Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 110
108 Árbók VFÍ 1991/92
Mynd 2 Raungengi krónunnar 1980-1992. Vísitölur 1980=100. Heimild Þjóðhagsstofnun.
2.3 Gengismál
Meðalgengi krónunnar hefur verið stöðugt, metið á viðskiptavog, frá því í árslok 1989, eða í
tvö ár. Þetta er lengsta tímabil stöðugleika í gengismálum frá því gengi krónunnar var fleytt í
árslok 1983. A þessu fastgengisskeiði hefur raungengi krónunnar miðað við hlutfallslegt
verðlag hækkað um 4% og um tæplega 2% miðað við hlutfallsleg laun. Rétt er að minnast þess
að í sögulegu samhengi var gengi krónunnar tiltölulega lágt í upphafi þessa tímabils, eins og
sjá má af mynd 2.
Raungengið hækkaði um 2,7% miðað við verðlag milli meðaltala áranna 1990 og 1991 og
um 2,9% miðað við launakostnað. Það fór ennfremur hækkandi frá upphafi til loka ársins, um
2% miðað við verðlag og um 0,2% miðað við launakostnað.
Verulegar sveiflur urðu á gengi helstu gjaldmiðla á síðasta ári. Meginlínurnar voru þær að
Bandaríkjadollar styrktist mjög í kjölfar Persaflóastríðsins, en fram að því hafði gengi hans
verið mjög lágt. Gengi dollars reis hæst í júlí, hafði hækkað um 13% gagnvart íslenskri krónu,
en þessi hækkun gekk að mestu til baka á seinni hluta ársins. Hækkun dollarans á fyrri hluta
ársins var einkum á kostnað ECU og þýska marksins. Gengi ECU lækkaði umtalsvert rnilli
meðaltala eða um 7,5% gagnvart krónunni. Hins vegar hefur japanska jenið eflst mjög á und-
anförnum misserum, og var nær 9% hærra að meðaltali í fyrra en árið 1990.
2.4 Hagur atvinnuveganna
Á árinu 1991 er talið að hagur atvinnuveganna hafi versnað nokkuð frá fyrra ári. Þá hækkaði
launakostnaður nokkuð umfram veltuaukningu og aukningu vergra þáttatekna. Veltuaukningin
er talin hafa verið rösk 10% en launakostnaður um 12,5%. Vextir hækkuðu í fjárhæðum unt
16-17%. Sem hlutfall af veltu er talið að hagnaður hafi orðið um 1,5%. Þessi hagnaður jafn-
gildir tæplega 4% ávöxtun eigin fjár á árinu 1991. Til samanburðar var ávöxtun eigin tjár um
5% árið áður en mun lægri 1989.
2.5 Ríkisfjármál
Framvinda ríkisfjármála í fyrra einkenndist af miklum halla og skuldasöfnun ríkissjóðs við
Seðlabanka. Þessi þróun átti vafalaust sinn þátt í þenslu sem setti svip sinn á þjóðarbúskapinn
framan af síðasta ári. Bráðabirgðatölur um afkomu A-hluta ríkissjóðs sýna tekjuhalla nálægt
12.5 mia.kr., sem svarar til 3,3% af landsframleiðslu (verg landsframleiðsla = VL = 382,5