Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Page 40

Litli Bergþór - 01.12.1988, Page 40
Ur Tobacco Road Eyþór Árnason, leikstjóri í hópi leikara og aðstoðarfólks. Magnús Jónasson, Jón Þór Þórólfsson og Páll Skúlason. Brynjar Sigurðsson og Ragnheiður Jónasdóttir. Magnús Jónasson, Ragnheiður Jónasdóttir, Drífa Krisljánsdóttir og Sigríður J. Sigurfinnsdóttir. E treyst sér til að taka það til sýninga. Tókst sýningin með miklum ágætum og sýndu allir leikarar mjög góðan leik. Sunna Borg var einnig leikstjóri við þetta verkefni og sýndi hún mikinn dugnað, útsjónarsemi og mikla smekkvísi í starfi sínu og sýndi að hún var vandanum vaxin. Ég hef stiklað á stóru í leiklistarsögu Umf. Bisk.frá 1960-1980. Ég hef sleppt mörgum nöfnum sem komið hafa við sögu félagsins á þessu tímabili. Hefði það orðið of langt mál og bið ég velvirðingar á því. Ég verð ævinlega þakklát Eiríki Sæland fyrir að lofa mér að vera með á sínum tíma. Það hefur gefið mér mikið og vona um leið og ég óska nýrri kynslóð leikara alls hins besta, að það gefi þeim eins mikið og mér var gefið í þessu starfi. 40 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.