Unga Ísland - 01.03.1944, Page 40

Unga Ísland - 01.03.1944, Page 40
SAGA ABRAHAMS En öll þau ár, sem Sara hafði verið kona Abrahams, og til þess tíma, er Faraó rak hana burt úr Egiptalandi, vegna þess að Abraham hafði kallað hana systur sína, hafði hún ekkert barn eignazt. En hún átti egipska ambátt, sem Hagar hét, og var hún mjög fögur. Sara kom nú að máli við Abraham og bað hann taka til sín ambáttina svo að hún gæti orðið móðir barna hans. Og Abraham hlýddi orðum Söru. Og Sara gaf Hagar’ ambátt sína, manni sínum fyrir konu, en er Hagar varð þess vör, að hún myndi brátt verða móðir, fyrirleit hún húsmóð- ur sína, vegna þess, að hún hafði aldrei getað eignazt barn. Þá varð Sara hrygg og sagði Abraham, að Hagar fyrirliti sig, og Sara mælti: Drottinn dæmi milli mín og þín. En Abraham svaraði: Sjá, ambátt þín er á þínu valdi, gjör þú við hana, sem þér gott þykir. 62 UNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.