Árbók VFÍ - 01.06.1992, Blaðsíða 163
Vegageröin 161
ar, þannig að samtals er um að ræða 3,9 km langan
vegarkafla. Að sunnanverðu eru 1,6 km að brú, þar af
er á þeim kafla sjálf þverun fjarðarins um 0,6 km. Að
norðanverðu frá brúnni, sem stendur á Lambadals-
odda, að slitlagsenda innan við eyðibýlið Næfranes
er svo 2,3 km langur kafli. Vegurinn er byggður í 6,5
m breidd og er með 5,5 m bundnu slitlagi. Byggð var
6 m tvíbreið brú við enda vegarkaflans að sunnan-
verðu.
2.3 Framkvæmdaáfangar
Verkið skiptist í nokkra framkvæmdaáfanga sem
G1 G2
Þyngd að utan að innan
cm cm
0% stærra en 130 110
15% stærra en 100 90
50% stærra en 80 70
85% stærra en 60 50
Tatla 1 Kröfur um steinatœröir í grjót-
vörn. Ekki var leyfilegt að nota stœrra
grjót en 130 cm aÖ utan og hlutfall af
grjóti minna en 60 cm mátti ekki vera
hœrra en 15%.
ýmist voru unnir af verktökum eða vinnuflokkum Vegagerðarinnar. Hér á eftir er gert grein
fyrir hverjum fyrir sig.
2.3.1 Brúargerð og ferging 1988 til 1990
Eins og fram kemur hér á undan, var brúarstæðið fergt árið áður en framkvæmdir hófust vegna
hættu á missigi. Verkið var boðið út haustiö 1988 og verktaki var Brautin sf. frá Ketilseyri.
Verkstjóri var Gunnar Sigurðsson aðalstjómandi fyrirtækisins.
Auk fergingar var innifalið í verkinu gerð námuvegar frá Lambadalsárbrú niður Lambadal-
sodda að brúarstæði. Heildar efnisntagn var um 37 þús. m3. Vinnuplan var sett í kóta 2,50 en
farg í kóta 4,50 miðsvæðis en í 6,50 á endunum.
Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar undir stjórn Hauks Karlssonar hóf vinnu við brúna á
Lambadalsodda haustið 1989. Hafist var handa við að gera undirstöður fyrir brúarstöpla.
Snemma vors 1990 hófst svo uppsláttur fyrir brúnni og hún fullgerð í ágúst sama ár.
Um var að ræða hefðbundna brúargerð. Þó þurfti að reka niður stál við alla sökkla og reknir
voru niður óvenju langir staurar. Staurarnir voru steyptir á Hvammstanga af starfsmönnum
Vegagerðarinnar.
I september og október sama ár var byggð brú á Ketilseyrará.
2.3.2 Vegagcrð og sjávarfylling 1990 - 1991
Að undangengnu útboði í mars 1990, var samið við lægstbjóðanda, sent voru verktakafyrir-
tækin Klæðning hf. og Suðurverk hf., en þau buðu sameiginlega í verkið.
Yfirstjórnendur voru Gunnar Birgisson frá Klæðningu og Dofri Eysteinsson frá Suðurverki.
Staðarstjóri var Guðmundur Ólafsson tæknifræðingur og verkstjórar Gísli Eysteinsson, Guð-
mann Valberg og Ingi Arnason.
Verksanmingur hljóðaði uppá liðlega 154 nt.kr. miðað við verðlag 1992. Heildarefnismagn
í veginn var áætlað um 390 þús. m3. Skv. útboðslýsingu átti umferð að verða hleypt á veginn
yfir fjörðinn í síðasta lagi I. nóvember 1991, en að öðru leyti átti að skila verkinu fullfrágengnu
1 • ágúst 1992. Verkið fólst í vegagerð, gerð sjávarfyllingar, gröft rennu undir brú og gerð leiði-
garða. Firðinum var lokað í maí 1991. Verklok voru 27. september 1991. Mikill hluti jarð-
vinnuverksins var hefðbundin vegagerð. Nokkurt nýnæmi var hins vegar að gerð sjávarfylling-
arinnar og verður gerð hennar lýst frekar í sérstökum kafla hér á eftir
2.3.3 Lokafrágangur og bundiö slitlag 1992
Ekki var graftnn farvegur undir brúna nerna að litlu leyti (niður í -1 m) áður en firðinum var