutti okkur yfir í bátnum. Svo fórum við gangandi eða öllu heldur hlaupandi eftir Hvítár- og Laxár-bökkum. Það var greiðfært og þurrt, þó að það sé æði mikið lengra en þar sem vegurinn liggur nú. Vestan við Reyki kom fólksbfll á móti okkur. Hann gat ekki tekið nema helminginn af fólkinu og það urðu auðvitað að vera þeir sem áttu að taka þátt í íþróttunum, því að nú var komið vel fram yfir hádegi og mótið að byrja. Við hin urðum því að skokka áfram. Svo kom bfllinn aftur og keyrði okkur síðasta spölinn. Þá varnúþvíþráðatakmarki náð, og ég held bara að við höfum skemmt okkur vel á mótinu, fyrst við að horfa á íþróttimar og síðan á ballinu á eftir. Þá var byrjað að dansa þegar keppninni lauk og dansað til 11 um kvöldið. Þá var nú heimferðin eftir og hún varð endurtekning á ferðinni um morguninn. Mig minnir að við fengjum bfl með okkur að Reykjum og þaðan var labbað. Eitthvað fórum við hægara yfir en um morguninn. Nú fór líka að rigna. Það húðrigndi og það var orðinn heldur slæptur hópur, sem kom að Iðuferju um nóttina. Þrjár stúlkumar fóru ekki lengra og fengu gistingu á Iðu. Við hin héldum áfram. Á bakkanum hinum megin beið Eiríkur eftir okkur með sínu alkunna æðruleysi. Það var gott að setjast upp í boddíið, þó að bekkimir væru ekki bólstraðir. Heim kom ég kl. 5 um nóttina og var víst fljót að sofna. Ég veit að þessi upp- rifjun, er ég hef sett hér á blað er ekkert einsdæmi eða merkilegri en margt annað frá þessum tíma, en mikil er sú breyting borið saman við samgönguhraða nútímans. ^ Það er gott til þess að vita, að þrátt fyrir breytta tíma lifa ungmennafélögin ennþá góðu lífi og leggja sitt af mörkum til að mannbæta þegna þjóðfélagsins. Svo óska ég Umf. Bisk. til hamingju með 80 ára afmælið. E 3 Litli Bergþór 35

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.