Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.05.1992, Page 46

Skólablaðið - 01.05.1992, Page 46
46 SKÓLABLAÐIÐ Niðurskurður í framhaldsskólum - eftir Þórmund Jónatansson VI.A. Ars eductionis vis est! - Mennt er máttur! / mörg hundruð ár höfum við haldið á lofti þeirri skoð- un að fjársjóður okkar sé falinn í menntun. Við höf- um þraukað, byggt upp velferðarkerfi og staðist sam- keppni við önnur lönd á grunni hennar. Við höfum ráðist að fáfræðinni og teljum okkur þar af leiðandi menningar- þjóð. Upp á síðkastið hafa mér fundist þessi orð innan- tóm! Það hlýtur að teljast öfugþróun að stytta nám, gera minni kröfur og einfalda námsframboð! Árangur kennslu minnkar ef komið er á svokallaðri hagræðingu með því að ráða færri kennara sem kenna fleira tíma! Árangurinn hlýtur að minnka ef bekkjum er skellt sam- an eða kennslustundum fækkað í grein! Árangur hlýtur einnig að minnka ef meira og minna er boðið er upp sama námsefni í öllum skólum! Árangurinn verður enginn ef stoðunum er kippt undan í grunnskólakerfinu! En þetta er einmitt það sem við blasir! Niðurskurði ríkis- stjórnarinnar s.k. flötum niðurskurði er beint gegn öllum sviðum menntakerfis á íslandi. Hann bitnar ekki síður á Menntaskólanum. Hann telst vera samtals 8%, þar af 6.7% af launakostnaði og 1.3% af rekstrarkostnaði. M.R var gert að spara 6.22% af launakostnaði og í stað tæpra 132 milljóna fékk skólanefnd aðeins 123.6 milljónir til umráða. Síðan er skólanefnd og rektor einfaldlega gert að gera sér það að góðu og skera niður fjárútlát í samræmi við það eins og skólinn hafi þurft þess með. Skólinn hefur hingað til verið rekinn með lágmarkstilkostnaði. Mest öll framþróun í tækja- og húsnæðismálum hefur mátt sitja á hakanum. Framþróun í tækjamálum er að stórum hluta að „Þessi skóli sem og aðrir skólar munu ekki geta staðið undir nafni í framtíðinni. ém.. t ' ~' - -T'T Dagar íslenskunnar eru talnir.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.