Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.05.1992, Side 71

Skólablaðið - 01.05.1992, Side 71
SKÓLABLAÐIÐ 71 Quid novi? Innan fimmta bekkjar eru margar kvikmyndastjörnur. Sólveig Arnarsdóttir og Helga Haraldsdóttir leika í Inguló og auk þess á Sólveig margar aðrar myndir að baki. Egill Örn 5.R lék í Hvíta Víkingnum sællra minn- inga og það gerði Rafn 5.R einnig. Egill átti líka að leika í Húsinu en öll atriðin hans voru klippt burt. Kristín Martha 5.Y lék í Útlaganum og Sigurveig 5.S lék í í Skugga Hrafnsins. Þá lék Magnús quaestor í Hrafninum sem flaug. Sigríður Hagalín 5.A var svo tilnefnd til Elías- arverðlaunanna fyrir leik sinn í Börnum Náttúrunnar. Loks brá Ottó 5.S fyrir í myndinni Once upon a time in America en hann lék hins vegar ekki í dönsku stórmynd- inni Otto er et Næsehorn. * Eldtungurnar léku um sali Útrásar á dögunum. Kveikt var í klósetti stöðvarinnar sem var staðsett í kjallara Fjöl- brautarskólans við Lada umboðið seint um kvöld um daginn. Varð þetta til þess að skólastjóri F.v.L.u. rak út- rásarmenn út úr húsi. Stöðin hefur nú fengið inni í húsi bifreiða-eftirlitsins uppi á höfða. Haft er eftir Agli Erni hvítvíkingi Útrásarmanni að um sé að ræða skipulagt hryðjuverk öfgasamtakana: Sameinumst gegn BÖLINU. í hótunarbréfi sem fylgdi með íkveikjunni kom fram ský- laus krafa um að þætti tvímenninganna Egils Arnarssonar og Stefáns Jónssonar verði tafarlaust hætt. ♦ Því er ekki að leyna að í Menntaskólanum starfar íþrótta- félag. Hefur stjórn þessa félags vakið athygli fyrir ýmissa hluta sakir, einna helsta þó fyrir afar athygli verðar aug- lýsingar. Á þessum auglýsingum hefur stjórnin fengið út- rás fyrir sínar bældustu hvatir með því að skrifa „áfram kr“ og „áfram united". Mesta athygli vöktu þó piltarnir fyrir auglýsingu sem sýndi lampa einn í fullri reisn. Hjá þessari mynd stóð ritað: „John Holmes kemur og sveiflar rækjum í hléi“. Eitthvað fór þetta veggspjald fyrir brjóstið á yfirvöldum skólans þar sem þeim þótti það vera óvirðing við látinn mann að boða komu hans á íþróttamót. ♦ Nú hefur komið í ljós að plötuspil í kjallara Kösu í vik- unni fyrir árshátíð Framtíðarinnar var skipulagt af þeim Guðna og Elíasi. Mun þetta hafa verið ráð þeirra til að bæta mætingu nemenda. Eins og nemendur vita þá hafast skróparar oft við í kjallaranum en mæting þeitta breyttist mjög til batnaðar er Framtíðin hóf að spila plötur sínar (sem eflaust eru jafn gamlar félaginu) daginn út og inn, í Kösu. Aðspurður sagði Grímur Grímsson þekktur Kösu- sætill að hann hafi barasta neyðst til að fara í tíma því væl- ið hafið verið óbærilegt. Sannarlega vel heppnað herbragð það. * Ungur maður vakti athygli fyrir ári er hann hugðist taka að sér forsetastarf Framtíðarinnar. Eitthvað fór úrskeiðis og Andri náði ekki kjöri en hlotnaðist ekki síður áhuga- vert embætti. Þ.e. að verða ritstjóri hins gagnmerka tíma- rits Yggdrasils, (sem gárungar kalla reyndar „Yggdrasl- ið“). Því er ekki að leyna að Andra hefur tekist að leyna Yggdrasli afar vel fyrir nemendum. Aðeins hefur komið út eitt tölublað í vetur og annað er ekki í sjónmáli. Andri! Við viljum að þú vitir það að fólk er svekkt. Það treysti á þig en þú brást þeim! Andri! Fólk hefur tilfinningar. Samúðarverðlaun Skólablaðsins: ST-menn Samúðarverðlaun Skólablaðsins falla að þessu sinni í hlut ritstjórnar Skólatíðinda fyrir að láta ekki hugfallast þótt á móti blási. Það hlýtur að vera lýjandi fyrir litla busa, að streitast við að reyna að ná vinsældum innan skólans, en uppskera ekkert nema ónot og illar augngotur frá skólafélögum sínum. Það er ekki gaman fyrir við- kvæmar sálir og brothætt hjörtu, að leggja nótt við nýtan dag í blaðaútgáfu, með svo takmörkuðum árangri sem raun ber vitni. 3.bekkingarnir: Benedikt, Garðar, Guð- mundur og Hrafnkell eru í raun vænstu skinn með mikinn metnað og stóra drauma, en heimurinn er vondur og það er ekki öllum gefið að vera sniðugir og skemmtilegir. Þó verður að segja þeim snáðum til hróss, að þeir eru haldnir óbilandi bjartsýni á að þeim komi til með að takast vel upp, hvað sem á dynur. (Nema fimmti maðurinn, Ingólf- ur, sem flúði sökkvandi fleyið og sagði sig úr ritstjórninni í tæka tíð.) Enda þótt enn hafi ekki örlað á fyndni í textum þeirra St-manna, þá halda þeir áfram að reyna og þegar öllu er á botninn hvolft, þá er skiptir ekki öllu máli að vinna, bara að vera með. Við gefum St-mönnum 9.5 fyrir viðleitni. Þeir eru nú komnir í þann fríða flokk fólks sem hlotið hef- ur Samúðarverðlaunin eftirsóttu, en í fyrra féllu þau í hlut stjórnar Framtíðarinnar, fyrir fjármálastjórnun. Sannleikurinn er dýrmætur, förum því sparlega með hann. - Oskar Wilde.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.