Árbók VFÍ - 01.06.1992, Blaðsíða 247
Útflutningur á raforku 245
in í Englandi og Wales þeim aldri sem telja má eðlilegan líftíma. Þróunin heldur áfram eftir
aldamótin, en eftir árið 2010 fara stóru kolaorkuverin að komast á aldur.
Mikil uppbygging raforkuvera er þegar ákveðin í Englandi og Wales á næstu árum, en
ákvarðanir um lokanir eldri raforkuvera liggja ekki fyrir nema að litlu leyti. Samkvæmt nýjustu
sjö ára áætlun NGC munu um 8200 MW bætast inn á kerfið fram til 1997, en aðeins hafa bor-
ist tilkynningar um lokanir raforkuvera upp á 1600 MW á þeim tíma.
Nær því öll raforkuver sem nú eru í byggingu eða undirbúningi á Bretlandi munu ganga
fyrir jarðgasi og eru þau af nýrri gerð, Combined Cycle Gas Turbine (CCGT), með mun betri
nýtni en í eldri varmaorkuverum. Gerðir hafa verið samningar við NGC um tengingu 6200
MW af CCGT stöðvum sem bætast inn á kerfið fyrir 1998. Sizewell B kjamorkuverið, 1250
MW, kemur í rekstur árið 1994 og flutningsgeta frá Skotlandi um það bil tvöfaldast árið 1995.
Jarðgasfundir í Norðursjó hafa breytt mjög horfum í orkumálum á Bretlandseyjum á allra
síðustu árum. Jarðgas hefur víðast verið talið það dýrmætt sem hráefni í iðnaði, að notkun þess
til raforkuframieiðslu hefur verið takmörk sett af yfirvöldum. Síðastliðinn vetur aflétti
Evrópubandalagið 15 ára gömlum takmörkunum á raforkuframleiðslu með gasi og útlit er fyrir
stóraukið framboð af jarðgasi í Evrópu á þessum áratug. Jarðgasið kemst einnig mjög nálægt
því að kallast grænn orkugjafi þar sem brennsla þess hefur aðeins í för með sér nokkur
gróðurhúsaáhrif, en mengun af völdum brennisteins og nituroxíða er miklu minni en frá kola-
kyntum raforkuverum. Enn einn kostur þess að nýta jarðgas er sá að undirbúningur og bygging
orkuveranna tekur aðeins um 3 ár. Orkuver þessi henta því vel þar sem samspil framboðs og
eftirspurnar á að stýra framkvæmdum. Eins og málum er háttað í dag virðist ólíklegt að haldið
verði áfram uppbyggingu kjarnorkuvera á Bretlandi á þessum áratug. Um þessar mundir er ein
stöð (Sizewell B) í byggingu, sú fyrsta af mörgum stöðvum sömu gerðar sem átti að reisa.
Kostnaðarverð orku úr stöðinni verður mun hærra en frá öðrum valkostum sem í boði eru.
Fyrirhugað er að breska ríkisstjórnin endurmeti áætlanir um kjarnorkuver á árinu 1994.
Nýjar kolastöðvar eru ekki samkeppnisfærar við jarðgasstöðvar í orkuverði, jafnframt því
sem mengunarmálin eru erfiðari. Framleiðslufyrirtækin í Englandi og Wales, sem samkvæmt
lögum eiga að stefna að hæfilegri blöndu orkugjafa sem þær byggja rafmagnsframleiðslu sína
á, hafa lagt á hilluna fyrri áætlanir um frekari byggingar kolastöðva.
Af framansögðu er ljóst að á næstu árum mun þörf á nýjum orkuverum í Englandi og Wales
verða mætt með byggingu stöðva sem ganga fyrir jarðgasi. Sannreyndar gaslindir Breta í
Norðursjó endast aðeins 13 ár miðað við notkun árið 1989, en tvöfalt lengur ef einnig eru
teknar með gaslindir sem talið er sennilegt að hagkvæmt sé að vinna úr jörðu. Stórfelld notkun
jarðgass til raforkuframleiðslu á Bretlandi mun kalla á aukinn innflutning á gasi og hefur
annað stóra raforkufyrirtækið, National Power, þegar gert samning við Norðmenn um gaskaup
sem duga fyrir u.þ.b. 1300 MW uppsettu afli. Á Troll svæði Norðmanna vestur af Bergen eru
gífurlega miklar gaslindir og í undirbúningi er lagning gasleiðslu alla leið til Zeebrugge í
Belgíu. Möguleiki verður á því að taka úr leiðslunni inn til Bretlands.
Til viðbótar jarðgasi úr Norðursjó eru Alsírbúar að auka gasvinnslu sína og Nígeríumenn
einnig. Jarðgas frá Nígeríu yrði þá flutt í fljótandi formi til Evrópuhafna.
4 Tækni viö orkuflutninga
Ef llytja á raforku með strengjum yfír langar vegalengdir kemur eingöngu til greina að nota
háspenntan jafnstraum. Þetta er sýnt á mynd 3 þar sem sjá má dæmigerð hámarksgildi orku-