Árbók VFÍ - 01.06.1992, Blaðsíða 281
Strandflóö viö Suðvesturland 279
4 Strandflóðaannállinn
Upp úr þessum heimildum hefur verið unninn fyrr nefndur strand-
flóðaannáll (sjá mynd 1 og 2 og töflu 1), sem birtur var í nýlegri
skýrslu frá Raunvísindastofnun Háskólans (Páll Imsland og Þor-
leifur Einarsson 1991). Annáll þessi inniheldur 131 flóð og nær
aftur til ársins 1199. Ekki er rétt að reikna með að öll kurl hafi
komið til grafar í þessari heimildakönnun, eins og að ofan greinir.
En þar sem búast má við því að verulegur meirihluti skráðra
strandflóða sé kominn í annálinn, er hægt að draga af honum ýmsa
lærdóma nú þegar.
Þær upplýsingar um flóðin, sent leitað var eftir í heimildunum,
voru ekki í öllum tilvikum tíundaðar. Upplýsingamar um einstök
flóð eru því misjafnar. Annálinn er í töfluformi og voru þar skráð-
ar eftirfarandi upplýsingar, eftir því sem þær voru fyrir hendi: 1) ártal flóðs, 2) nánari tíma-
setning, 3) ríkjandi vindskilyrði, 4) staðsetning flóðs, 5) örstutt einföld lýsing á atburðinum, 6)
örstutt skaðalýsing, 7) ýmsar sundurlausar athugasemdir úr heimildunum um sérkenni við-
komandi atburðar, 8) heimildir um atburðinn, 9) hvort þess er sérstaklega getið að atburðarins
hafi gætt á Stokkseyri og eða Eyrarbakka, 10) nafn eða viðurnefni flóðsins og 11) hvort helsta
heimild um atburðinn er samtímaheimild.
5 Sjávarflóð, stormflóð, skaðaflóð og strandflóð
Öll ofangreind nöfn hafa verið notuð um þetta fyrirbæri. Þau eru misjafnlega góð til þessa
brúks og er því ástæða til að víkja stuttlega að hverju þeirra áður en umræðunni er lengra haldið.
Sjávarflóð væri að mörgu leyti æskilegt orð sem samheiti urn þetta fyrirbæri, óháð því
hvernig flóðin arta sig. Það hefur þó þann ókost að vera þegar notað í málinu í sambandi við
llóð og fjöru af völdum himinlungla, sjávarföll, og er óæskilegt að nota það í annarri merkingu
einnig, ef unnt er að komast hjá því. Flóð eitt og sér dugir ekki í umræðunni vegna þess að flóð
verða af ýmsum öðrum toga en þeim sem hér er til umræðu, samanber flóðin í Hvítá í Borgar-
firði í janúar 1992. Flóð af mismunandi toga þarf að vera hægt að greina glögglega í sundur.
Stormflóð hefur frekar lítið verið notað fram til þessa, en því skaul upp í umræðunni um
flóðið í janúar 1990 og tók þá nánast fyrir notkun hinna orðanna, varð eins konar tískuorð. Um
ágæti þess er það að segja, að þó flest flóðin verði samfara stórviðrum, þá hafa ótrúlega ntörg
þeirra flóða sem heimildir eru um komið í logni eða mjög hægu veðri. Það er því óæskilegt að
nota þetta orð sem samheiti um flóð á ströndum landsins. Hins vegar þjónar það vel sem heiti
yfir þau flóð sem fylgja stormi.
Skaðaflóð segir ekkert um flóðin annað en að þau hafi haft skaðlegar afleiðingar og er því
frekar óæskilegt samheiti, ekki síst í ljósi þess að sum flóðin hafa valdið litlum skaða eða jafn-
vel engum. Það er svo miklu rneira háð landnotum á ströndum landsins en sjálfum tlóðunum,
hverjar afleiðingar þeirra verða í þessu samhengi, að skaðaflóð er nánast óhæft samheiti. Það
má hins vegar vel nota um þau flóð sérstaklega sem tjóni valda.
Af ofangreindum orðum virðist strandflóð eiga einna best við þetta fyrirbæri. Það er hlut-
laust um afleiðingar og orsakir flóðanna en bendir á, að þctta fyrirbæri er bundið við strend-
urnar. Strandflóð í þessari merkingu eru sjávarflóð en ekki ferskvatnsflóð. Orðið greinir þessi
Öld Fjöldi
1199 -1299 3
1300 -1399 4
1400 -1499 2
1500 -1599 2
1600 -1699 12
1700 -1799 26
1800 -1899 28
1900 -1991 54
Samtals 131
Tafla 1 Fjöldi strand-
flóöa við Island.