Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Page 36

Litli Bergþór - 01.12.1988, Page 36
Vaknaðu Lénharður, vaknaÖu[ Halla Bjamadóttir Er ég fluttist hingað vorið 1960 var Aratunga í byggingu svo fundarhúsið á Vatnsleysu var enn notað til allra félagsstarfa. Það var gaman að Ienda svona í hringiðu sveitarinnar, alltaf eitthvað að gerast, það leið varla sá dagur að ekki kæmi einhver á bæina, annað hvort í mat eða kaffi eða bara til að spjalla. Alltaf var nóg til af öllu handa öllum sem komu. Þetta virtist allt svo auðvelt í höndum mágkvennanna hér. Það var allt eitthvað svo auðvelt í gamla daga. ÚrErá meðan er. Gunnlaugur Skúlason. Það fyrsta sem ég komst í snertingu við leikist hér var að það var verið að æfa leikþátt fyrir þorrablót og var skifst á á bæjunum að hafa kaffi fyrir fólkið, er það var að æfa í fundarhúsinu. Nú voru góð ráð dýr. Tengdamamma ekki heima og komið að mér að hafa kaffið. Ég held ég hafi aldrei haft eins mikið fyrir kaffi á ævi minni, svo feimin var ég, en allt gekk það einhvem veginn. En minnistæðastur af þessu þorrablóti er baðstofuþáttur, sem var víst aldrei æfður og búinn lil að mestu Úr Bör Börsson. Amór Karlsson, Ragnar Ragnarsson, Margrét Kristinsdóttir og Sigurður Þorsteinsson. Úr Er á meðan er. Gústaf Jónsson og Halla Bjarnadóttir. Litli Bergþór 36

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.