Árbók VFÍ - 01.06.1992, Blaðsíða 61
Skýrslur undirdeilda 59
íslands og Sigurður Brynjólfsson dósent í vélaverkfræði í Háskólanum.
Vinnuhópurinn hélt 10 fundi á árinu. Hann fékkst við hugtök úr aflfræði og burðarþolsfræði
(um 70 hugtök). Einar B. Pálsson undirbjó efnið, sem fjallað var um. Samráð voru höfð um
það við Þorstein Vilhjálmsson prófessor, formann orðanefndar Eðlisfræðifélags fslands.
Ekki er hægt að birta orðasafn í bók fyrr en búið er að afgreiða síðasta orðið á hverju sviði.
A hinn bóginn er mikilvægt fyrir orðanefnd, að íðorðum ásamt skilgreiningum, sem nefndin
býr til, sé komið sem fyrst á framfæri til þess að gagnrýni fáist á verkið. Árið 1989 bauðst því
Vegagerð ríkisins til að birta íðorðaskrár sem fylgiblöð með tímariti sínu „Vegamál“, er kemur
út nokkrum sinnum á ári. Á árunum 1989-1990 voru birtar þannig 18 síður (A4) af Orðasafni
um jarðfræði með samtals 274 hugtökum. Á árinu 1991 voru birtar til viðbótar 8 síður með
115 hugtökum. Þeir sem óska, fá þetta efni sent endurgjaldslaust jafnharðan og það kemur út,
ef þeir gera útgáfustjóra Vegagerðar ríkisins viðvart.
Verkefni orðanefnda er að auka svo íðorðum við íslenska tungu, að hún dugi til að fjalla um
viðfangsefni í nútímaþjóðfélagi, þ.á.m. um tækni og vísindi. Reynsla í orðanefnd okkar á
undanförnum árum sýnir, að verkefnið er svo mikið, að markmiðinu verður ekki náð með því
framtaki, sem nú er í íðorðastarfi í þjóðfélaginu. Miklu meira starf þarf til að koma, svo og
fjármunir.
Formaður nefndarinnar tók það mál upp árið 1986 við þáverandi menntamálaráðherra,
Sverri Hermannsson, en án árangurs. Árin 1989 og 1990 var þetta efni rætt við Svavar Gests-
son menntamálaráðherra og aðstoðarmann hans Gerði G. Óskarsdóttur. Þau sýndu því áhuga,
og má segja að nokkur árangur hafi náðst og að meiri væri í vændum. En þann 30. apríl 1991
urðu ríkisstjórnarskipti.
Óvissa um þessi mál leiddi til þess, að formaður orðanefndar ræddi við háskólarektor Sig-
mund Guðbjarnason um aðstöðu til íðorðastarfa og hugsanlegt framtak Háskóla íslands á því
sviði með hliðsjón af því, að háskólinn er mesti innflytjandi erlendra hugtaka til landsins.
Rektor tók því máli með áhuga og lagði það fyrir háskólaráð, sem samþykkti þann 25.10.1990
að beina þeim eindregnu tilmælum til allra háskóladeilda að þær vinni skipulega að því, að til
verði íslenskt íðorðasafn á kennslusviði sínu, og að líta skuli á vinnu við íðorðagerð sem sjálf-
sagðan þátt í fræðastarfi kennara og sérfræðinga í Háskóla íslands.
Háskólaráð gerði ráð fyrir því í samþykkt sinni, að orðanefndir á vegum háskólans rnyndu
njóta aðstoðar sérfræðinga frá Islenskri málstöð. Málstöðinni er vandi búinn í því efni sökunt
lítilla fjárráða og skorts á sérfræðingum í orðmyndunarfræði. Hún hófst handa með námskeiði
um íðorðastarf í nóvemberbyrjun 1991, sem ætlað var byrjendum á því sviði. Er litið á það sem
upphaf vfðtækara fræðslustarfs í íðorðafræði.
Sú hreyfing, sem vakin er, hefur orðið til þess, að gestir hafa kornið á tnarga fundi orða-
nefndar byggingarverkfræðinga árið 1991 til þess að kynnast því, hvernig íðorðastarf getur
farið fram í reynd með skipulegum hætti.
F.h. orðanefndar byggingarverkfrœðinga Einar B. Pálsson