Árbók VFÍ - 01.06.1992, Síða 62
60 Árbók VFÍ 1991/92
3 Rafmagnsverkfræðideild VFÍ
Starf Rafmagnsverkfræðideildar Verkfræðingafélags Islands (RVFÍ) hefur mótast talsvert af
því að deildin varð 50 ára árið 1991. Af því tilefni var haldin sérstök afmælishátíð 8. nóvember
það ár og var hátíðin tvíþætt.
Annars vegar var haldin opin ráðstefna um efnið „Fjarskipti í nútíð og framtíð“. Afmælis-
ráðstefnan hófst með setningu formanns og ávarpi iðnaðarráðherra, Jóns Sigurðssonar. Síðan
fjölluðu þrír framsögumenn, þeir Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri, Styrmir Gunnars-
son ritstjóri og Halldór Kristjánsson verkfræðingur, um efnið frá mismunandi sjónarmiði.
Erindi Ólafs bar heitið „Fjarskipti sem þjónusta“, en erindi Styrmis „Fjarskipti og fjölmiðlun".
Halldór fjallaði um „Fjarskipti, tölvur framtíðar“. Ráðstefnuna sóttu yfir 70 manns og lauk
henni með fjörugum umræðum og fyrirspumum, en síðan var móttaka í boði iðnaðarráðu-
neytisins. Ráðstefnustjóri varEgill Skúli Ingibergsson.
Hins vegar var síðan haldin afmælisveisla um kvöldið fyrir félagsmenn, maka þeirra og
gesti. Veislustjóri var Tryggvi Sigurbjarnarson en ræðumaður kvöldsins var Heimir Pálsson,
formaður BHM. Kjömir voru þrír nýir heiðursfélagar RVFÍ þeir Ólafur Tryggvason fyrrv.
framkvæmdastjóri, Ingólfur Agústsson, fyrrverandi rekstrarstjóri Landsvirkjunar og Jón
Skúlason, fyrrverandi Póst- og símamálastjóri. Spaugstofan yljaði síðan þátttakendum um
hjartarætur og að lokum var stiginn dans. Var gerður góður rómur þátttakenda að bæði ráð-
stefnu og veislu, en VFI veitti RVFI sérstakan styrk til ráðstefnuhaldsins. Til aðstoðar stjórnar
RVFI við undirbúning afmælishátíðar var skipuð sérstök afmælishátíðarnefnd undir forystu
Egils Skúla Ingibergssonar og vann hún frábært starf við allan undirbúninginn, en með honum
störfuðu í nefndinni þeir Gústaf Amar og Haukur Oddsson. Færir stjóm RVFÍ afmælisnefnd-
inni bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Um 55 manns voru þátttakendur í afmælisveislunni.
Að öðru leyti hefur starfsemin í tíð núverandi stjómar á starfsárinu verið með hefðbundnu
sniði. Þess má geta, að í tengslum við afmælishátíð lét stjórn félagsins endurteikna merki fél-
agsins, sem ekki hafði verið í notkun um árabil og var þá stuðst við tvennt, vindlingaöskju,
sem var gjöf félagsins til Jakobs Gíslasonar og bréfsefni prentað í 1000 eintökum í Banda-
ríkjunum 1947.
Einnig er markvert frá starfseminni á árinu, að ritari félagsins Vignir Bjamason hóf leit að
1. fundargerðarbók félagsins frá tímabilinu 1942-1962, en þessi bók hefur verið glötuð í um 10
ára skeið. Er skemmst frá því að segja að bókin kom í leitirnar auk annarra gagna, og þarf ekki
að fara mörgum orðum um gildi þessa fundar varðandi sögu félagsins. Framvegis verða
fundargerðarbækur og önnur gögn, sem ekki eru í notkun á vegum félagsins geymdar í eld-
traustri geymslu hjá LVFI eða í sérstakri geymslu í kjallara VFÍ. Vill undirritaður koma á
framfæri sérstöku þakklæti til Vignis fyrir árvekni hans í þessu máli, en hann hefur einnig
tekið saman lista yfir stjórnir RVFÍ og fræðsluerindi á fundum félagsins frá upphafi.
Auk hátíðahalda sem greint er frá hér að framan, hafa verið haldnir fjórir félagsfundir á
árinu að meðtöldum aðalfundi. Þeir eru eftirfarandi:
Hinn 9. okt. 1991 var haldinn 264. fundur félagsins og hélt Þórður Helgason, rafmagns-
verkfræðingur forstöðumaður eðlisfræði og tæknideildar Landsspítalans, erindi sem hann
nefndi Starfræn raförvun. Á fundinn mættu um 23 félagar, sem lauk með venjulegu borðhaldi
og umræðum um efni fyrirlestrar.
Þann 5. febrúar 1992 var haldinn 266. fundur félagsins og hélt Hörður Arnarson Ph.d. raf-