Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1992, Síða 48

Skólablaðið - 01.05.1992, Síða 48
48 SKÓLABLAÐIÐ LEIKDÓMUR Salka Valka á Herranótt — eftir Hrannar Má Sigurðsson IV.M. Herranótt hefur tekið til sýninga söguna af Sölku Völku eftir Halldór Laxness. Það er án efa erfitt að koma svo stóru og krefjandi verki á fjalirnar en Herranótt leysir verkefnið vel af hendi og kemur þess- ari víðfeðmu baráttusögu af sjálfstæðri manneskju ágæt- lega til skila. Uppfærslan er góð og orkar eins og atóm- bomba á mann hversu vel áhugaleikhópur túlkar mikið verk. Leikstjóri hefur átt góða samvinnu við leikendur og á lof skilið. Einföld og fábrotin leikmynd er í senn sterk og laus við alla óþarfa auka leikmuni. Lýsing og leikmynd ná ágæt- lega saman og umhverfið breytist í raun eftir stöðum, þó að sama leikmyndin sé á sviðinu út allt verkið. Leikarar unnu verk sín vel og samvinnan í hópatriðum var einstaklega kraftmikil. Söngatriði voru líka þrungin orku. Sólveig Arnarsdóttir og Gréta María Bergsdóttir, sem leika mæðgurnar Sölku og Sigurlínu, vinna vel saman og kippir Sólveigu heldur betur í kynið, því að hún túlkar hlutverk sitt, Sölku, á svo kynngimagnaðan hátt að maður fellur í stafi. Gréta leikur af innsæi og snertir áhorfandann djúpt, þegar hún sýnir eymd og volæði Sigurlínu rétt áður en hún gengur í sjóinn. Sólveig leikur Sölku á yngri árum, en Berglind Hálfdánsdóttir leikur hana, þegar hún er tek- in að stálpast. Berglind sýnir góðan leik og kemur á óvart undir lok leikritsins, þegar hún tjáir skýrt örvæntingu Sölku á kveðjustund hennar og Arnalds. Guðmundur Steingrímsson skilar hlutverki sínu með prýði og þegar hann er á sviðinu, sér maður Arnald fyrir sér sem ungan saklausan dreng, feiminn og ástfanginn, og svo sem reynd- an, veraldarvanan mann uppfullan af bolsévisma. Frank Þórir Hall átti einnig prýðilegan leik sem Steinþór Steins- son; fylliraftur, sjómaður og mikilmenni. Andri Steinþór Björnsson stingur í stúf við aðra leikendur og á líflegan og frábrugðinn leik sem yfirgangssamur pabbadrengur. Helga Haraldsdóttir átti einnig ágætan leik eins og reynd- ar leikendur flestir. Tónlistin var áhrifamikil og hljómsveitarmeðlimir gerð- ir að virkum þátttakendum í sýningunni, hvort sem er á fundi hjá hernum eða í kröfugöngu verkalýðsfélagsins. í lok sumra atriða fannst mér ljósin slökkt aðeins of snemma og áhrifamáttur atriðanna þar með stífður. Skipt- ingum milli atriða hættu til að vera of stuttar eða óljósar, sér í lagi þegar langur tími leið milli atriða. Annars er leikritið með ágætum vel unnið og sannfær- andi. Leikurinn er lifandi og virkilega skemmtilegur. Leikmyndin er unnin af kostgæfni og tónlistin hrífandi. Uppfærslan í heild sinni er til fyrirmyndar. Höfundur er í Selsnefnd. „Þetta unga leikhúsfólk rœðst ekki ó garðinn þar sem hann er lœgstur, því Salka Valka er stórt verkefni fyrir nemendur í menntaskóla. “ - Úr leikdómi Mbl. 10. mars. HERA. Njqr Fallegar konur eiga að vera heimskar. - Davíð Þorsteinsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.