Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Síða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.06.1998, Síða 3
Auðunn Bragi Sveinsson: Að skrifa dagbók er draumastarf Innsýn í líf unglings í afdal. Að skrifa dagbók er draumastarf; það dund mér leiðist eigi, sérstaklega ef segja þarf frá sigrum á lífsins vegi. Góðir áheyrendur! Erindi það, sem ég flyt félagsmönnum Ættfræðifélagsins hér á Hótel Lind, fjallar um aðaltómstundastarf •mitt allt frá æskudögum til þessa dags. Þetta tómstundastarf er bindandi. Eins og við tryggjum ekki eftir á, skrifum við ekki dagbók eftir á. Svo einfalt er það. Eg er að mestu alinn upp í afskekktum fjalladal á Norðurlandi, nánar tiltekið á Laxárdal í Austur Húnavatnssýslu. Þar fæddist ég á koti einu, sem Selhagi heitir og taldist reyndar á Skörðum, en ekki á dalnum. Fremsti bær dalsins var jafhan talinn Þverárdalur, sem skáldið Þorsteinn Erlingsson sagði í ljóði, að væri á hvers manns vegi, en ekki Bólstaðarhlíð, sem er þó í lágsveit og löngum höfúðból. Selhagi er, svo að ég geri grein fyrir staðsetningunni, rétt fyrir norðan Vatnshlíð, sem flestir þeir, er aka norður í land, vita hvar er. Leiti nokkurt ber á milli. Eg var á fyrsta ári, er foreldrar rninir fluttust með mig, sitt eldra bam, að bæ, sem nefnist Refsstaðir, og er á miðjum Laxárdal. Þar var dvalið í eitt ár, en flust þaðan að bæ utar á dalnum, sem Sneis nefnist. Dvölin þar varaði í níu ár. Bemska mín er þess vegna að mestu bundin við þennan stað. Vegna árása óþokkapilta, urðum við að flytjast burt af þessari jörð. Þá varð Skagaströnd fyrir valinu. Foreldrar mínir bjuggu í þrjú ár á höfúbólinu Vindhæli, sem að Hildbrandt hinn danski og Þórdís gerðu frægt á öldinni sem leið. Faðir minn kunni ekki við sig á Vindhæli, og ákvað að flytjast aftur fram á dalinn sinn. Þetta var fermingarvorið mitt, 1938. Ég var ekki hrifínn af að flytjast fram í fásinni dalsins. Ég var námfús og hafði gaman af að læra. Nú virtist loku fyrir það skotið að sinni. En ég dó ekki ráðalaus. Ég tók að skrifa mér ýmislegt til minnis í stílabækur á Vindhæli. Á ég það enn. Þar er að finna vísur, sem ég orti um félaga mína í bamaskólanum, sumar all svæsnar. Á ég enn þessar bækur og hef bundið þær inn. Fermingarvorið mitt vann ég sem kúskur í vegavinnu á Skagaströnd, Hallárdal og Norðurárdal. Þá tók ég að skrifa vinnutíma mína og útgjöld, sem að vom vitanlega takmörkuð. Þetta var orðið að ástríðu. Ritstörfm hafa síðan verið mér megin dægradvölin. En nú er ég kominn að meginefni þessa pistils. Kominn var 1. janúar 1939. Ég hafði keypt vasabók í litlu broti niðri á Blönduósi, er gerði för þangað, gangandi að venju, rétt fyrir jólin á undan. Þetta kver var ætlað til að skrifa mér til minnis ýmislegt, án þess að nokkurt skipulag fylgdi. En þetta fór á annan veg. Ég var allt i einu tekinn til við að skrifa dagbók, án þess að ég gerði mér það ljóst. Þegar ég lít yfir þessi skrif mín í dag, furða ég mig á ýmsu. í fyrsta lagi, hvað lítið ég skrifa daglega, aðallega veðrið. Þá skrifa ég mjög smáa rithönd. Spamaðurinn sat í fyrirrúmi, því að auralítill var ég, vægast sagt. Ég gætti þess, að aðrir væra ekki að líta í þessi skrif mín. Þó var engin læst hirsla til á bænum. Ég skrifaði á kvöldin og stundum á nóttunni. Ég er ekki viss um, að margir unglingar hafi verið líkir mér, hvað þetta snerti. En það gerði ekkert til. Ekki kom mér til hugar, þegar ég hóf þessi dagbókarskrif, mest ómeðvitað, að þau yrðu mér ævilöng iðja. Mjór er stundum mikils vísir, þó að ég telji hér ekki um merka starfsemi að ræða. Dagbókarskrifm 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.