Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Síða 49

Litli Bergþór - 01.12.1988, Síða 49
Fjögur náskyld sem hafa komið við sögu sundsins hjá Umf. Biskupstungna. F.v. Hulda, Gústaf, Skúli og Eiríkur, öll Sæland. inganna sýndi sig hvað best sem mjög samstilltur hópur sem skemmti sér hið besta á Millisveitamótinu. Og ekki má gleyma því að einstaklingar margbættu árangur sinn í sundi. í þetta skipti var Sigurjón formaður en Skúli Sæland og Linda Guðjónsdóttir þjálfarar. Tekið var þáttí Héraðsmóti H.S.K. í sundi um vorið. Var farið með því hugarfari að hafa bara gaman af og því náðist viðunandi áran- gur. Ekki reyndist unnt að taka þátt í aldursflokkamóti H.S.K. í sundi, því sundliðið var statt í Þórsmörk við æfingar (ehem). í lok sumarsins kom svo hápunkturinn. Farið var að Flúðum og bikarinn endurheimtur á eftirminnilegan hátt. Ekki má gleyma innanfélagsmótinu. Það heppnaðist mjög vel undir stjóm Gunnars Tómassonar og mættu margir krakkar með foreldra sem bakhjarla, til leiks og var af hin besta skemmtun. Bætt var við hefðbundna aldursflokka- skiptingu nýjum flokki sem hlaut nafnið Píslir og var fyrir 9 ára og yngri. Var ekki á öðru að sjá að krakkamir skemmtu sér hið besta og var keppnin hörð í öllum aldurshópum. Við getum engan veginn lokið umfjöllun um sundæfingar né innanfélagsmótin án þess að ljúka lofsyrði á sundlaugamefndina. Hefurhún reynst okkur alveg ómetanleg og eigum við henni miklar þakkir skildar. Eitt helsta vandamálið í sundinu í gegnum árin hefur verið skortur á sundfólki. Til dæmis kom í Ijós að þcgar krakkar fæddir 1979 færðust upp úr yngsta aldurshópnum yfir í miðhópinn þá stórvantaði krakka í yngsta hópinn. Þetta er hinsvegar að batna núna og framhaldið lofar góðu. Markmið sundnefndarinnar er að auka samveru og áhuga á sundi í gegnum æfingar og sundmót. Að lokum viljum við hvetja sem flesta til að mæta á æfingar og sérstaklega Innanfélagsmótið. Sundliðið sem sigraði á Flúðum 1988. í Reykholtslaug 1980. Grímur Bjarndal mótsstjóri og fleiri. Sundfólk Umf. Bisk. sem sigraði glæsilega í Skeiðalaug 1978. Litli Bergþór 49

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.