Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.05.1992, Page 48

Skólablaðið - 01.05.1992, Page 48
48 SKÓLABLAÐIÐ LEIKDÓMUR Salka Valka á Herranótt — eftir Hrannar Má Sigurðsson IV.M. Herranótt hefur tekið til sýninga söguna af Sölku Völku eftir Halldór Laxness. Það er án efa erfitt að koma svo stóru og krefjandi verki á fjalirnar en Herranótt leysir verkefnið vel af hendi og kemur þess- ari víðfeðmu baráttusögu af sjálfstæðri manneskju ágæt- lega til skila. Uppfærslan er góð og orkar eins og atóm- bomba á mann hversu vel áhugaleikhópur túlkar mikið verk. Leikstjóri hefur átt góða samvinnu við leikendur og á lof skilið. Einföld og fábrotin leikmynd er í senn sterk og laus við alla óþarfa auka leikmuni. Lýsing og leikmynd ná ágæt- lega saman og umhverfið breytist í raun eftir stöðum, þó að sama leikmyndin sé á sviðinu út allt verkið. Leikarar unnu verk sín vel og samvinnan í hópatriðum var einstaklega kraftmikil. Söngatriði voru líka þrungin orku. Sólveig Arnarsdóttir og Gréta María Bergsdóttir, sem leika mæðgurnar Sölku og Sigurlínu, vinna vel saman og kippir Sólveigu heldur betur í kynið, því að hún túlkar hlutverk sitt, Sölku, á svo kynngimagnaðan hátt að maður fellur í stafi. Gréta leikur af innsæi og snertir áhorfandann djúpt, þegar hún sýnir eymd og volæði Sigurlínu rétt áður en hún gengur í sjóinn. Sólveig leikur Sölku á yngri árum, en Berglind Hálfdánsdóttir leikur hana, þegar hún er tek- in að stálpast. Berglind sýnir góðan leik og kemur á óvart undir lok leikritsins, þegar hún tjáir skýrt örvæntingu Sölku á kveðjustund hennar og Arnalds. Guðmundur Steingrímsson skilar hlutverki sínu með prýði og þegar hann er á sviðinu, sér maður Arnald fyrir sér sem ungan saklausan dreng, feiminn og ástfanginn, og svo sem reynd- an, veraldarvanan mann uppfullan af bolsévisma. Frank Þórir Hall átti einnig prýðilegan leik sem Steinþór Steins- son; fylliraftur, sjómaður og mikilmenni. Andri Steinþór Björnsson stingur í stúf við aðra leikendur og á líflegan og frábrugðinn leik sem yfirgangssamur pabbadrengur. Helga Haraldsdóttir átti einnig ágætan leik eins og reynd- ar leikendur flestir. Tónlistin var áhrifamikil og hljómsveitarmeðlimir gerð- ir að virkum þátttakendum í sýningunni, hvort sem er á fundi hjá hernum eða í kröfugöngu verkalýðsfélagsins. í lok sumra atriða fannst mér ljósin slökkt aðeins of snemma og áhrifamáttur atriðanna þar með stífður. Skipt- ingum milli atriða hættu til að vera of stuttar eða óljósar, sér í lagi þegar langur tími leið milli atriða. Annars er leikritið með ágætum vel unnið og sannfær- andi. Leikurinn er lifandi og virkilega skemmtilegur. Leikmyndin er unnin af kostgæfni og tónlistin hrífandi. Uppfærslan í heild sinni er til fyrirmyndar. Höfundur er í Selsnefnd. „Þetta unga leikhúsfólk rœðst ekki ó garðinn þar sem hann er lœgstur, því Salka Valka er stórt verkefni fyrir nemendur í menntaskóla. “ - Úr leikdómi Mbl. 10. mars. HERA. Njqr Fallegar konur eiga að vera heimskar. - Davíð Þorsteinsson.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.