Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Page 48

Litli Bergþór - 01.12.1988, Page 48
Selfoss. Læt ég staðar numið nú og þó ég hafi í nokkur ár keppt í sundi og í öðrum íþróttagreinum fyrir Umf. Bisk. á ég margar góðar og hlýjar minningar frá þeim árum. Er ég horfi til baka og ber saman hvatann sem liggur á bak við keppni nú í dag og þá, undrast ég. Þá var um að gera að vera með félögunum í leik og gleði og að fá þá að ferðast, en nú í dag er meiri áhersla að ná sem bestum árangri. Sundmál í dag Sigurjón og Skúli Sæland Til þess að sýna stöðuna eins og hún er í dag, langar okkur að rekja árangur undanfarinna ára. Frá því að Reykholtslaug var tekin í notkun hafa verið haldin nokkur innanfélagsmót, auk árlegra móta móti milli Umf. Hrun., Umf. Bisk.og Umf. Skeið., síðustu tíu árin. Því móti var komið á fót er Umf. Bisk.varð 70 ára. Sumarið 1986 var síðan innleitt re- glubundið mótahald hér innansveitar. Varð reynslan strax svo góð að ákveðið var að halda þeim áfram. Þetta sumar var að venju tekið þátt í Millisveitamótinu og vannst sigur. Æfingasókn var góð og mættu að meðaltali fimm á æfingu. Veturinn 1986-1987 voru reglubundnar æfingarogaðmeðaltalisexáæfingu. Um sumarið tókst innanfélagsmótið vel og æfingasókn mjög góð um tíma að meðaltali. Hinn svarti og óafmáanlegi blettur var hinsvegar sá að bikarinn tapaðist til Hrunamanna á Millisveitamótinu. Veturinn 1987-1988 var ekki látið deigan síga þrátt fyrir þessi áföll og æfingar stundaðar af kappi. Þessi tvö ár sáu Magnús Ásbjömsson og Sigurjón Sæland um formennsku sund- nefndar og þjálfun til skiptis. í sumar voru haldnar þrjár æfingar á viku kl. 19.30-20.30. þriðjudags- miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Mættu að meðaltali 7 manns á æfingu. Voru þeir yngstu og sprækustu pjakkamir þeir Axel og Guðjón Smári en öldungamir voru Linda og Magnús. Árangur æf- ..........i*..... Sundlið Umf. Bisk. Sigurlið á HSK sundmóti í Langaskarði árið 1961. Oft skapast mikil stemmning á sundmótum Hruna- Skeiða- og Biskupsungnamanna Skúli og fleiri hvetja sitt fólk. Já, menn bera sig vel að afloknu góðu móti. F.v. Magnús, Sigurður Óli, Sigurjón og Róberl. 48 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.