Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Qupperneq 50

Litli Bergþór - 01.12.1988, Qupperneq 50
Magavöðvar eða aukakíló Ingunn Sighvatsdóttir Þegar ég sest niður og reyni að rifja upp eitthvað skemmtilegt frá þeim árum þegar íþróttir voru mitt stærsta og mesta hjartans áhugamál, þá hellist fyrst og fremst yfir mig algert minnisleysi. Und- arlegt - atburðir, ártöl - allt rennur saman í hnausþykka móðu svo hvergi glittir í samhengi, hvað þá heldur samfellda atburðarás. Þó er eitt ljóst: síðan þetta var eru liðin ótrúlega mörg ár, mörg orð, mörg kíló... o.s.frv. Af þessum orsökum mun þessi pistill hafa lítið sagnfræðilegt gildi. Frekar er um að ræða samtíning af þeim minningarbrotum sem þó ruslar upp í huga minn. Engar afrekaskrár né listi affeksmanna frá þessum árum í sögu Ungmennafélagsins þegar íþróttir áttu Ingunn Sighvatsdóttir greinarhöfundur, keppir á Borg 1978. þessum árum, -það er á íþróttavængnum- og rifja upp nokkur minnisstæð mót og hvað mest upp á pallborðið hjá okkur krökkunum í sveitinni. Þvíþað þori ég að fullyrða, að á þessum árum, 1975- 80,vorum við hreint ótrúlega efnilegur hópur íþróttafólks sem hafði mikinn metnað til að bera fyrir hönd Umf. Bisk. og þurfti ekki að pína á mót með fortölum og eftirgangssemi.(Því lenti maður hins vegar í árin eftir blómaskeiðið.) Ég ætla nú að tæpa á því helsta sem var á döfinni hjá Ungmennafélaginu á .............. Körfuknatt- leiksliÖ Umf. Bisk. í kvenna- flokkiárið 1978. Fremri röð f.v: Ingunn, Mar- grétt og ólöf. Efri röð f.v: Sigríður, Bryn- dís, Guðbjörg og Helga. sigra. Að lokum æda ég að glugga í eigin “afreksskrá”, því hún er jú það eina sem ég treysti mér til að vitna í án þess að þurfa að grafa upp heimildir og vera með þess háttar vesen. Það var mikil gróska í íþróttastarfsemi félagsins á þessum árum eftir nokkra ládeyðu. Þriggjafélagamót Umf. Bisk., Umf.L., og Umf. Hvatar í Grímsnesi, tvisvar á ári, -vor og haust-, var endurvakið eftir langt hlé og það ýtti heldur betur við metnaði og löngun fólks til að standa sig. Innanfélagsmótin öðluðust þá einnig auknar vinsældir þar sem þau voru um leið úrtökumót fyrir þriggjafélagamótið. Mikil íþrótta- vallarumræða komst í gang og farið var af stað með þær framkvæmdir sem em enn í gangi í Reykholti. Skipulagðar voru æfingar yfir sumartímann og frjálsar íþróttir fengu sitt eigið kvöld svo ekki var alltaf spilaður fótbolti. Innanfélagsmótin voru geysifjölmenn, mikil keppni og áhugi rflcli enda skilaði þetta sér í árangri í stærri keppnum innan H.S.K., þar sem við vorum um tíma ávallt á meðal efstu félagsliðanna. Ég held að ferskleikinn sem var yfir starfseminni á þessum árum hafi verið aðalforsenda þess hversu vel tókst að æsa menn til afreka á mótum. Það var mikil gleði samfara því að vinna sigur á þriggjafélagamótinu, enda Laugdælir svamir óvinir í þessum bransa. Þetta mót unnum við oftast fyrstu árin. Þó var sigurvíman mest þegar okkur tókst 1979, á héraðsmóti H.S.K. innanhúss sem haldið var í Hveragerði, að Ieggja sjálft einveldið Umf. Selfoss að velli og verða H.S.K. meistarar í frjálsum íþróttum innanhúss. Hinir metnaðarfullu og sjálfsánægðu Selfyssingar máttu hundskast heim með silfur og man ég að það hlakkaði mikið í okkur á heimleið. Enda held ég að þetta verði að tcljast frábær árangur þegar hugleitt er hvílíka yfirburði Selfyssingar hafa lengstum haft í þessari grein íþrótta, - og ef borin er saman aðstaða og aðbúnaður þessara tveggja ungmennafélaga. Ég hef nú reynt að gera mér grein fyrir orsökum þess mikla íþróttaáhuga semríktiáþessumárum. Svoskyndilegur og mikill áhugi og árangur í kjölfar hans hlýtur að eiga sér einhverja uppsprettu, jafnvel þó horft sé fram hjá því að þetta voru einfaldlega stórir árgangar af hraustu fólki á besta aldri. Skyldi Þórir á Geysi hafa átt nokkum þátt í þessu? Jú, örug- glega, allavega eru mínar fyrstu íþróttaminningar mjög tengdar honum. Fyrst kemur upp í hugann minning úr Reykholtslaug. Veðurlýsing: Tíu vind- ] 50 Litli Bergþór
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.