Árbók VFÍ - 01.06.1992, Blaðsíða 32
30 ÁrbókVFÍ 1991/92
Island, sem það lágmark sem félagið setur varðandi inntöku nýrra félaga og rétt manna til að
kalla sig verkfræðinga. Nefndin undirbýr nú tillögur er lúta að því að auka kröfurnar í áföng-
um, þannig að í framtíðinni verði meistaragráða eða jafngildi hennar lögð til grundvallar.
Menntamálanefnd hefur lagt til við framkvæmdastjórn félagsins, að tekið verði upp þjón-
ustugjald fyrir afgreiðslu umsókna hjá nefndinni. Mikil vinna felst í að meta þær umsóknir
sem berast, og er þar að öllu leyti um sjálfboðavinnu að ræða. Stór hluti umsókna kemur frá
iðnaðarráðuneytinu vegna þeirra sem óska eftir leyfi ráðherra til að kalla sig verkfræðinga. í
þessum tilvikum er oft um að ræða einstaklinga sem ekki æskja inngöngu í félagið. Það er
þessi hópur sem nefndin hefur í huga, varðandi álagningu þjónustugjalds, en miðar við að
gjaldið verði ekki tekið af þeim sem óska eftir inngöngu í félagin.
Guðleifur M. Kristmundsson, formaður MVFl. (sign.)
11.2 Kynningarnefnd VFÍ
I kynningamefnd Verkfræðingafélags Islands, voru starfandi 1991/92:
Þorsteinn Þorsteinsson, formaður Daníel Helgason
Friðfinnur Skaftason Gissur Pálsson
Guðrún Ólafsdóttir Hermann Þórðarson
Haldnir hafa verið all margir nefndarfundir, en þeir hafa verið óformlegir og takmarkað
bókað. Er það í nokkru ósamræmi við eitt meginhlutverk nefndarinnar, sem er að hafa umsjón
með ýmsum fundum á vegum félagsins, að hafa ekki formlega skrá um eigin fundi.
Helstu störf nefndarinnar hafa snúið að fundahaldi og öðrum kynningarmálum, bæði meðal
félagsmanna sjálfra svo og út á við. A starfsárinu voru haldnir sjö Samlokufundir, en þeir eru
að jafnaði annan fimmtudag hvers mánaðar frá október fram í apríl. Aðsókn hefur verið upp og
ofan, stundum góð en of oft hefðu fleiri mátt koma.
Allir hafa fundirnir verið skemmtilegir og fróðlegir því gestirnir hafa haft frá ýmsu að segja.
Gestir á Samlokufundum síðasta starfsárs hafa verið þessir:
Ragnar Halldórsson, Sveinbjörn Bjömsson, Jóhann G. Bergþórsson, Magnús Jóhannesson,
Pálmi Kristinsson og Oddur B. Bjömsson.
Þó samlokufundir hafi verið ágætt form til kynningar og jafnvel skoðanaskipta er nauðsyn-
legt að breyta til að einhverju leyti svo ekki verði stöðnun, t.d. að binda sig ekki eingöngu við
Mynd 11 Frá ráðstefnu um út- og innflutning tœkniþekkingar og EES-samninginn, 30. nóv. 1991. Frá
vinstri á myndinni eru Þorsteinn Þorsteinssqn formaður kynningarnefndar sem var fundarstjóri og svo
þrír frummœlenda; Páll Sigurjónsson, forstjóri lstaks, Svavar Jónatansson stjórnarformaður Virkis-
Orkint og Friðrik H. Guðmundsson þáverandi varaformaður byggingarverkfrœðideildar VFI.