Árbók VFÍ - 01.06.1992, Blaðsíða 282
280 ÁrbókVFÍ 1991/92
Mynd 3 Strandflóð síðustu 100 ára eru 59. Tvö
þeirra komu á óþekktum árstíma. Hin dreifðust á
mánuði ársins eins og myndin sýnir. 82% flóð-
anna komu síðla hausts og að vetri, frá því í
októher og fram ífehrúar.
flóð þannig á hlutlausan hátt frá öðrum flóð-
um. Þetta orð er því notað hér sem samheiti
um öll flóð á ströndum landsins, þar sem sjór
flæðir upp á landið.
6 Tíðni strandflóða við ísland
Greinilegt er af flóðaannálnum, að fleiri og
fleiri flóð komast á skrá eftir því sem nær
dregur nútímanum. Þannig eru aðeins 3 flóð í
annálnum frá fyrstu eitt hundrað árunum, sem
hann spannar. A hinn bóginn eru þau 59 frá
síðustu eitt hundrað árunum. I töflu 1 er sýnt
hvernig flóðin í annálnum dreifast á aldirnar.
Meðaltímalengd á milli flóða þau tæpu 800 ár
sem annállinn spannar er um 6 ár.
Búast má við því að skráning flóðanna sé
orðin býsna góð um 1800. Árið 1799 varð eitt
mesta flóð sem hér hefur komið, Básendaflóð,
Aldamótaflóð eða Stóraflóð, eins og það heitir í hinum ýmsu heimildum. Um þetta flóð hefur
meira verið fjallað en nokkurt annað flóð hér við land. Á þeim rúmu 190 árum sem síðan eru
liðin hafa orðið 82 flóð, en það er meirihluti flóða í annálnum, þó hann spanni tæp 800 ár í
heildina. Á þessu styttra tímabili má þó sjá að
flóðunum fer enn fjölgandi eftir því sem nær
nútímanum dregur (sjá mynd 2). Af því má
ráða að annað hvort vantar enn í skráninguna,
eða flóðunum fer fjölgandi. Fyrri skýringin er
hér tekin fram yfir af tveim ástæðum.
Annars vegar er það, að smá flóð hafa mikla
tilhneigingu til þess að gleymast og lenda því
gjaman utan við skrár. Einkum á þetta við á
fyrri hluta umrædds tímabilsins, vegna þess að
þá voru útgáfur fréttarita fáar og frumstæðar
og í þær var því síður verið að tína smáatriði.
Hins vegar er sú ástæða, að við þekkjum
engar ákveðnar vísbendingar úr náttúrunni,
sem benda til breytingaátíðni náttúruviðburða
af þessum toga. Það væri þá helst almenn
hækkun sjávarborðs vegna hlýnandi veður-
fars. Að því atriði verður vikið síðar.
Á þessu 190 ára tímabili hafa strandflóðin
samkvæmt flóðaannálnum komið að meðaltali
á 2,3 ára fresti. I annálnum sjálfum líður þó
frá 16 árum til einnar viku á milli llóða. 16 ára
Mynd 4 Dreiftng vindátta í strandflóðum síð-
ustu 100 ára við Suðvesturland, frá Akranesi til
Dyrhólaeyjar. Alls urðu 35 strandflóð á þessu
tímahili, sem höfðu áhrif á Suðvesturlandi. /
rúmlega 51% tilvika voru suðlœgar vindáttir
(SV, S og SA). I tœplega 23 % tilvika voru vindar
aföðrum áttum (A, NA, N, NV og V). í 11% til-
vika er vindáttin óviss, en í rúmlega 14% tilvika
var logn eða hœgviðri.